Hópsýkingar apabólu geti komið upp hér á landi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2022 18:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til víðtækra aðgerða vegna útbreiðslu apabólu um heiminn. Hópsýkingar kunni að koma upp hér á landi, en engin lækning er til við sjúkdóminum. „Það geta komið svona litlar hópsýkingar, alveg klárlega. Þess vegna þurfum við að vera á varðbergi svo við förum ekki að fá einhverja útbreidda sýkingu, en ég tel það nú ólíklegt. Ég tel ekki ástæðu til að grípa til einhverra víðtækra ráðstafana, allavega ekki eins og staðan er núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hátt í hundrað tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa að undanförnu, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. Fyrst flensulík einkenni, svo bólur Þórólfur segir að nú sé verið að vinna að því að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir að apabólutilfelli komi upp hér á landi. „Það er verið að skoða það. Fyrstu einkennin eru svona flensulík einkenni og svo nokkrum dögum síðar byrja þessi einkennandi útbrot sem geta staðið í allt að tvær vikur. Það sem við erum að gera núna, við erum aðallega að benda á þetta smit. Áhættuna og hvernig smitið verður við náin kynni og náið samneyti. Og við erum að vekja alla til vitundar, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn svo við getum greint þetta eins snemma og mögulegt er og sett þá viðkomandi í einangrun. Það er því miður ekki til nein góð meðferð við apabólu eins og er,“ segir Þórólfur. Þó engin lækning sé til sé verið að skoða nokkur veirulyf sem kunni að koma apabólusjúklingum að gagni. Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni segja að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Þórólfur segir þó að hver sem er, af hvaða kyni sem er geti smitast. Samkynhneigðir séu ekki í sérstökum áhættuhópi. „Það eru bara þeir sem eru í nánu samneyti og þeir sem hafa verið að greinast í Evrópu hafa aðallega verið samkynhneigðir karlar og karlar sem hafa kynmök með öðrum körlum, og það er bara út af þessari nánd. Það getur hver sem er af hvaða kyni sem er smitast. Þetta er líka fólk sem hefur stundað svolítið fjölbreytt kynlíf, það er það sem við erum að vara við.“ Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Sjá meira
„Það geta komið svona litlar hópsýkingar, alveg klárlega. Þess vegna þurfum við að vera á varðbergi svo við förum ekki að fá einhverja útbreidda sýkingu, en ég tel það nú ólíklegt. Ég tel ekki ástæðu til að grípa til einhverra víðtækra ráðstafana, allavega ekki eins og staðan er núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hátt í hundrað tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa að undanförnu, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. Fyrst flensulík einkenni, svo bólur Þórólfur segir að nú sé verið að vinna að því að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir að apabólutilfelli komi upp hér á landi. „Það er verið að skoða það. Fyrstu einkennin eru svona flensulík einkenni og svo nokkrum dögum síðar byrja þessi einkennandi útbrot sem geta staðið í allt að tvær vikur. Það sem við erum að gera núna, við erum aðallega að benda á þetta smit. Áhættuna og hvernig smitið verður við náin kynni og náið samneyti. Og við erum að vekja alla til vitundar, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn svo við getum greint þetta eins snemma og mögulegt er og sett þá viðkomandi í einangrun. Það er því miður ekki til nein góð meðferð við apabólu eins og er,“ segir Þórólfur. Þó engin lækning sé til sé verið að skoða nokkur veirulyf sem kunni að koma apabólusjúklingum að gagni. Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni segja að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Þórólfur segir þó að hver sem er, af hvaða kyni sem er geti smitast. Samkynhneigðir séu ekki í sérstökum áhættuhópi. „Það eru bara þeir sem eru í nánu samneyti og þeir sem hafa verið að greinast í Evrópu hafa aðallega verið samkynhneigðir karlar og karlar sem hafa kynmök með öðrum körlum, og það er bara út af þessari nánd. Það getur hver sem er af hvaða kyni sem er smitast. Þetta er líka fólk sem hefur stundað svolítið fjölbreytt kynlíf, það er það sem við erum að vara við.“
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Sjá meira