Ancelotti ekki reiður út í Kylian Mbappe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 16:31 Kylian Mbappe skellihlær hér á blaðamannafundi Paris Saint-Germain á Paris des Princes leikvanginum í París. AP/Michel Spingler Carlo Ancelotti er ekki í hópi þeirra sem úthúða ákvörðun franska knattspyrnumannsins Kylian Mbappe um að hafna samningi við Real Madrid og semja frekar aftur við Paris Saint-Germain. Forseti Real Madrid var meðal þeirra sem hafa tjá sig um að Mbappe hafi svikið spænska félagið og að hann muni aldrei spila með Real Madrid á sínum ferli en það hefur verið draumur Mbappe. Football: Ancelotti respects Mbappe's decision, says Real Madrid focused on final https://t.co/vbMA3mPi1v— ST Sports Desk (@STsportsdesk) May 24, 2022 Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Liverpool hefur fallið aðeins í skuggann á fréttum um nýjan samning Mbappe ekki síst þar sem flestir héldu að hann væri að fara semja við Real liðið. Mbappe skrifaði undir þriggja ára samning við PSG en reyndi að selja það á blaðamannafundi sínum að hann væri að elta spennandi verkefni en ekki peningana. „Miðað við allt sem við þurfum að hugsa um þá hugsum við aldrei um leikmenn í öðru liðum,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi. Hann er ekki reiður út í Mbappe. „Við berum virðingu fyrir öllum, virðum þær ákvarðanir sem þeir taka og við berum virðingu fyrir öðrum félögum. Við verðum engu að síður að vinna okkar vinnu og það er á hreinu hvað við þurfum að hugsa um núna og það er að undirbúa okkur vel fyrir úrslitaleikinn,“ sagði Ancelotti. "We haven't talked about players who don't form part of this club."Carlo Ancelotti comments on the Mbappe transfers, claiming he is now focused on the final pic.twitter.com/sEI0Vs9TkD— Football Daily (@footballdaily) May 24, 2022 Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro var með Ancelotti á blaðamannafundinum og tók undir orð hans. „Allir taka sína eigin ákvarðanir. Allir gera það sem þeir vilja með sitt líf,“ sagði Casemiro. „Ef Mbappé vill vera áfram í París þá verðum við að virða það. Við vitum að Madrid er besta félag í heimi og besti staður til að búa á em við verðum samt að virða hans ákvörðun, ákvörðun fjölskyldu hans og félagið PSG. Við óskum honum alls hins besta og við skulum vona að hann sé ánægður þar sem hann er,“ sagði Casemiro. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjá meira
Forseti Real Madrid var meðal þeirra sem hafa tjá sig um að Mbappe hafi svikið spænska félagið og að hann muni aldrei spila með Real Madrid á sínum ferli en það hefur verið draumur Mbappe. Football: Ancelotti respects Mbappe's decision, says Real Madrid focused on final https://t.co/vbMA3mPi1v— ST Sports Desk (@STsportsdesk) May 24, 2022 Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Liverpool hefur fallið aðeins í skuggann á fréttum um nýjan samning Mbappe ekki síst þar sem flestir héldu að hann væri að fara semja við Real liðið. Mbappe skrifaði undir þriggja ára samning við PSG en reyndi að selja það á blaðamannafundi sínum að hann væri að elta spennandi verkefni en ekki peningana. „Miðað við allt sem við þurfum að hugsa um þá hugsum við aldrei um leikmenn í öðru liðum,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi. Hann er ekki reiður út í Mbappe. „Við berum virðingu fyrir öllum, virðum þær ákvarðanir sem þeir taka og við berum virðingu fyrir öðrum félögum. Við verðum engu að síður að vinna okkar vinnu og það er á hreinu hvað við þurfum að hugsa um núna og það er að undirbúa okkur vel fyrir úrslitaleikinn,“ sagði Ancelotti. "We haven't talked about players who don't form part of this club."Carlo Ancelotti comments on the Mbappe transfers, claiming he is now focused on the final pic.twitter.com/sEI0Vs9TkD— Football Daily (@footballdaily) May 24, 2022 Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro var með Ancelotti á blaðamannafundinum og tók undir orð hans. „Allir taka sína eigin ákvarðanir. Allir gera það sem þeir vilja með sitt líf,“ sagði Casemiro. „Ef Mbappé vill vera áfram í París þá verðum við að virða það. Við vitum að Madrid er besta félag í heimi og besti staður til að búa á em við verðum samt að virða hans ákvörðun, ákvörðun fjölskyldu hans og félagið PSG. Við óskum honum alls hins besta og við skulum vona að hann sé ánægður þar sem hann er,“ sagði Casemiro.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjá meira