„Rísandi stjarna“ Repúblikana tapaði í forvali Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2022 10:05 Madison Cawthorn hafði gert félaga sína í Repúblikanaflokknum reiða. AP/Nell Redmond Þingmaðurinn Madison Cawthorn tapaði í forvali Repúblikanaflokksins í gær og mun því ekki sitja á þingi annað kjörtímabil. Chuck Edwards, sem situr í öldungadeild ríkisþings Norður-Karólínu bar sigur úr bítum en Cawthorn hefur verið plagaður af hverju hneykslinu á fætur öðru í aðdraganda forvalsins og hafði reitt félaga sína í Repúblikanaflokknum til reiði með ummælum sínum og hegðun. Hann varð þingmaður eftir að hafa unnið forval kjördæmisins árið 2020, þá einungis 25 ára gamall og litu margir á hann sem rísandi stjörnu í hreyfingu íhaldsmanna, samkvæmt frétt AP. Undanfarna mánuði hefur hann verið stöðvaður af lögreglu fyrir umferðarlagabrot, bæði fyrir of hraðan akstur og fyrir að keyra leyfislaus, og vopnalagabrot en hann var tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum stöðvaður með skotvopn á flugvelli. Gerði eigin leiðtoga reiða Þá gerði hann Repúblikana mjög reiða þegar hann sagði í hlaðvarpi að honum hefði verið boðið í kynsvall í Washington DC, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafi neytt kókaíns. Sömuleiðis hafa myndir og myndbönd af honum verið birt á netinu en þetta myndefni hefur þótt vandræðalegt fyrir þingmanninn. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að efnið hafi verið birt til að koma óorði á hann. Hann hefur þar að auki verið sakaður um innherjaviðskipti og kynferðislega áreitni. Allt þetta hefur gert Repúblikana reiða og hafa þeir beitt sér gegn Cawthorn á undanförnum mánuðum. Í frétt Politico, þar sem farið er yfir feril Cawthorns, segir að margir hafi spurt sig hvort hann hefði í raun getu til að sinna starfi þingmanns. Blaðamenn Politico ræddu við rúmlega sjötíu manns um Cawthorn en þau segja hann vera óþroskaðan, óreyndan lygara sem hafi hvorki verið hæfur eða tilbúinn til þingsetu. Edwards er eins og áður segir öldungadeildarþingmaður í Norður-Karólínu og rekur þar að auki McDonalds-keðju í ríkinu. Hann segist vongóður um að Repúblikanar muni halda þingsætinu í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Hann varð þingmaður eftir að hafa unnið forval kjördæmisins árið 2020, þá einungis 25 ára gamall og litu margir á hann sem rísandi stjörnu í hreyfingu íhaldsmanna, samkvæmt frétt AP. Undanfarna mánuði hefur hann verið stöðvaður af lögreglu fyrir umferðarlagabrot, bæði fyrir of hraðan akstur og fyrir að keyra leyfislaus, og vopnalagabrot en hann var tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum stöðvaður með skotvopn á flugvelli. Gerði eigin leiðtoga reiða Þá gerði hann Repúblikana mjög reiða þegar hann sagði í hlaðvarpi að honum hefði verið boðið í kynsvall í Washington DC, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafi neytt kókaíns. Sömuleiðis hafa myndir og myndbönd af honum verið birt á netinu en þetta myndefni hefur þótt vandræðalegt fyrir þingmanninn. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að efnið hafi verið birt til að koma óorði á hann. Hann hefur þar að auki verið sakaður um innherjaviðskipti og kynferðislega áreitni. Allt þetta hefur gert Repúblikana reiða og hafa þeir beitt sér gegn Cawthorn á undanförnum mánuðum. Í frétt Politico, þar sem farið er yfir feril Cawthorns, segir að margir hafi spurt sig hvort hann hefði í raun getu til að sinna starfi þingmanns. Blaðamenn Politico ræddu við rúmlega sjötíu manns um Cawthorn en þau segja hann vera óþroskaðan, óreyndan lygara sem hafi hvorki verið hæfur eða tilbúinn til þingsetu. Edwards er eins og áður segir öldungadeildarþingmaður í Norður-Karólínu og rekur þar að auki McDonalds-keðju í ríkinu. Hann segist vongóður um að Repúblikanar muni halda þingsætinu í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira