Hefur þú komið til Sómalíu ráðherra? Helen Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2022 14:00 Ég sit hér á skrifstofunni minni í Mogadishu í Sómalíu og er að lesa fréttir frá Íslandi. Það á að vísa 22 ára gamalli sómalískri stúlku úr landi. Það á að senda hana til Grikklands þar sem ljóst er að hún lendir strax á götunni. Dómsmálaráðherra segir eitthvað á þá leið að „þetta fólk“ hafi vitað af þessum brottvísunum svo þetta eigi ekki að koma á óvart. Stúlkan sem um ræðir Asli Jama og er nú þegar komin í sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum og ber því vel þess merki að hún sé að aðlagast lífinu vel á Íslandi. Mig setur hljóðan. Hvernig má það vera að land sem gefur sig út fyrir að vera brautryðjandi í vörslu kvenréttinda snúi baki við ungri konu í þessari stöðu? Útlendingastofa og ráðherra fela sig á bak við Dyflinarregluna en það þarf ekki annað en að vísa í Mannréttindasáttmála SÞ og sáttmála um flóttamenn sem skylda Íslendinga til að vernda flóttamenn, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Hluti af minni vinnu hér í Sómalíu snýr að því að skoða sérstaklega áhrif stríðsins á konur og börn og hvernig megi vernda þessa hópa betur. Fyrir þá sem ekki vita að þá býr fjórðungur landsmanna við hungursneyð, stríð geisa á milli ættbálka og hryðjuverkasamtökin Al-Shabab, íslamskir heittrúarmenn, stýra hér stórum landsvæðum. Það líður varla sá dagur í Mogadishu að við heyrum ekki sprengjur þar sem oftar en ekki saklaust fólk deyr vegna árása Al-Shabab og eða annarra. Það gefur augaleið að staða kvenna hér er vægast sagt hörmuleg. Asli Jama getur ekki þvælst um götur Grikklands. Við myndum ekki óska okkar eigin börnum slík örlög. Hún á það á hættu að vera nauðgað, vera hneppt í mannsal eða hennar bíða bara ömurlegar aðstæður í sárri fátækt. Hún getur ekki snúið aftur til Sómalíu. Ég horfi á andlit þessarar stúlku og hún lítur bara út eins og allar stelpurnar hér sem ég get ekki hjálpað. Ráðherra getur gert hið rétta og bjargað þessari ungu konu frá skelfilegum örlögum. Það er hans persónuleg og pólitísk ákvörðun hvort hann veitir henni tækifæri , eða sendir hana á vergang þar sem örlög Asli eru ekki góð. Höfundur er öryggisráðgjafi fyrir SÞ í Sómalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Helen Ólafsdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ég sit hér á skrifstofunni minni í Mogadishu í Sómalíu og er að lesa fréttir frá Íslandi. Það á að vísa 22 ára gamalli sómalískri stúlku úr landi. Það á að senda hana til Grikklands þar sem ljóst er að hún lendir strax á götunni. Dómsmálaráðherra segir eitthvað á þá leið að „þetta fólk“ hafi vitað af þessum brottvísunum svo þetta eigi ekki að koma á óvart. Stúlkan sem um ræðir Asli Jama og er nú þegar komin í sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum og ber því vel þess merki að hún sé að aðlagast lífinu vel á Íslandi. Mig setur hljóðan. Hvernig má það vera að land sem gefur sig út fyrir að vera brautryðjandi í vörslu kvenréttinda snúi baki við ungri konu í þessari stöðu? Útlendingastofa og ráðherra fela sig á bak við Dyflinarregluna en það þarf ekki annað en að vísa í Mannréttindasáttmála SÞ og sáttmála um flóttamenn sem skylda Íslendinga til að vernda flóttamenn, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Hluti af minni vinnu hér í Sómalíu snýr að því að skoða sérstaklega áhrif stríðsins á konur og börn og hvernig megi vernda þessa hópa betur. Fyrir þá sem ekki vita að þá býr fjórðungur landsmanna við hungursneyð, stríð geisa á milli ættbálka og hryðjuverkasamtökin Al-Shabab, íslamskir heittrúarmenn, stýra hér stórum landsvæðum. Það líður varla sá dagur í Mogadishu að við heyrum ekki sprengjur þar sem oftar en ekki saklaust fólk deyr vegna árása Al-Shabab og eða annarra. Það gefur augaleið að staða kvenna hér er vægast sagt hörmuleg. Asli Jama getur ekki þvælst um götur Grikklands. Við myndum ekki óska okkar eigin börnum slík örlög. Hún á það á hættu að vera nauðgað, vera hneppt í mannsal eða hennar bíða bara ömurlegar aðstæður í sárri fátækt. Hún getur ekki snúið aftur til Sómalíu. Ég horfi á andlit þessarar stúlku og hún lítur bara út eins og allar stelpurnar hér sem ég get ekki hjálpað. Ráðherra getur gert hið rétta og bjargað þessari ungu konu frá skelfilegum örlögum. Það er hans persónuleg og pólitísk ákvörðun hvort hann veitir henni tækifæri , eða sendir hana á vergang þar sem örlög Asli eru ekki góð. Höfundur er öryggisráðgjafi fyrir SÞ í Sómalíu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun