Kerr barði í borð og hélt þrumuræðu um skotárásina í Dallas: „Nú er nóg komið!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2022 09:15 Steve Kerr var heitt í hamsi þegar hann ræddi um skotárásina í Dallas og byssueign í Bandaríkjunum. ap/Scott Strazzante Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hafði engan áhuga á að tala um körfubolta fyrir leikinn gegn Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Hann hélt þess í stað mikla eldræðu um skotárásina í Uvalde í Texas. Minnst nítján börn og tveir fullorðnir létust í skotárás átján ára manns í grunnskóla í Uvalde í Texas í gær. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, var skotinn til bana af lögreglu. Kerr var greinilega sleginn og á blaðamannafundi fyrir leikinn í Dallas í nótt hélt hann sannkallaða þrumuræðu um skotárásir í Bandaríkjunum og byssueign þar í landi. „Hvenær ætlum við að gera eitthvað?“ sagði Kerr og barði í borðið. „Ég er þreyttur. Ég er svo þreyttur koma hingað og votta fjölskyldum og aðstandendum í sárum samúð. Ég er svo þreyttur á þögninni. Nú er nóg komið!“ Kerr þekkir harmleik sem þennan af eigin raun en faðir hans var myrtur í hryðjuverkaárás í Beirút í Líbanon 1984. Hann hefur lengi barist fyrir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Það eru fimmtíu öldungardeildarþingmenn sem neita að kjósa um löggjöf þar sem bakgrunnur fólks sem vill kaupa byssur er kannaður. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en hefur síðan bara legið þar í tvö ár. Það er ástæða fyrir að þeir vilja ekki kjósa um það; til að halda í völdin. Ég spyr þig Mitch McConnell [leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings] og alla öldungardeildarþingmennina sem neita að gera neitt vegna ofbeldisins og skotárásanna, ætlið þið að setja valdaþrá ykkar ofar lífum barnanna okkar og eldri borgara? Því það lítur þannig út,“ sagði Kerr. Warriors coach Steve Kerr spoke about the mass shooting at a school in Uvalde, Texas.(via @warriors)pic.twitter.com/gA02m5FJsO— ESPN (@espn) May 24, 2022 „Ég er búinn að fá nóg. Við getum ekki verið dofin yfir þessu. Við getum ekki setið hérna, lesið um þetta, haft einnar mínútu þögn og síðan haldið bara áfram að spila körfubolta. Fimmtíu öldungardeildarþingmenn í Washington halda okkur í gíslingu. Níutíu prósent Bandaríkjamanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, vilja bakgrunnskönnun. En okkur er haldið í gíslingu af þessum fimmtíu öldunardeildarþingmönnum sem neita að láta kjósa um þetta, það sem almenningur vill, því þeir vilja halda í völdin. Þetta er aumkunarvert,“ sagði Kerr og gekk út. Eldræðu Kerrs má sjá hér fyrir ofan. Golden State tapaði leiknum fyrir Dallas, 119-109, en er samt 3-1 yfir í einvíginu og einum sigri frá því að komast í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Jason Kidd, þjálfari Dallas, talaði á svipuðum nótum og Kerr fyrir leikinn og sömu sögu var að segja af Stephen Curry, aðalstjörnu Golden State. Skotárás í grunnskóla í Uvalde NBA Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira
Minnst nítján börn og tveir fullorðnir létust í skotárás átján ára manns í grunnskóla í Uvalde í Texas í gær. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, var skotinn til bana af lögreglu. Kerr var greinilega sleginn og á blaðamannafundi fyrir leikinn í Dallas í nótt hélt hann sannkallaða þrumuræðu um skotárásir í Bandaríkjunum og byssueign þar í landi. „Hvenær ætlum við að gera eitthvað?“ sagði Kerr og barði í borðið. „Ég er þreyttur. Ég er svo þreyttur koma hingað og votta fjölskyldum og aðstandendum í sárum samúð. Ég er svo þreyttur á þögninni. Nú er nóg komið!“ Kerr þekkir harmleik sem þennan af eigin raun en faðir hans var myrtur í hryðjuverkaárás í Beirút í Líbanon 1984. Hann hefur lengi barist fyrir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Það eru fimmtíu öldungardeildarþingmenn sem neita að kjósa um löggjöf þar sem bakgrunnur fólks sem vill kaupa byssur er kannaður. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en hefur síðan bara legið þar í tvö ár. Það er ástæða fyrir að þeir vilja ekki kjósa um það; til að halda í völdin. Ég spyr þig Mitch McConnell [leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings] og alla öldungardeildarþingmennina sem neita að gera neitt vegna ofbeldisins og skotárásanna, ætlið þið að setja valdaþrá ykkar ofar lífum barnanna okkar og eldri borgara? Því það lítur þannig út,“ sagði Kerr. Warriors coach Steve Kerr spoke about the mass shooting at a school in Uvalde, Texas.(via @warriors)pic.twitter.com/gA02m5FJsO— ESPN (@espn) May 24, 2022 „Ég er búinn að fá nóg. Við getum ekki verið dofin yfir þessu. Við getum ekki setið hérna, lesið um þetta, haft einnar mínútu þögn og síðan haldið bara áfram að spila körfubolta. Fimmtíu öldungardeildarþingmenn í Washington halda okkur í gíslingu. Níutíu prósent Bandaríkjamanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, vilja bakgrunnskönnun. En okkur er haldið í gíslingu af þessum fimmtíu öldunardeildarþingmönnum sem neita að láta kjósa um þetta, það sem almenningur vill, því þeir vilja halda í völdin. Þetta er aumkunarvert,“ sagði Kerr og gekk út. Eldræðu Kerrs má sjá hér fyrir ofan. Golden State tapaði leiknum fyrir Dallas, 119-109, en er samt 3-1 yfir í einvíginu og einum sigri frá því að komast í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Jason Kidd, þjálfari Dallas, talaði á svipuðum nótum og Kerr fyrir leikinn og sömu sögu var að segja af Stephen Curry, aðalstjörnu Golden State.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde NBA Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira