Ertu í góðu sambandi? Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 25. maí 2022 09:31 Hvernig er sambandið þitt? Ertu í góðu og tryggu sambandi? Þá er ég ekki að tala um hjúskaparstöðu - heldur fjarskiptasamband. Það er nefnilega svo að það hefur ekki verið sjálfsagt á Íslandi að vera í sambandi við umheiminn. En það er mikilvægt að tryggja að fólk búi við fjarskiptaöryggi og því hef ég hvatt lengi til þess að styrkja fjarskipti í dreifbýli. Það var því sérstaklega ánægjulegt að heyra af kynningu Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna Nova, Vodafone og Símans sem hafa tekið höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Þetta skapar aukið öryggi þar sem víðar verður hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Brýndi ég fyrir nýjum ráðherra fjarskiptamála, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, í vetur að hún myndi láta fjarskiptamál í dreifbýli sig sérstaklega varða. Áður hafði verkefnið verið undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi samgönguráðherra og formanns Framsóknar og mikil vinna lögð í landsátakið „Ísland ljóstengt“. Við í Framsókn höfum mikið talað um mikilvægi uppbyggingu opinberra aðila á fjarskiptaaðstöðu á undanförnum árum. Ríkið hefur styrkt með beinum hætti tengingu um 6.000 lögheimila og annarra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að tengingu þúsunda sumarhúsa og annarra bygginga. Þetta landsátak hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fólk verður að geta búið við tryggt fjarskiptasamband heima hjá sér og hef ég ýtt á eftir þessum málum. Með það að leiðarljósi lagði ég fram tvær fyrirspurnir á Alþingi vegna stöðu fjarskipta í dreifbýli. Svör framkvæmdavaldsins sýndu svo að enn væri mikið verk óunnið. Til þess að gera fólki kleift að lesa úr tölunum sem fram komu í svörunum við fyrirspurn minni hef ég sett þær upp á sérstakri síðu. Jafnframt talaði ég fyrir því hvað símasamband er mikilvægt öryggisatriði og mikilvægt í daglegu lífi nú þegar ljósleiðari hefur verið lagður í dreifbýli um allt land. Í mörgum sveitarfélögum er staðan sú að á mörgum heimilum í dreifbýlinu er lítið eða ekkert símasamband. Það þýðir að ekki er möguleiki á að ná í foreldra eða forráðamenn ef eitthvað kemur upp á hjá börnunum í skólanum. Það þýðir að ekki er möguleiki fyrir íbúa að hringja á aðstoð ef eitthvað kemur upp á. Verðandi foreldrar verða því að fara að heiman mörgum dögum fyrir fæðingu vegna þess að þau geta ekki treyst á að ná sambandi við viðbragðsaðila. Eins eiga íbúar ekki möguleika á því að nota rafræn skilríki heima hjá sér því innskráningarbeiðnin er löngu útrunnin þegar hún loksins kemur í símann. Íbúar sem búa á þessum svæðum hafa fengið þau skilaboð að fjarskiptafyrirtækjum þyki það of kostnaðarsamt að bæta farsímasamband á fámennum svæðum. En Neyðarlínan hefur nú tryggt í samstarfi við farsímafélögin, sem setja upp sendibúnað á staðnum með opinberum fjárstyrk, að farsímar viðskiptavina farsímafélaganna hafi jafnan aðgang að sendinum. Þetta fyrirkomulag tryggir að símasamband næst jafn greiðlega hjá viðskiptavinum allra farsímafélaganna. Neyðarlínan mun ákveða hvar þörf er á uppsetningu sendis og í framhaldi af því er farsímafélag valið til að annast verkefnið. Tilgangurinn og markmiðið er enda að stuðla að því að koma á farsímaþjónustu þannig að sem víðast er hægt að hringja í 112 til þess að kalla eftir hjálp. Þetta er mikilvægt og tímabært að viðeigandi aðilar taki höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Það tryggir aukið öryggi að víðar verði hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Hér er jafnframt tryggður grundvöllur þess að byggja enn frekar á óstaðbundnum störfum. Það er bjargföst trú mín að öflugir fjarskiptainnviðir séu forsenda búsetu og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Byggðamál Alþingi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hvernig er sambandið þitt? Ertu í góðu og tryggu sambandi? Þá er ég ekki að tala um hjúskaparstöðu - heldur fjarskiptasamband. Það er nefnilega svo að það hefur ekki verið sjálfsagt á Íslandi að vera í sambandi við umheiminn. En það er mikilvægt að tryggja að fólk búi við fjarskiptaöryggi og því hef ég hvatt lengi til þess að styrkja fjarskipti í dreifbýli. Það var því sérstaklega ánægjulegt að heyra af kynningu Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna Nova, Vodafone og Símans sem hafa tekið höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Þetta skapar aukið öryggi þar sem víðar verður hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Brýndi ég fyrir nýjum ráðherra fjarskiptamála, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, í vetur að hún myndi láta fjarskiptamál í dreifbýli sig sérstaklega varða. Áður hafði verkefnið verið undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi samgönguráðherra og formanns Framsóknar og mikil vinna lögð í landsátakið „Ísland ljóstengt“. Við í Framsókn höfum mikið talað um mikilvægi uppbyggingu opinberra aðila á fjarskiptaaðstöðu á undanförnum árum. Ríkið hefur styrkt með beinum hætti tengingu um 6.000 lögheimila og annarra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að tengingu þúsunda sumarhúsa og annarra bygginga. Þetta landsátak hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fólk verður að geta búið við tryggt fjarskiptasamband heima hjá sér og hef ég ýtt á eftir þessum málum. Með það að leiðarljósi lagði ég fram tvær fyrirspurnir á Alþingi vegna stöðu fjarskipta í dreifbýli. Svör framkvæmdavaldsins sýndu svo að enn væri mikið verk óunnið. Til þess að gera fólki kleift að lesa úr tölunum sem fram komu í svörunum við fyrirspurn minni hef ég sett þær upp á sérstakri síðu. Jafnframt talaði ég fyrir því hvað símasamband er mikilvægt öryggisatriði og mikilvægt í daglegu lífi nú þegar ljósleiðari hefur verið lagður í dreifbýli um allt land. Í mörgum sveitarfélögum er staðan sú að á mörgum heimilum í dreifbýlinu er lítið eða ekkert símasamband. Það þýðir að ekki er möguleiki á að ná í foreldra eða forráðamenn ef eitthvað kemur upp á hjá börnunum í skólanum. Það þýðir að ekki er möguleiki fyrir íbúa að hringja á aðstoð ef eitthvað kemur upp á. Verðandi foreldrar verða því að fara að heiman mörgum dögum fyrir fæðingu vegna þess að þau geta ekki treyst á að ná sambandi við viðbragðsaðila. Eins eiga íbúar ekki möguleika á því að nota rafræn skilríki heima hjá sér því innskráningarbeiðnin er löngu útrunnin þegar hún loksins kemur í símann. Íbúar sem búa á þessum svæðum hafa fengið þau skilaboð að fjarskiptafyrirtækjum þyki það of kostnaðarsamt að bæta farsímasamband á fámennum svæðum. En Neyðarlínan hefur nú tryggt í samstarfi við farsímafélögin, sem setja upp sendibúnað á staðnum með opinberum fjárstyrk, að farsímar viðskiptavina farsímafélaganna hafi jafnan aðgang að sendinum. Þetta fyrirkomulag tryggir að símasamband næst jafn greiðlega hjá viðskiptavinum allra farsímafélaganna. Neyðarlínan mun ákveða hvar þörf er á uppsetningu sendis og í framhaldi af því er farsímafélag valið til að annast verkefnið. Tilgangurinn og markmiðið er enda að stuðla að því að koma á farsímaþjónustu þannig að sem víðast er hægt að hringja í 112 til þess að kalla eftir hjálp. Þetta er mikilvægt og tímabært að viðeigandi aðilar taki höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Það tryggir aukið öryggi að víðar verði hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Hér er jafnframt tryggður grundvöllur þess að byggja enn frekar á óstaðbundnum störfum. Það er bjargföst trú mín að öflugir fjarskiptainnviðir séu forsenda búsetu og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun