Samkeppnin ógnar sumum! Sverrir Einar Eiríksson skrifar 21. maí 2022 09:31 Fátt kemur neytendum jafnvel og samkeppni í verslun og þjónustu. Fyrirtæki í samkeppni gera sér fremur far um að sinna þörfum fólks til að laða til sín viðskipti um leið og verðlagningu eru settar skorður. Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Þar komi fram að breytingar á áfengislöggjöfinni, svo sem í átt til aukins frjálsræðis og frekari hækkunar áfengisgjalda kunni að hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Í útboðslýsingunni er vísað í áfengislögin og áréttað að ekki megi aðrir en ÁTVR selja áfengi og tóbak í smásölu innanlands: „Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum,“ segir í útboðslýsingunni. Þetta er hárrétt metið hjá Ölgerðinni, utan að þessi þróun hefur þegar átt sér stað og er síður en svo neikvæð. Að minnsta kosti ekki fyrir neytendur, þó að Ölgerðin sjái þarna áhættuþátt fyrir rekstur sinn. Og sjálfsagt er ekki skrítið að þeir sem komið hafa sér makindalega fyrir, eða notið ríkisvarinnar einokunar óttist aukna samkeppni. Þann ótta hefur til dæmis mátt lesa úr orðum og æði forsvarsmanna ÁTVR. Hér hefur leynt og ljóst verið barist gegn frelsi í viðskiptum með áfengi, gegn auknu úrvali, lægra verði og betri þjónustu. Ölgerðin hefur líka harðneitað að afgreiða okkur um vörur. Við teljum fyrirtækið þar reyna að hamla samkeppni og koma í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Mér kemur í hug fyrirtækið Blockbuster. Líklega muna fáir eftir því, en það var á sínum tíma stærsta vídeóleiga heims sem gerði sitt besta til að bregða fæti fyrir Netflix þegar það var að byrja. Vonandi fer nú samt ekki fyrir Ölgerðinni eins og Blockbuster. Aðrir fagna aukinni samkeppni og það finnum við á viðtökum fólks. Nýja Vínbúðin getur í krafti samninga við erlenda birgja boðið allar þær vörur sem Ölgerðin og aðrir hafa hér verið með í einkasölu á mun betra verði, meðal annars Guinness Draught sem við bjóðum á 30% betra verði en Ölgerðin og fyrrum einokunarverslun ríkisins, ásamt því að við bjóðum rýmri afgreiðslutíma og fría heimsendingu. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða málin og verðlauna þau fyrirtæki sem bjóða lægra verð og betri þjónustu með því að beina viðskiptum sínum til þeirra. Þannig er best ýtt undir virka samkeppni, öllum til hagsbóta. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt kemur neytendum jafnvel og samkeppni í verslun og þjónustu. Fyrirtæki í samkeppni gera sér fremur far um að sinna þörfum fólks til að laða til sín viðskipti um leið og verðlagningu eru settar skorður. Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Þar komi fram að breytingar á áfengislöggjöfinni, svo sem í átt til aukins frjálsræðis og frekari hækkunar áfengisgjalda kunni að hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Í útboðslýsingunni er vísað í áfengislögin og áréttað að ekki megi aðrir en ÁTVR selja áfengi og tóbak í smásölu innanlands: „Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum,“ segir í útboðslýsingunni. Þetta er hárrétt metið hjá Ölgerðinni, utan að þessi þróun hefur þegar átt sér stað og er síður en svo neikvæð. Að minnsta kosti ekki fyrir neytendur, þó að Ölgerðin sjái þarna áhættuþátt fyrir rekstur sinn. Og sjálfsagt er ekki skrítið að þeir sem komið hafa sér makindalega fyrir, eða notið ríkisvarinnar einokunar óttist aukna samkeppni. Þann ótta hefur til dæmis mátt lesa úr orðum og æði forsvarsmanna ÁTVR. Hér hefur leynt og ljóst verið barist gegn frelsi í viðskiptum með áfengi, gegn auknu úrvali, lægra verði og betri þjónustu. Ölgerðin hefur líka harðneitað að afgreiða okkur um vörur. Við teljum fyrirtækið þar reyna að hamla samkeppni og koma í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Mér kemur í hug fyrirtækið Blockbuster. Líklega muna fáir eftir því, en það var á sínum tíma stærsta vídeóleiga heims sem gerði sitt besta til að bregða fæti fyrir Netflix þegar það var að byrja. Vonandi fer nú samt ekki fyrir Ölgerðinni eins og Blockbuster. Aðrir fagna aukinni samkeppni og það finnum við á viðtökum fólks. Nýja Vínbúðin getur í krafti samninga við erlenda birgja boðið allar þær vörur sem Ölgerðin og aðrir hafa hér verið með í einkasölu á mun betra verði, meðal annars Guinness Draught sem við bjóðum á 30% betra verði en Ölgerðin og fyrrum einokunarverslun ríkisins, ásamt því að við bjóðum rýmri afgreiðslutíma og fría heimsendingu. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða málin og verðlauna þau fyrirtæki sem bjóða lægra verð og betri þjónustu með því að beina viðskiptum sínum til þeirra. Þannig er best ýtt undir virka samkeppni, öllum til hagsbóta. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun