Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 14:31 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni. Vísir/Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn boðuðu í dag til blaðamannafundar í Grósku til þess að tilkynna að þeir ætluðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður í borginni. Tíu dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningur og þetta fyrstu formlegu viðræðurnar sem farið er í í borginni. „Það er samhljómur með þessum flokkum og við sjáum það í kosningabaráttunni að það var samhljómur í samgöngumálum, skipulagsmálum, velferðarmálum. Við höfum sagt að það þarf að byggja meira, það þarf að byggja hraðar og fölbreyttar, í öðrum hverfum og gera ný hverfi,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. „Við förum með það inn í þessar viðræður og ákall um breytingar víða. Ég heyri ekki annað en að þessir flokkar séu tilbúnir í það samstarf og samtal, annars væru þeir ekki hér í dag. Það er pólitísk ábyrgð okkar allra að mynda meirihluta“ segir Einar. Aðrir flokkar hafi ekki fundið flöt á samstarfi Hann segir ekki hægt að mynda meirihluta til hægri með Sjálfstæðisflokki. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt mjög ítrekað að fá Viðreisn og VG til samtals og það hefur ekki lukkast hjá þeim. Þá er ekki eftir neinu að bíða heldur en að hefja þetta samtal og sjá hvert það leiðir.“ Hann segist ekki endilega hafa viljað fara í meirihlutaviðræður við aðra flokka en Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, sem mynduðu bandalag að loknum kosningum um að haldast í hendur í viðræðum fyrst um sinn. „Ekkert endilega en það er samt sem áður mjög skýr krafa um breytingar og það hefði ekki verið óeðlilegt að þróa samtal með Sjálfstæðisflokki og öðrum flokkum, Flokki fólksins eða jafnvel Sósíalistum,“ segir Einar. „Ákallið um breytingar kallaði á það að þessir flokkar sem stjórnuðu borginni fyrir kosningar að aðrir flokkar myndu reyna að sjá hvort væri flötur á samstarfi. Það er hreinlega ekki valkostur í dag.“ „Það er nýr meirihluti því hinn meirihlutinn féll“ Einar kallaði í kosningabaráttunni eftir breytingum í borginni, sem flokkarnir sem hann ræðir nú meirihlutasamstarf við töljuðu ekkert sérstaklega fyrir, hafandi verið í meirihluta á liðnu kjörtímabili. Einar segist ekki vera að svíkja kjósendur með því að ganga Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn á hönd. „Það er nýtt upphaf. Það er nýr meirihluti, því hinn meirihlutinn féll. Þeir flokkar sme töluðu svona hafa ekki umboð til þess að halda áfram. Meirihlutinn féll og þá þarf að semja upp á nýtt. Ég legg bara áherslu á það og ég heyri það á þessum flokkum að þeir eru tilbúnir í breytingar og það er gott veganesti í þessar viðræður,“ segir Einar. Flokksmenn Framsóknar hafa kallað eftir því að Einar geri kröfu um borgarstjórastólinn í viðræðunum en hvorki hann né Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa gert það opinberlega. „Ég hef lýst því ítrekað yfir að mér finnst ekki skynsamlegt þegar menn eru að byrja að semja og eiga samtal um framtíð borgarinnar næstu fjögur ár að hefja það á einhverri kröfu og setja mönnum afarkosti,“ segir Einar. „Þau hér við borðið heyra þessa kröfu grasrótarinnar og gætu eflaust haldið fund sjálf og fengið sína flokksmenn til að segja það nákvæmlega sama. Við verðum að vera einbeitt í því að ná árangri og það er það sem skiptir máli.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22 Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn boðuðu í dag til blaðamannafundar í Grósku til þess að tilkynna að þeir ætluðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður í borginni. Tíu dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningur og þetta fyrstu formlegu viðræðurnar sem farið er í í borginni. „Það er samhljómur með þessum flokkum og við sjáum það í kosningabaráttunni að það var samhljómur í samgöngumálum, skipulagsmálum, velferðarmálum. Við höfum sagt að það þarf að byggja meira, það þarf að byggja hraðar og fölbreyttar, í öðrum hverfum og gera ný hverfi,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. „Við förum með það inn í þessar viðræður og ákall um breytingar víða. Ég heyri ekki annað en að þessir flokkar séu tilbúnir í það samstarf og samtal, annars væru þeir ekki hér í dag. Það er pólitísk ábyrgð okkar allra að mynda meirihluta“ segir Einar. Aðrir flokkar hafi ekki fundið flöt á samstarfi Hann segir ekki hægt að mynda meirihluta til hægri með Sjálfstæðisflokki. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt mjög ítrekað að fá Viðreisn og VG til samtals og það hefur ekki lukkast hjá þeim. Þá er ekki eftir neinu að bíða heldur en að hefja þetta samtal og sjá hvert það leiðir.“ Hann segist ekki endilega hafa viljað fara í meirihlutaviðræður við aðra flokka en Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, sem mynduðu bandalag að loknum kosningum um að haldast í hendur í viðræðum fyrst um sinn. „Ekkert endilega en það er samt sem áður mjög skýr krafa um breytingar og það hefði ekki verið óeðlilegt að þróa samtal með Sjálfstæðisflokki og öðrum flokkum, Flokki fólksins eða jafnvel Sósíalistum,“ segir Einar. „Ákallið um breytingar kallaði á það að þessir flokkar sem stjórnuðu borginni fyrir kosningar að aðrir flokkar myndu reyna að sjá hvort væri flötur á samstarfi. Það er hreinlega ekki valkostur í dag.“ „Það er nýr meirihluti því hinn meirihlutinn féll“ Einar kallaði í kosningabaráttunni eftir breytingum í borginni, sem flokkarnir sem hann ræðir nú meirihlutasamstarf við töljuðu ekkert sérstaklega fyrir, hafandi verið í meirihluta á liðnu kjörtímabili. Einar segist ekki vera að svíkja kjósendur með því að ganga Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn á hönd. „Það er nýtt upphaf. Það er nýr meirihluti, því hinn meirihlutinn féll. Þeir flokkar sme töluðu svona hafa ekki umboð til þess að halda áfram. Meirihlutinn féll og þá þarf að semja upp á nýtt. Ég legg bara áherslu á það og ég heyri það á þessum flokkum að þeir eru tilbúnir í breytingar og það er gott veganesti í þessar viðræður,“ segir Einar. Flokksmenn Framsóknar hafa kallað eftir því að Einar geri kröfu um borgarstjórastólinn í viðræðunum en hvorki hann né Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa gert það opinberlega. „Ég hef lýst því ítrekað yfir að mér finnst ekki skynsamlegt þegar menn eru að byrja að semja og eiga samtal um framtíð borgarinnar næstu fjögur ár að hefja það á einhverri kröfu og setja mönnum afarkosti,“ segir Einar. „Þau hér við borðið heyra þessa kröfu grasrótarinnar og gætu eflaust haldið fund sjálf og fengið sína flokksmenn til að segja það nákvæmlega sama. Við verðum að vera einbeitt í því að ná árangri og það er það sem skiptir máli.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22 Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50
Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22
Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels