Spenna fyrir kvöldinu: Þrír leikir liðanna í vetur hafa unnist með einu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 15:00 Valskonurnar Thea Imani Sturludóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Lovísa Thompson reyna að stoppa Karen Knútsdóttur í síðasta leik en Karen kom með beinum hætti að sautján mörkum Framliðsins í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Það má búast við spennandi leik í kvöld þegar Valur tekur á móti Fram í öðrum úrslitaleik liðanna í Olís deild kvenna í handbolta, bæði ef marka má fyrsta leikinn sem og fyrri leiki liðanna á tímabilinu. Framkonur eru 1-0 yfir í einvíginu eftir 28-27 sigur í Safamýrinni þar sem heimakonur voru sterkari í lokin eftir mikinn spennuleik. Karen Knútsdóttir, fyrirliði Fram, átti magnaðan leik með níu mörk og átta stoðsendingar. Leikur tvö hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.50. Í síðasta leik skiptu liðin sex sinnum um forystu í leiknum en Framliðið var einu marki yfir í hálfleik 12-11. Valur náði forystunni, 22-21, þegar þrettán mínútur voru eftir en Framkonur skoruðu þá þrjú mörk í röð og náðu frumkvæðinu sem þær héldu út leikinn. HB Statz notar tölfræðina til að mæta bæði hraða og spennustig leiksins og mælikvarðinn var í því hæsta á báðum stöðum í síðasta leik, hraðinn í 99,48 af 100 og spennustigið í 98,43 af 100. Þetta var hins vegar ekki fyrsti innbyrðis leikur liðanna sem vinnst með minnsta mun. Tveir af þremur deildarleikjum liðanna unnust einnig með einu marki. Valskonur unnu fyrsta deildarleik liðanna í Safamýrinni í nóvember, 25-24, þar sem jafnt var í hálfleik, 14-14. Framkonur skoruðu síðasta markið í leiknum. Valsliðið vann einnig fyrsta deildarleik liðanna á Hlíðarenda á tímabilinu með einu marki, líka 25-24, en sá leikur fór fram í febrúar. Þá var jafnt í hálfleik, 13-13. Thea Imani Sturludóttir skoraði sigurmark Valsliðsins. Áður en kom að leiknum í úrslitaeinvíginu þá höfðu Valskonur unnu sex marka sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum, 25-19, en Framkonur svöruðu með því að vinna síðasta deildarleik liðanna með sjö marka mun, 24-17, og tryggja sér með því deildarmeistaratitilinn. Í síðasta deildarleiknum varði Hafdís Renötudóttir 24 af 36 skotum Valskvenna eða 67 prósent skota sem á hana komu. Það á ekkert lið möguleika á móti Fram með Hafdísi í slíkum ham. Í bikarúrslitaleiknum skoraði Lovísa Thompson tíu mörk og var einnig með níu stopp í vörninni. Valsvörnin sýndi mátt sinni í þeim leik en hjá HB Statz fengu þær Lovísa og Hildigunnur Einarsdóttir báðar 10 fyrir varnarleik sinn. Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6) Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Framkonur eru 1-0 yfir í einvíginu eftir 28-27 sigur í Safamýrinni þar sem heimakonur voru sterkari í lokin eftir mikinn spennuleik. Karen Knútsdóttir, fyrirliði Fram, átti magnaðan leik með níu mörk og átta stoðsendingar. Leikur tvö hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.50. Í síðasta leik skiptu liðin sex sinnum um forystu í leiknum en Framliðið var einu marki yfir í hálfleik 12-11. Valur náði forystunni, 22-21, þegar þrettán mínútur voru eftir en Framkonur skoruðu þá þrjú mörk í röð og náðu frumkvæðinu sem þær héldu út leikinn. HB Statz notar tölfræðina til að mæta bæði hraða og spennustig leiksins og mælikvarðinn var í því hæsta á báðum stöðum í síðasta leik, hraðinn í 99,48 af 100 og spennustigið í 98,43 af 100. Þetta var hins vegar ekki fyrsti innbyrðis leikur liðanna sem vinnst með minnsta mun. Tveir af þremur deildarleikjum liðanna unnust einnig með einu marki. Valskonur unnu fyrsta deildarleik liðanna í Safamýrinni í nóvember, 25-24, þar sem jafnt var í hálfleik, 14-14. Framkonur skoruðu síðasta markið í leiknum. Valsliðið vann einnig fyrsta deildarleik liðanna á Hlíðarenda á tímabilinu með einu marki, líka 25-24, en sá leikur fór fram í febrúar. Þá var jafnt í hálfleik, 13-13. Thea Imani Sturludóttir skoraði sigurmark Valsliðsins. Áður en kom að leiknum í úrslitaeinvíginu þá höfðu Valskonur unnu sex marka sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum, 25-19, en Framkonur svöruðu með því að vinna síðasta deildarleik liðanna með sjö marka mun, 24-17, og tryggja sér með því deildarmeistaratitilinn. Í síðasta deildarleiknum varði Hafdís Renötudóttir 24 af 36 skotum Valskvenna eða 67 prósent skota sem á hana komu. Það á ekkert lið möguleika á móti Fram með Hafdísi í slíkum ham. Í bikarúrslitaleiknum skoraði Lovísa Thompson tíu mörk og var einnig með níu stopp í vörninni. Valsvörnin sýndi mátt sinni í þeim leik en hjá HB Statz fengu þær Lovísa og Hildigunnur Einarsdóttir báðar 10 fyrir varnarleik sinn. Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6)
Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6)
Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira