Formlegar meirihlutaviðræður hefjast í Reykjavík í dag Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2022 11:30 Síðasti borgarráðsfundur fráfarandi borgarstjórnar fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Stöð 2/Sigurjón Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun. Kjörtímabil borgarstjórnar sem kosin var fyrir fjórum árum lýkur hinn 30. maí, eða á mánudag, og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir hinn 31. maí. Síðasti borgarstjórnarfundur fráfarandi stjórnar var í gær og í morgun kom borgarráð saman í síðasta sinn á þessu kjörtímabili. Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fundinn marka tímamót hjá honum. „Þetta er ákveðið frelsi. Það er náttúrlega mikill tími í þetta starf í borgarstjórn. Það eru bara góðar minningar sem þetta skilur eftir sig.“ Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir daginn í dag marka tímamót en á þriðjudag tekur Hildur Björsdóttir formlega við oddvitastöðu flokksins í borgarstjórn. Við hlið hennar situr Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem hættir eins og Eyþór og fjærst situr Vigdís Hauksdóttir fráfarandi oddviti Miðflokksins.Stöð 2/Sigurjón Eru einhver mál sem þið eruð að afgreiða í dag eða er þetta meira formsins vegna? „Það eru ekki stór mál. Vegna þess að það eru búnar kosningar og ný borgarstjórn er að taka við. Þannig að það væri ekki gott að afgreiða mjög stór mál,“ segir Eyþór. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fráfarandi formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar tekur undir þetta með Eyþóri. „Við höfum ekki miklar heimildir. Síðasti borgarstjórnarfundur var í gær. Í dag er einnig síðasti fundur skipulagsráðs. Þetta er meira svona afgreiðsla. Nú bíða öll stór mál eftir nýju borgarráði og nýrri borgarstjórn,“ segir Þórdís Lóa. Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta íborgarstjórn. Ef það tekst hefði sá meirihluti 13 fulltrúa af tuttugu og þremur. Þórdís Lóa segir stefnt að meirihlutaviðræðum í dag. Þórdís Lóa segir almennan frídag á morgun og þriggja daga námskeið nýrra borgarfulltrúa í næstu viku þó setja strik í reikninginn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs voru í sólskinsskapi á síðasta borgarráðsfundi fráfarandi borgarstjórnar í Ráðhúsinu í morgun.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það er ýmislegt sem hefur áhrif. Auðvitað þurfum við að stilla þessu vel upp og átta okkur á því hvaða tíma við þurfum. Við flýtum okkur hægt og vöndum okkur,“ segir oddviti Viðreisnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar segir að nú setjist flokkarnir sameiginlega yfir hvernig þeir sjái meirihlutaviðræðurnar fyrir sér næstu daga. „Ég held að við verðum að nota tímann vel. Til þess að ná utan um verkefnið áður en þessar lykildagsetningar detta á okkur.“ Ertu bjartsýnn á að þetta takist og að það gerist fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á nýju kjörtímabili hinn 7. júní? „Já, ég er nokkuð bjartsýnn á það. Mér finnst eðlilegt að miða við að vera komin með þetta þá.“ Og að þessar viðræður skili árangri? „Já,“ sagði Dagur B. Eggertsson rétt fyrir borgarráðsfund í morgun. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. 24. maí 2022 20:11 Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Kjörtímabil borgarstjórnar sem kosin var fyrir fjórum árum lýkur hinn 30. maí, eða á mánudag, og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir hinn 31. maí. Síðasti borgarstjórnarfundur fráfarandi stjórnar var í gær og í morgun kom borgarráð saman í síðasta sinn á þessu kjörtímabili. Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fundinn marka tímamót hjá honum. „Þetta er ákveðið frelsi. Það er náttúrlega mikill tími í þetta starf í borgarstjórn. Það eru bara góðar minningar sem þetta skilur eftir sig.“ Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir daginn í dag marka tímamót en á þriðjudag tekur Hildur Björsdóttir formlega við oddvitastöðu flokksins í borgarstjórn. Við hlið hennar situr Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem hættir eins og Eyþór og fjærst situr Vigdís Hauksdóttir fráfarandi oddviti Miðflokksins.Stöð 2/Sigurjón Eru einhver mál sem þið eruð að afgreiða í dag eða er þetta meira formsins vegna? „Það eru ekki stór mál. Vegna þess að það eru búnar kosningar og ný borgarstjórn er að taka við. Þannig að það væri ekki gott að afgreiða mjög stór mál,“ segir Eyþór. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fráfarandi formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar tekur undir þetta með Eyþóri. „Við höfum ekki miklar heimildir. Síðasti borgarstjórnarfundur var í gær. Í dag er einnig síðasti fundur skipulagsráðs. Þetta er meira svona afgreiðsla. Nú bíða öll stór mál eftir nýju borgarráði og nýrri borgarstjórn,“ segir Þórdís Lóa. Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta íborgarstjórn. Ef það tekst hefði sá meirihluti 13 fulltrúa af tuttugu og þremur. Þórdís Lóa segir stefnt að meirihlutaviðræðum í dag. Þórdís Lóa segir almennan frídag á morgun og þriggja daga námskeið nýrra borgarfulltrúa í næstu viku þó setja strik í reikninginn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs voru í sólskinsskapi á síðasta borgarráðsfundi fráfarandi borgarstjórnar í Ráðhúsinu í morgun.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það er ýmislegt sem hefur áhrif. Auðvitað þurfum við að stilla þessu vel upp og átta okkur á því hvaða tíma við þurfum. Við flýtum okkur hægt og vöndum okkur,“ segir oddviti Viðreisnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar segir að nú setjist flokkarnir sameiginlega yfir hvernig þeir sjái meirihlutaviðræðurnar fyrir sér næstu daga. „Ég held að við verðum að nota tímann vel. Til þess að ná utan um verkefnið áður en þessar lykildagsetningar detta á okkur.“ Ertu bjartsýnn á að þetta takist og að það gerist fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á nýju kjörtímabili hinn 7. júní? „Já, ég er nokkuð bjartsýnn á það. Mér finnst eðlilegt að miða við að vera komin með þetta þá.“ Og að þessar viðræður skili árangri? „Já,“ sagði Dagur B. Eggertsson rétt fyrir borgarráðsfund í morgun.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. 24. maí 2022 20:11 Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. 24. maí 2022 20:11
Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels