Forseti UEFA ver reglur um fjárhagslega háttvísi í kjölfar ákvörðunar Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 09:30 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill heyra greinargóð rök fyrir því að PSG sé að brjóta reglur. EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, hefur varið FFP-reglur sambandsins (reglur um fjárhagslega háttvísi) eftir mikla gagnrýni á þær í kjölfars nýs samnings franska sóknarmannsins Kylian Mbappé við París Saint-Germain. „UEFA lætur ekki segja sér til verka,“ sagði Ceferin en nýr samningur Mbappé í París hefur verið á milli tannanna á fólki, þá sérstaklega á Spáni. La Liga, spænska úrvalsdeildin, ákvað að ganga svo langt að leggja fram formlega kvörtun vegna samningsins þar sem ekki var talið að PSG gæti boðið Mbappé nær því jafn há laun og Real gat sökum FFP-reglan UEFA. „Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru mjög strangar. Þau félög sem virða þær reglur fá að leika í keppnum á vegum sambandsins en þau sem gera það ekki fá ekki keppnisrétt,“ sagði forsetinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Hvorki Real Madríd né nokkur annar getur sagt UEFA til verka. Þeir sjá hlutina á sinn hátt og eru ósáttir. Eftir minni bestu vitneskju var samningsboð þeirra svipað og PSG.“ Javier Tebas, forseti La Liga, hefur sagt að samningsboð PSG sé „móðgun við fótboltann“ og þá setti hann inn færslu á Twitter-aðgangi sínum þar sem hann fór yfir fjárhagslegt tap PSG á undanförnum misserum. PSG er í eigu QSI (Qatar Sports Investments) sem er í eigu ríkisrekins fjármögnunarsjóðs í Katar. Ceferin, sem hefur verið í starfi síðan 2016, segist þreyttur á kvörtunum yfir því að aðilar eins og QSI eigi íþróttafélög. „Ég hef sagt það margoft og segi það aftur, færið ein rök fyrir því af hverju þeir ættu ekki að fá að vera eigendur fótboltafélags.“ Hann bendir á ensku úrvalsdeildina sem dæmi en eigendur þar koma frá öllum hornum heimsins, oftar en ekki Bandaríkjunum eða Mið-Austurlöndum. „Ég vil vita hver braut reglurnar og ef þú brýtur reglurnar verður þér refsað,“ sagði Ceferin að endingu. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„UEFA lætur ekki segja sér til verka,“ sagði Ceferin en nýr samningur Mbappé í París hefur verið á milli tannanna á fólki, þá sérstaklega á Spáni. La Liga, spænska úrvalsdeildin, ákvað að ganga svo langt að leggja fram formlega kvörtun vegna samningsins þar sem ekki var talið að PSG gæti boðið Mbappé nær því jafn há laun og Real gat sökum FFP-reglan UEFA. „Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru mjög strangar. Þau félög sem virða þær reglur fá að leika í keppnum á vegum sambandsins en þau sem gera það ekki fá ekki keppnisrétt,“ sagði forsetinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Hvorki Real Madríd né nokkur annar getur sagt UEFA til verka. Þeir sjá hlutina á sinn hátt og eru ósáttir. Eftir minni bestu vitneskju var samningsboð þeirra svipað og PSG.“ Javier Tebas, forseti La Liga, hefur sagt að samningsboð PSG sé „móðgun við fótboltann“ og þá setti hann inn færslu á Twitter-aðgangi sínum þar sem hann fór yfir fjárhagslegt tap PSG á undanförnum misserum. PSG er í eigu QSI (Qatar Sports Investments) sem er í eigu ríkisrekins fjármögnunarsjóðs í Katar. Ceferin, sem hefur verið í starfi síðan 2016, segist þreyttur á kvörtunum yfir því að aðilar eins og QSI eigi íþróttafélög. „Ég hef sagt það margoft og segi það aftur, færið ein rök fyrir því af hverju þeir ættu ekki að fá að vera eigendur fótboltafélags.“ Hann bendir á ensku úrvalsdeildina sem dæmi en eigendur þar koma frá öllum hornum heimsins, oftar en ekki Bandaríkjunum eða Mið-Austurlöndum. „Ég vil vita hver braut reglurnar og ef þú brýtur reglurnar verður þér refsað,“ sagði Ceferin að endingu.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira