Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið í mjög slæmu ástandi sökum ölvunar og vímuástands og var ekki hægt að ræða við hann á vettvangi.
„Viðkomandi er því í haldi lögreglu og reynt verður að ræða við hann í fyrramálið ef af honum verður runnið þá. Að yfirheyrslu lokinni verður kannað hvort það þurfi að beita frekari þvingunarúrræðum vegna háttsemi mannsins,“ segir í dagbók lögreglu.
Síðast var sagt frá háttsemi mannsins í fjölmiðlum á þriðjudag en þá var greint frá því að móðir stúlku sem lenti í manninum hafi ætlað að kæra hann til lögreglu. Maðurinn hefur ítrekað sýnt á sér kynfærin við æfingasvæði Ármanns og Þróttar í Reykjavík á síðustu árum og eru foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu.
Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í mars á þessu ári fyrir að hrækja á lögreglumann og fyrir að bera sig og kasta af sér þvagi í viðurvist barna við æfingasvæði í Laugardalnum.
Þá var honum gert að greiða börnunum fjórum sem hann kastaði af sér þvagi fyrir framan, hverju um sig, 200 þúsund krónur.