Starfar þú með börnum? Ný námsleið á sviði farsældar barna Herdís Steingrímsdóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifa 18. maí 2022 12:01 Farsæld barna – samþætt þjónusta Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Lögin kveða á um að tryggja skuli að foreldrar og barn fái upplýsingar um þjónustu í þágu barns, þeim sé boðin aðstoð við að samþætta hana og móta. Lögð er rík áhersla á snemmtækan stuðning á fyrsta þjónustustigi, sem á að vera aðgengilegur öllum börnum og fjölskyldum, svo sem í gegnum skóla og heilsugæslu. Í lögunum er að finna fleiri mikilvæg nýmæli eins og að mismunandi þjónustukerfi skulu eiga samstarf og að börn og foreldrar eigi rétt á sérstökum tengiliði sem aðstoði þau við að fá viðeigandi þjónustu. Auk þess er kveðið á um að ef barn þarf annars eða þriðja stigs þjónustu, sem er sérhæfðari og markvissari stuðningur, þá sé tilnefndur málstjóri sem hafi það hlutverk að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og að leiða samþættingu þjónustunnar. Nýtt diplómanám – fjarnám með starfi Rauði þráðurinn í farsældarlögunum eru réttindi barna í samræmi við stjórnarskrá, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðrar skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands gerðu á síðasta ári með sér samning um samstarf um innleiðingu á hinni nýju löggjöf. Annar megin þátta í því samstarfi er ný þverfagleg námsleið um farsæld barna en námið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið BA/BED/BS prófi og starfa með börnum í frístunda- heilbrigðis-, skóla- og velferðarþjónustu eða á öðrum vettvangi. Náminu er ætlað að veita þekkingu á barnamiðaðri nálgun, samþættingu þjónustu, hlutverki tengiliða og málstjóra og mati á árangri. Þá verður lögð áhersla á færni í teymisvinnu og þverfaglegri samvinnu auk áherslu á mikilvægi fyrsta stigs þjónustu við börn. Námið, sem er 30 eininga diplómanám, hefst haustið 2022. Um er að ræða nám með starfi, fyrirlestrar og umræðutímar verða í fjarnámi auk þess sem mætingaskylda er í tvær tveggja daga staðlotur á hvoru misseri. Frestur til að sækja um námið er til 5.júní n.k. Frekari upplýsingar um námið er að finna á slóðinni Farsæld barna, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands (hi.is) og hjá undirrituðum/höfundum. Höfundar eru lektorar á sviði farsældar barna við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Farsæld barna – samþætt þjónusta Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Lögin kveða á um að tryggja skuli að foreldrar og barn fái upplýsingar um þjónustu í þágu barns, þeim sé boðin aðstoð við að samþætta hana og móta. Lögð er rík áhersla á snemmtækan stuðning á fyrsta þjónustustigi, sem á að vera aðgengilegur öllum börnum og fjölskyldum, svo sem í gegnum skóla og heilsugæslu. Í lögunum er að finna fleiri mikilvæg nýmæli eins og að mismunandi þjónustukerfi skulu eiga samstarf og að börn og foreldrar eigi rétt á sérstökum tengiliði sem aðstoði þau við að fá viðeigandi þjónustu. Auk þess er kveðið á um að ef barn þarf annars eða þriðja stigs þjónustu, sem er sérhæfðari og markvissari stuðningur, þá sé tilnefndur málstjóri sem hafi það hlutverk að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og að leiða samþættingu þjónustunnar. Nýtt diplómanám – fjarnám með starfi Rauði þráðurinn í farsældarlögunum eru réttindi barna í samræmi við stjórnarskrá, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðrar skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands gerðu á síðasta ári með sér samning um samstarf um innleiðingu á hinni nýju löggjöf. Annar megin þátta í því samstarfi er ný þverfagleg námsleið um farsæld barna en námið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið BA/BED/BS prófi og starfa með börnum í frístunda- heilbrigðis-, skóla- og velferðarþjónustu eða á öðrum vettvangi. Náminu er ætlað að veita þekkingu á barnamiðaðri nálgun, samþættingu þjónustu, hlutverki tengiliða og málstjóra og mati á árangri. Þá verður lögð áhersla á færni í teymisvinnu og þverfaglegri samvinnu auk áherslu á mikilvægi fyrsta stigs þjónustu við börn. Námið, sem er 30 eininga diplómanám, hefst haustið 2022. Um er að ræða nám með starfi, fyrirlestrar og umræðutímar verða í fjarnámi auk þess sem mætingaskylda er í tvær tveggja daga staðlotur á hvoru misseri. Frestur til að sækja um námið er til 5.júní n.k. Frekari upplýsingar um námið er að finna á slóðinni Farsæld barna, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands (hi.is) og hjá undirrituðum/höfundum. Höfundar eru lektorar á sviði farsældar barna við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun