Hannes og Steinunn heiðursdoktorar við Háskóla Íslands Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2022 15:17 Gauti Kristmannsson prófessor, Steinunn Sigurðardóttir og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. HÍ/Kristinn Ingvarsson Skáldin Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir voru sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hátíðasal skólans í gær. Í tilkynningu frá skólanum segir að við athöfnina hafi prófessorarnir Torfi H. Tulinius og Sveinn Yngvi Egilsson fjallað um höfundana og háskólanemarnir Melkorka Briansdóttir og Sölvi Halldórsson lesið úr verkum þeirra. Steinunn flutti erindi af þessu tilefni þar sem hún fjallaði um starf skáldsins og orð sem heilla. „Enn verð ég ofandottin ef ég rekst á nýtt dásemdarorð, nýja samsetningu, og mig klæjar í lófa að fara um það höndum á minn hátt eða smíða eitthvað alveg nýtt og sérstakt út frá orðinu. Þá getur verið mikil víma í því að rekast á gamlan og gleymdan uppáhaldskunningja. Hér eru upp á grín nokkur dásemdarorð sem ég hef nýlega smalað: Augnagull - Næturlok - Ljóstími.“ Steinunn sagði orðin vera úrslitaatriði í veruleikanum ekki síður en skáldskap og því hvatti hún til „grandgæfilegrar orðskoðunar,“ ekki síst hjá fjölmiðlum. Þá fjallaði hún sérstaklega um lygina og sagði hana standa í vegi fyrir velferð og framförum: „Ein merkilegasta bók sem ég hef lesið er ritgerðasafn Josef Brodskys, á ensku Less than One. Hún fjallar um uppvöxt hans í Sovét. Fyrsta ritgerðin í safninu heitir þetta, Less than One. Lokasetningin situr alltaf í mér: „Litli drengurinn sest, opnar skólatöskuna, setur penna og stílabók á borðið, lítur upp og býr sig undir að hlusta á þvælu!“ Í okkar heimshluta hafa eyrun sviðnað undan óvenju svæsinni og tíðri lygaþvælu á undanförnum árum, sérstaklega með tilkomu hins ónefnanlega næstsíðasta Bandaríkjaforseta. Þá er blöskrunarlegt að sitja nú undir hryllingsþvaðrinu sem pumpast út úr Kreml varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Og enn eitt sem verður að kalla sínu rétta nafni, innrás - ekki átök, ekki stríð, heldur innrás. En hvoru tveggja lygarnar úr austri og vestri eru móðgun við hugsun þeirra sem eru sæmilega upplýstir - og stórskaðlegar þeim sem ekki vita betur - þar með okkur öllum,“ sagði Steinunn. Úr Hátíðarsal Háskóla Íslands í gær.HÍ/Kristinn Ingvarsson Tók við viðurkenningu Hannesar að honum fjarstöddum Ingibjörg Fía Hauksdóttir, sonardóttir Hannesar, tók við viðurkenningunni að honum fjarstöddum. Torfi H. Tulinius og Sveinn Yngvi Egilsson, prófessorar við Íslensku- og menningardeild, fluttu rökstuðning deildarinnar fyrir heiðursdoktorsnafnbótum þeirra Hannesar og Steinunnar og sögðu þau meðal merkustu samtímahöfunda þjóðarinnar. „Hannes er bæði ljóðskáld og fræðimaður. Hann kvaddi sér hljóðs með Kvæðabók árið 1955 og meðal annarra ljóðabóka á löngum og farsælum ferli Hannesar eru Stund og staðir (1962), Innlönd (1968), Heimkynni við sjó (1980), 36 ljóð (1983), Eldhylur (1993), Fyrir kvölddyrum (2006) og Haustaugu (2018). Náttúra og saga skipa mikilvægan sess í skáldskap Hannesar og honum hefur auðnast að samþætta hefð og nýjungar á skapandi hátt. Hannes lagði stund á germönsk fræði við háskólana í Köln og Heidelberg í Þýskalandi á árunum 1952–1954. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1959 og hefur getið sér gott orð sem fræðimaður á því sviði. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við ljóðskáld 19. aldar. Ljóð Hannesar hafa verið þýdd á ýmis mál og hann hefur sjálfur snúið erlendum ljóðum og lausamáli á íslensku. Steinunn er ljóðskáld og höfundur skáldsagna og leikverka og teljast mörg verk hennar til lykilbóka í íslenskum samtímaskáldskap, m.a. Tímaþjófurinn (1986), Ástin fiskanna (1993) og Sólskinshestur (2005). Hún er jafnframt eitt af þekktustu ljóðskáldum samtímans en meðal ljóðabóka hennar má nefna Kartöfluprinsessuna (1987), Hugástir (1999) og Dimmumót (2019) en í síðastnefndu bókinni fjallar Steinunn um veruleika loftslagsbreytinga. Steinunn fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995 fyrir skáldsöguna Hjartastað, Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna árið 2016 fyrir Heiðu – fjalldalabóndann, og ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2017. Auk þess hlaut hún Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2014 fyrir störf sín í þágu íslensks máls en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Fegurð íslenskrar náttúru er yfir og allt um kring í ljóðheimi Steinunnar og því fer afar vel á því að hún hljóti verðlaun kennd við Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðing.“ Steinunn hefur jafnframt kennt ritlist við Háskólann í Strassborg og Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Háskólar Ljóðlist Skóla - og menntamál Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Í tilkynningu frá skólanum segir að við athöfnina hafi prófessorarnir Torfi H. Tulinius og Sveinn Yngvi Egilsson fjallað um höfundana og háskólanemarnir Melkorka Briansdóttir og Sölvi Halldórsson lesið úr verkum þeirra. Steinunn flutti erindi af þessu tilefni þar sem hún fjallaði um starf skáldsins og orð sem heilla. „Enn verð ég ofandottin ef ég rekst á nýtt dásemdarorð, nýja samsetningu, og mig klæjar í lófa að fara um það höndum á minn hátt eða smíða eitthvað alveg nýtt og sérstakt út frá orðinu. Þá getur verið mikil víma í því að rekast á gamlan og gleymdan uppáhaldskunningja. Hér eru upp á grín nokkur dásemdarorð sem ég hef nýlega smalað: Augnagull - Næturlok - Ljóstími.“ Steinunn sagði orðin vera úrslitaatriði í veruleikanum ekki síður en skáldskap og því hvatti hún til „grandgæfilegrar orðskoðunar,“ ekki síst hjá fjölmiðlum. Þá fjallaði hún sérstaklega um lygina og sagði hana standa í vegi fyrir velferð og framförum: „Ein merkilegasta bók sem ég hef lesið er ritgerðasafn Josef Brodskys, á ensku Less than One. Hún fjallar um uppvöxt hans í Sovét. Fyrsta ritgerðin í safninu heitir þetta, Less than One. Lokasetningin situr alltaf í mér: „Litli drengurinn sest, opnar skólatöskuna, setur penna og stílabók á borðið, lítur upp og býr sig undir að hlusta á þvælu!“ Í okkar heimshluta hafa eyrun sviðnað undan óvenju svæsinni og tíðri lygaþvælu á undanförnum árum, sérstaklega með tilkomu hins ónefnanlega næstsíðasta Bandaríkjaforseta. Þá er blöskrunarlegt að sitja nú undir hryllingsþvaðrinu sem pumpast út úr Kreml varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Og enn eitt sem verður að kalla sínu rétta nafni, innrás - ekki átök, ekki stríð, heldur innrás. En hvoru tveggja lygarnar úr austri og vestri eru móðgun við hugsun þeirra sem eru sæmilega upplýstir - og stórskaðlegar þeim sem ekki vita betur - þar með okkur öllum,“ sagði Steinunn. Úr Hátíðarsal Háskóla Íslands í gær.HÍ/Kristinn Ingvarsson Tók við viðurkenningu Hannesar að honum fjarstöddum Ingibjörg Fía Hauksdóttir, sonardóttir Hannesar, tók við viðurkenningunni að honum fjarstöddum. Torfi H. Tulinius og Sveinn Yngvi Egilsson, prófessorar við Íslensku- og menningardeild, fluttu rökstuðning deildarinnar fyrir heiðursdoktorsnafnbótum þeirra Hannesar og Steinunnar og sögðu þau meðal merkustu samtímahöfunda þjóðarinnar. „Hannes er bæði ljóðskáld og fræðimaður. Hann kvaddi sér hljóðs með Kvæðabók árið 1955 og meðal annarra ljóðabóka á löngum og farsælum ferli Hannesar eru Stund og staðir (1962), Innlönd (1968), Heimkynni við sjó (1980), 36 ljóð (1983), Eldhylur (1993), Fyrir kvölddyrum (2006) og Haustaugu (2018). Náttúra og saga skipa mikilvægan sess í skáldskap Hannesar og honum hefur auðnast að samþætta hefð og nýjungar á skapandi hátt. Hannes lagði stund á germönsk fræði við háskólana í Köln og Heidelberg í Þýskalandi á árunum 1952–1954. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1959 og hefur getið sér gott orð sem fræðimaður á því sviði. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við ljóðskáld 19. aldar. Ljóð Hannesar hafa verið þýdd á ýmis mál og hann hefur sjálfur snúið erlendum ljóðum og lausamáli á íslensku. Steinunn er ljóðskáld og höfundur skáldsagna og leikverka og teljast mörg verk hennar til lykilbóka í íslenskum samtímaskáldskap, m.a. Tímaþjófurinn (1986), Ástin fiskanna (1993) og Sólskinshestur (2005). Hún er jafnframt eitt af þekktustu ljóðskáldum samtímans en meðal ljóðabóka hennar má nefna Kartöfluprinsessuna (1987), Hugástir (1999) og Dimmumót (2019) en í síðastnefndu bókinni fjallar Steinunn um veruleika loftslagsbreytinga. Steinunn fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995 fyrir skáldsöguna Hjartastað, Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna árið 2016 fyrir Heiðu – fjalldalabóndann, og ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2017. Auk þess hlaut hún Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2014 fyrir störf sín í þágu íslensks máls en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Fegurð íslenskrar náttúru er yfir og allt um kring í ljóðheimi Steinunnar og því fer afar vel á því að hún hljóti verðlaun kennd við Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðing.“ Steinunn hefur jafnframt kennt ritlist við Háskólann í Strassborg og Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Háskólar Ljóðlist Skóla - og menntamál Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira