„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2022 12:16 Davíð Þór gagnrýnir Orra Pál og Líf fyrir viðbrögð þeirra við gagnrýni hans. Vísir Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. Ummæli Davíðs Þórshafa verið harðlega gagnrýnd af sumum en aðrir fagnað hörðum orðum hans um ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðra fjöldabrottvísana um þrjú hundruð hælisleitenda og flóttafólks frá Íslandi. Orðum sínum, sem hann birti á Facebook, beindi Davíð Þór aðallega að flokksliðum Vinstri grænna, sem hann sakaði meðal annars um hræsni og lygar. „Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn í lögsögu hvers ríkis - óháð því með hvaða hætti þau komu þangað,“ skrifaði Davíð Þór í færslunni á Facebook á þriðjudag, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Davíð skrifaði jafnframt að sérstakur staður sé í helvíti fyrir fólk sem „selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“ „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna fordæmdi ummæli Davíðs Þórs samdægurs og sagði þau ala á hatursorðræðu í samfélaginu. „Þetta finnst mér mjög áhugaverð ummæli vegna þess að hatursorðræða er mjög skýrt skilgreint hugtak. Þú getur ekki bara notað það um allt sem þér finnst dónalegt eða ósmekklegt eða særir tilfinningar þínar,“ sagði Davíð Þór í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. „Hatursorðræða er skipulagður áróður gegn minnihlutahópi, gegn hópi fólks vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar og svo framvegis. Það er hatursáróður. Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum. Það er sama hvað valdhafar eru gagnrýndir óvægið, miskunarlaust, sama hvað orðbragðið er truntalegt, sama hvaða siðareglur gagnrýnin kann að brjóta. Eðli málsins samkvæmt getur gagnrýni á stjórnvöld aldrei talist til hatursorðræðu einfaldlega vegna þess hvernig það hugtak er skilgreint.“ Hann segir áhyggjuefni að þingflokksformaður flokks skuli ekki skilja hugtakið. „Mér finnst áhyggjuefni að þingflokksformaður flokks, sem í orði kveðnu er að skera upp herör gegn hatursorðræðu, skuli ekki skilja hugtakið. Það er óneitanlega svolítið skondið að sami flokkur og nú er að skera upp herör gegn hatursorðræðu skuli vera sami stjórnmálaflokkur og þótti ástæða til að setja Útvarp sögu á ríkisframlög. Mér finnst það ekki alveg ganga upp.“ Gagnrýnir Líf fyrir að gera sjálfa sig að „fórnarlambi“ Orri Páll er ekki einn VG-liða sem fordæmt hefur orð Davíðs Þórs. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og oddviti flokksins í borginni, skrifaði á Facebook í gærkvöldi að Davíð Þór hafi „triggerað“ hana. „Davíð Þór... er mjög triggeruð. Ég þekki svona ofbeldismenn, hef elskað þá og búið með þeim og skilið við þá. Megi þeir finna frið í sálinni,“ skrifaði Líf en hún hefur síðan eytt færslunni. Davíð Þór brást við færslunni í Morgunútvarpi Rásar 2 og sagðist þykja mjög leiðinlegt hafi hann með gagnrýni sinni sært tilfinningar Lífar. „Ennþá leiðinlegra finnst mér að hún skuli líta, ef það er það sem hún er að segja, á mig sem ofbeldismann. Leiðinlegast af öllu finnst mér þó að það fyrsta sem heyrist frá henni, sem einum af leiðtogum Vinstri grænna, um þá ákvörðun flokkssystkina hennar að gera ekkert til að koma í veg fyrir að senda hátt í þrjú hundruð manns út í aðstæður sem eru ekki nokkurri manneskju bjóðandi,“ sagði Davíð. „Það fyrsta sem heyrist í henni um það mál er hvað rausið í einhverjum reiðum kalli út í bæ særi hennar persónulegu tilfinningar. Allt í einu er málið farið að snúast um hana og hennar tilfinningar og hún orðið fórnarlambið en ekki þessar þrjú hundruð manneskjur sem flokkssystkini hennar eru með í höndunum hvað varðar líf og limi þeirra.“ Líf skrifaði sömuleiðis á Twitter að hana langaði að þjóðnýta kirkjuna og síðan leggja allt niður sem tengist henni en hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á því. Eyddi tísti sem var mjög illa tímasett ... biðst afsökunar á því.— Líf Magneudóttir (@lifmagn) May 27, 2022 Framkvæmdastjóri þingflokks segir afmennskun hatursorðræðu Anna Lísa Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna, hefur þá gagnrýnt Davíð Þór skrifaði á Twitter í fyrradag að ummæli Davíðs væru afmennskun á stjórnmálamönnum og að þau teldust til hatursorðræðu. „Afmennskun í orðræðu er hatursorðræða. Það er mjög mikilvægt í opinberri umræðu að við gerum okkur grein fyrir krafti sem fylgir orðum sem skilgreina aðrar manneskjur sem fasista, meindýr, sníkjudýr, sjúkdóma, óþverra, uppvakninga og djöfla,“ skrifaði Anna Lísa. „Hatursorðræða gagnvart sjótnmálum og stjórnmálamönnum hefur raunverulegar afleiðingar, við lesum regluega um viðurstyggilega spillta eða hættulega stjórnmálamenn eða sem eru ýmist undirlægjur, fullir af mannhatri og mannvonsku og standa jafnvel fyrir nýjum helförum, eða eru fasistar eins og sóknarprestur þjóðkirkjunnar orðar það í færslu í gær.“ Þessar samlíkingar afmennska stjórnmálafólk og eru til þess fallnar að heimila fólki til að hugsa um og bregðast við þeim á ómannúðlegan hátt. Ef afmennskun og hatursorðræða fær að standa óáreitt getur hún magnast, og að lokum leitt til ofbeldis.— Anna Lísa (@annelibjorns) May 25, 2022 Davíð Þór hafnar því að ummæli hans um fasisma í samhengi við stjórnarhætti VG séu úr lausu lofti gripin. „Ég vildi óska að það væri til eitthvað orð yfir þá pólitík að ákveðinn hópur fólks eigi ekki að fá að njóta borgaralegra réttinda vegna uppruna síns eða þjóðernis. Og það megi jafnvel flytja nauðungarflutningum í óboðlegar aðstæður þar sem mannréttindi þeirra eru virt að vettugi. Ó, jú, fyrirgefðu, það er til orð yfir þá pólitík. Það orð er fasismi,“ segir Davíð. Sema Erla biður flokksmenn VG að hætta Tístþráður Önnu Lísu hefur verið harðlega gagnrýndur og hún meðal annars sökuð um að reyna að afvegaleiða umræðuna. Það er mjög mikilvægt í opinberri umræðu að við gerum okkur grein fyrir því hvenær valdhafar eru gera tilraunir til að spilla tungumálinu og brengla hugtök í því skyni að afvegaleiða umræðuna. https://t.co/EkD5n9P1mH— Þórdís Helgadóttir (@Isody) May 25, 2022 Ég er virkur í stjórnmálaflokki. Það er rosalega gott að horfa stundum í spegil og spyrja sig hvort flokkurinn endurspegli mín gildi. Ég get það langoftast, þrátt fyrir að vera ósammála af og til. Daginn sem Samfylkingin tekur þátt í þessu, mun ég segja mig úr flokknum. Strax. https://t.co/7UCW67qige— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 25, 2022 Gunnar B. Svavarsson tekur til dæmis undir með Davíð Þór að VG sýni í málinu hræsni. Og það þarf ekkert að leita lengra en í orð allra þingmanna VG fyrir þetta stjórnarsamstarf til að finna fordæminguna. Hver einn og einasti þingmaður flokksins, bæði nú og fyrr, hefur gagnrýnt mun vægari aðgerðir. Þar liggja svikin. Við völd hverfur mannúðin.— Gunnar B. Svavarsson (@Gunnar_B_) May 26, 2022 Rithöfundurinn Sjón kemur Davíð til varnar. Þetta er það fyrsta sem þú skrifar um yfirvofandi brottvísun og það sýnir þá væntanlega hvað þú telur mikilvægast í málinu. Fasisti er algengt heiti í pólitískri umræðu og það að segja að í helvíti sé sérstakur staður fyrir fólk sem hagar sér með tilteknum hætti er líkingamál.— Sjón 🇺🇦 (@Sjonorama) May 25, 2022 Baráttukonan Sema Erla Serdar biður flokksliða Vinstri grænna um að hætta. Hún segist sjálf hafa lifað með ofbeldi hatursorðræðu. Sæl. Sem einstaklingur sem hefur lifað með því ofbeldi sem hatursorðræða er sem hluti af mínu daglega lífi í hátt í 10 ár bið ég þig og félaga þína í vg vinsamlegast um að hætta þessu.— Sema Erla (@semaerla) May 25, 2022 Erlendur segir hugtakið fasista ekki geta fallið undir afmennskun. Um sé að ræða pólitískt hugtak. Það er villa þarna í listanum. Meginhluti hans er afmennskun en fasisti er pólitískt hugtak um einstakling sem aðhyllist fasisma. Sjá t.d. https://t.co/pqcP9EW0nh— Erlendur (@erlendur) May 25, 2022 Ef þú sem stjórnmálamaður beitir fasískum aðferðum ertu fasisti - þetta er raunveruleg skilgreining á stefnu í stjórnmálum.— Ingunn Loftsdóttir (@Ingunnlo) May 25, 2022 Sóley Tómasdóttir fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn gagnrýnir fyrrverandi flokksmenn sína á Twitter. Hún skrifar að ekki sé hægt að slíta hatursorðræðu og afmennskun úr samhengi við valdakerfi samfélagsins. Föstudagshugleiðing dagsins fór snemma á netið. Fjallar um það hvernig við getum ekki slitið hatursorðræðu og afmennskun úr samhengi við valdakerfi samfélagsins. https://t.co/FkwBKjqxd8— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) May 27, 2022 Tjáningarfrelsi Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. 27. maí 2022 09:25 Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ummæli Davíðs Þórshafa verið harðlega gagnrýnd af sumum en aðrir fagnað hörðum orðum hans um ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðra fjöldabrottvísana um þrjú hundruð hælisleitenda og flóttafólks frá Íslandi. Orðum sínum, sem hann birti á Facebook, beindi Davíð Þór aðallega að flokksliðum Vinstri grænna, sem hann sakaði meðal annars um hræsni og lygar. „Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn í lögsögu hvers ríkis - óháð því með hvaða hætti þau komu þangað,“ skrifaði Davíð Þór í færslunni á Facebook á þriðjudag, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Davíð skrifaði jafnframt að sérstakur staður sé í helvíti fyrir fólk sem „selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“ „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna fordæmdi ummæli Davíðs Þórs samdægurs og sagði þau ala á hatursorðræðu í samfélaginu. „Þetta finnst mér mjög áhugaverð ummæli vegna þess að hatursorðræða er mjög skýrt skilgreint hugtak. Þú getur ekki bara notað það um allt sem þér finnst dónalegt eða ósmekklegt eða særir tilfinningar þínar,“ sagði Davíð Þór í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. „Hatursorðræða er skipulagður áróður gegn minnihlutahópi, gegn hópi fólks vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar og svo framvegis. Það er hatursáróður. Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum. Það er sama hvað valdhafar eru gagnrýndir óvægið, miskunarlaust, sama hvað orðbragðið er truntalegt, sama hvaða siðareglur gagnrýnin kann að brjóta. Eðli málsins samkvæmt getur gagnrýni á stjórnvöld aldrei talist til hatursorðræðu einfaldlega vegna þess hvernig það hugtak er skilgreint.“ Hann segir áhyggjuefni að þingflokksformaður flokks skuli ekki skilja hugtakið. „Mér finnst áhyggjuefni að þingflokksformaður flokks, sem í orði kveðnu er að skera upp herör gegn hatursorðræðu, skuli ekki skilja hugtakið. Það er óneitanlega svolítið skondið að sami flokkur og nú er að skera upp herör gegn hatursorðræðu skuli vera sami stjórnmálaflokkur og þótti ástæða til að setja Útvarp sögu á ríkisframlög. Mér finnst það ekki alveg ganga upp.“ Gagnrýnir Líf fyrir að gera sjálfa sig að „fórnarlambi“ Orri Páll er ekki einn VG-liða sem fordæmt hefur orð Davíðs Þórs. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og oddviti flokksins í borginni, skrifaði á Facebook í gærkvöldi að Davíð Þór hafi „triggerað“ hana. „Davíð Þór... er mjög triggeruð. Ég þekki svona ofbeldismenn, hef elskað þá og búið með þeim og skilið við þá. Megi þeir finna frið í sálinni,“ skrifaði Líf en hún hefur síðan eytt færslunni. Davíð Þór brást við færslunni í Morgunútvarpi Rásar 2 og sagðist þykja mjög leiðinlegt hafi hann með gagnrýni sinni sært tilfinningar Lífar. „Ennþá leiðinlegra finnst mér að hún skuli líta, ef það er það sem hún er að segja, á mig sem ofbeldismann. Leiðinlegast af öllu finnst mér þó að það fyrsta sem heyrist frá henni, sem einum af leiðtogum Vinstri grænna, um þá ákvörðun flokkssystkina hennar að gera ekkert til að koma í veg fyrir að senda hátt í þrjú hundruð manns út í aðstæður sem eru ekki nokkurri manneskju bjóðandi,“ sagði Davíð. „Það fyrsta sem heyrist í henni um það mál er hvað rausið í einhverjum reiðum kalli út í bæ særi hennar persónulegu tilfinningar. Allt í einu er málið farið að snúast um hana og hennar tilfinningar og hún orðið fórnarlambið en ekki þessar þrjú hundruð manneskjur sem flokkssystkini hennar eru með í höndunum hvað varðar líf og limi þeirra.“ Líf skrifaði sömuleiðis á Twitter að hana langaði að þjóðnýta kirkjuna og síðan leggja allt niður sem tengist henni en hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á því. Eyddi tísti sem var mjög illa tímasett ... biðst afsökunar á því.— Líf Magneudóttir (@lifmagn) May 27, 2022 Framkvæmdastjóri þingflokks segir afmennskun hatursorðræðu Anna Lísa Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna, hefur þá gagnrýnt Davíð Þór skrifaði á Twitter í fyrradag að ummæli Davíðs væru afmennskun á stjórnmálamönnum og að þau teldust til hatursorðræðu. „Afmennskun í orðræðu er hatursorðræða. Það er mjög mikilvægt í opinberri umræðu að við gerum okkur grein fyrir krafti sem fylgir orðum sem skilgreina aðrar manneskjur sem fasista, meindýr, sníkjudýr, sjúkdóma, óþverra, uppvakninga og djöfla,“ skrifaði Anna Lísa. „Hatursorðræða gagnvart sjótnmálum og stjórnmálamönnum hefur raunverulegar afleiðingar, við lesum regluega um viðurstyggilega spillta eða hættulega stjórnmálamenn eða sem eru ýmist undirlægjur, fullir af mannhatri og mannvonsku og standa jafnvel fyrir nýjum helförum, eða eru fasistar eins og sóknarprestur þjóðkirkjunnar orðar það í færslu í gær.“ Þessar samlíkingar afmennska stjórnmálafólk og eru til þess fallnar að heimila fólki til að hugsa um og bregðast við þeim á ómannúðlegan hátt. Ef afmennskun og hatursorðræða fær að standa óáreitt getur hún magnast, og að lokum leitt til ofbeldis.— Anna Lísa (@annelibjorns) May 25, 2022 Davíð Þór hafnar því að ummæli hans um fasisma í samhengi við stjórnarhætti VG séu úr lausu lofti gripin. „Ég vildi óska að það væri til eitthvað orð yfir þá pólitík að ákveðinn hópur fólks eigi ekki að fá að njóta borgaralegra réttinda vegna uppruna síns eða þjóðernis. Og það megi jafnvel flytja nauðungarflutningum í óboðlegar aðstæður þar sem mannréttindi þeirra eru virt að vettugi. Ó, jú, fyrirgefðu, það er til orð yfir þá pólitík. Það orð er fasismi,“ segir Davíð. Sema Erla biður flokksmenn VG að hætta Tístþráður Önnu Lísu hefur verið harðlega gagnrýndur og hún meðal annars sökuð um að reyna að afvegaleiða umræðuna. Það er mjög mikilvægt í opinberri umræðu að við gerum okkur grein fyrir því hvenær valdhafar eru gera tilraunir til að spilla tungumálinu og brengla hugtök í því skyni að afvegaleiða umræðuna. https://t.co/EkD5n9P1mH— Þórdís Helgadóttir (@Isody) May 25, 2022 Ég er virkur í stjórnmálaflokki. Það er rosalega gott að horfa stundum í spegil og spyrja sig hvort flokkurinn endurspegli mín gildi. Ég get það langoftast, þrátt fyrir að vera ósammála af og til. Daginn sem Samfylkingin tekur þátt í þessu, mun ég segja mig úr flokknum. Strax. https://t.co/7UCW67qige— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 25, 2022 Gunnar B. Svavarsson tekur til dæmis undir með Davíð Þór að VG sýni í málinu hræsni. Og það þarf ekkert að leita lengra en í orð allra þingmanna VG fyrir þetta stjórnarsamstarf til að finna fordæminguna. Hver einn og einasti þingmaður flokksins, bæði nú og fyrr, hefur gagnrýnt mun vægari aðgerðir. Þar liggja svikin. Við völd hverfur mannúðin.— Gunnar B. Svavarsson (@Gunnar_B_) May 26, 2022 Rithöfundurinn Sjón kemur Davíð til varnar. Þetta er það fyrsta sem þú skrifar um yfirvofandi brottvísun og það sýnir þá væntanlega hvað þú telur mikilvægast í málinu. Fasisti er algengt heiti í pólitískri umræðu og það að segja að í helvíti sé sérstakur staður fyrir fólk sem hagar sér með tilteknum hætti er líkingamál.— Sjón 🇺🇦 (@Sjonorama) May 25, 2022 Baráttukonan Sema Erla Serdar biður flokksliða Vinstri grænna um að hætta. Hún segist sjálf hafa lifað með ofbeldi hatursorðræðu. Sæl. Sem einstaklingur sem hefur lifað með því ofbeldi sem hatursorðræða er sem hluti af mínu daglega lífi í hátt í 10 ár bið ég þig og félaga þína í vg vinsamlegast um að hætta þessu.— Sema Erla (@semaerla) May 25, 2022 Erlendur segir hugtakið fasista ekki geta fallið undir afmennskun. Um sé að ræða pólitískt hugtak. Það er villa þarna í listanum. Meginhluti hans er afmennskun en fasisti er pólitískt hugtak um einstakling sem aðhyllist fasisma. Sjá t.d. https://t.co/pqcP9EW0nh— Erlendur (@erlendur) May 25, 2022 Ef þú sem stjórnmálamaður beitir fasískum aðferðum ertu fasisti - þetta er raunveruleg skilgreining á stefnu í stjórnmálum.— Ingunn Loftsdóttir (@Ingunnlo) May 25, 2022 Sóley Tómasdóttir fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn gagnrýnir fyrrverandi flokksmenn sína á Twitter. Hún skrifar að ekki sé hægt að slíta hatursorðræðu og afmennskun úr samhengi við valdakerfi samfélagsins. Föstudagshugleiðing dagsins fór snemma á netið. Fjallar um það hvernig við getum ekki slitið hatursorðræðu og afmennskun úr samhengi við valdakerfi samfélagsins. https://t.co/FkwBKjqxd8— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) May 27, 2022
Tjáningarfrelsi Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. 27. maí 2022 09:25 Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01
Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. 27. maí 2022 09:25
Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25