Starfar þú með börnum? Ný námsleið á sviði farsældar barna Herdís Steingrímsdóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifa 18. maí 2022 12:01 Farsæld barna – samþætt þjónusta Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Lögin kveða á um að tryggja skuli að foreldrar og barn fái upplýsingar um þjónustu í þágu barns, þeim sé boðin aðstoð við að samþætta hana og móta. Lögð er rík áhersla á snemmtækan stuðning á fyrsta þjónustustigi, sem á að vera aðgengilegur öllum börnum og fjölskyldum, svo sem í gegnum skóla og heilsugæslu. Í lögunum er að finna fleiri mikilvæg nýmæli eins og að mismunandi þjónustukerfi skulu eiga samstarf og að börn og foreldrar eigi rétt á sérstökum tengiliði sem aðstoði þau við að fá viðeigandi þjónustu. Auk þess er kveðið á um að ef barn þarf annars eða þriðja stigs þjónustu, sem er sérhæfðari og markvissari stuðningur, þá sé tilnefndur málstjóri sem hafi það hlutverk að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og að leiða samþættingu þjónustunnar. Nýtt diplómanám – fjarnám með starfi Rauði þráðurinn í farsældarlögunum eru réttindi barna í samræmi við stjórnarskrá, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðrar skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands gerðu á síðasta ári með sér samning um samstarf um innleiðingu á hinni nýju löggjöf. Annar megin þátta í því samstarfi er ný þverfagleg námsleið um farsæld barna en námið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið BA/BED/BS prófi og starfa með börnum í frístunda- heilbrigðis-, skóla- og velferðarþjónustu eða á öðrum vettvangi. Náminu er ætlað að veita þekkingu á barnamiðaðri nálgun, samþættingu þjónustu, hlutverki tengiliða og málstjóra og mati á árangri. Þá verður lögð áhersla á færni í teymisvinnu og þverfaglegri samvinnu auk áherslu á mikilvægi fyrsta stigs þjónustu við börn. Námið, sem er 30 eininga diplómanám, hefst haustið 2022. Um er að ræða nám með starfi, fyrirlestrar og umræðutímar verða í fjarnámi auk þess sem mætingaskylda er í tvær tveggja daga staðlotur á hvoru misseri. Frestur til að sækja um námið er til 5.júní n.k. Frekari upplýsingar um námið er að finna á slóðinni Farsæld barna, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands (hi.is) og hjá undirrituðum/höfundum. Höfundar eru lektorar á sviði farsældar barna við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Farsæld barna – samþætt þjónusta Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Lögin kveða á um að tryggja skuli að foreldrar og barn fái upplýsingar um þjónustu í þágu barns, þeim sé boðin aðstoð við að samþætta hana og móta. Lögð er rík áhersla á snemmtækan stuðning á fyrsta þjónustustigi, sem á að vera aðgengilegur öllum börnum og fjölskyldum, svo sem í gegnum skóla og heilsugæslu. Í lögunum er að finna fleiri mikilvæg nýmæli eins og að mismunandi þjónustukerfi skulu eiga samstarf og að börn og foreldrar eigi rétt á sérstökum tengiliði sem aðstoði þau við að fá viðeigandi þjónustu. Auk þess er kveðið á um að ef barn þarf annars eða þriðja stigs þjónustu, sem er sérhæfðari og markvissari stuðningur, þá sé tilnefndur málstjóri sem hafi það hlutverk að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og að leiða samþættingu þjónustunnar. Nýtt diplómanám – fjarnám með starfi Rauði þráðurinn í farsældarlögunum eru réttindi barna í samræmi við stjórnarskrá, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðrar skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands gerðu á síðasta ári með sér samning um samstarf um innleiðingu á hinni nýju löggjöf. Annar megin þátta í því samstarfi er ný þverfagleg námsleið um farsæld barna en námið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið BA/BED/BS prófi og starfa með börnum í frístunda- heilbrigðis-, skóla- og velferðarþjónustu eða á öðrum vettvangi. Náminu er ætlað að veita þekkingu á barnamiðaðri nálgun, samþættingu þjónustu, hlutverki tengiliða og málstjóra og mati á árangri. Þá verður lögð áhersla á færni í teymisvinnu og þverfaglegri samvinnu auk áherslu á mikilvægi fyrsta stigs þjónustu við börn. Námið, sem er 30 eininga diplómanám, hefst haustið 2022. Um er að ræða nám með starfi, fyrirlestrar og umræðutímar verða í fjarnámi auk þess sem mætingaskylda er í tvær tveggja daga staðlotur á hvoru misseri. Frestur til að sækja um námið er til 5.júní n.k. Frekari upplýsingar um námið er að finna á slóðinni Farsæld barna, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands (hi.is) og hjá undirrituðum/höfundum. Höfundar eru lektorar á sviði farsældar barna við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar