Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 09:47 Spænsk yfirvöld kanna hvort að apabóla kunni að hafa dreift sér á fjölsóttum gleðigönguviðburði á Kanaríeyjum. Myndin er frá slíkri hátíð þar fyrir nokkrum árum. Vísir/EPA Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. Fleiri en níutíu tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. David Heymann, fyrrverandi yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir helstu tilgátuna um uppruna smitanna að þau hafi borist á milli sam- og tvíkynhneigðra karlmanna með kynlífi á tveimur reifum á Spáni og Belgíu. Spænsk heilbrigðisyfirvöld segjast rannsaka möguleg tengsl við gleðigöngu á Kanaríeyjum þar sem um 80.000 manns komu saman og gufubað í Madrid, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í Bretlandi hefur það vakið athygli yfirvalda að verulegur hluti þeirra sem hafa smitast sé ungir sam- eða tvíkynhneigðir karlmenn sem hafa aldrei ferðast til Afríku. Sömu sögu hafa yfirvöld í Portúgal og á Spáni að segja. Erfitt er sagt að greina á milli hvort að sjúkdómurinn smitist við kynlífið sjálft eða hvort bólan hafi borist á milli vegna náins samneytis í kringum það. WHO telur að bólan kunni að hafa dreift sér svo lítið bæri á um nokkurn tíma í ljósi þess hversu víða hún hefur skotið upp kollinum. Heymann segir þó ólíklegt að apabólan verði að útbreiddum faraldri. „Þetta er ekki Covid. Við verðum að hægja á henni en hún dreifir sér ekki í lofti og við höfum bóluefni til að verjast henni,“ segir hann. Apabóla Heilbrigðismál Tónlist Kynlíf Tengdar fréttir Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30 Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21 Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14 Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Fleiri en níutíu tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. David Heymann, fyrrverandi yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir helstu tilgátuna um uppruna smitanna að þau hafi borist á milli sam- og tvíkynhneigðra karlmanna með kynlífi á tveimur reifum á Spáni og Belgíu. Spænsk heilbrigðisyfirvöld segjast rannsaka möguleg tengsl við gleðigöngu á Kanaríeyjum þar sem um 80.000 manns komu saman og gufubað í Madrid, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í Bretlandi hefur það vakið athygli yfirvalda að verulegur hluti þeirra sem hafa smitast sé ungir sam- eða tvíkynhneigðir karlmenn sem hafa aldrei ferðast til Afríku. Sömu sögu hafa yfirvöld í Portúgal og á Spáni að segja. Erfitt er sagt að greina á milli hvort að sjúkdómurinn smitist við kynlífið sjálft eða hvort bólan hafi borist á milli vegna náins samneytis í kringum það. WHO telur að bólan kunni að hafa dreift sér svo lítið bæri á um nokkurn tíma í ljósi þess hversu víða hún hefur skotið upp kollinum. Heymann segir þó ólíklegt að apabólan verði að útbreiddum faraldri. „Þetta er ekki Covid. Við verðum að hægja á henni en hún dreifir sér ekki í lofti og við höfum bóluefni til að verjast henni,“ segir hann.
Apabóla Heilbrigðismál Tónlist Kynlíf Tengdar fréttir Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30 Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21 Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14 Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30
Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21
Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14
Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40