Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2022 12:57 Sigurlaug Soffía gagnrýnir orð Jóns Gunnarssonar um að með brottvísunum sé verið að fara að lögum. Hún telur það villandi framsetningu. Samsett Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. Til stendur að vísa hátt í 300 hælisleitendum úr landi, eftir langt hlé í kórónuveirufaraldrinum. Brottvísanirnar hafa víða mætta mótstöðu en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að stjórnvöld séu einfaldlega að fylgja lögum við framkvæmd þeirra. Lögfræðingur með reynslu af málaflokknum segir það ekki rétt. „Að mínu viti er það alveg klárt að það er engin lagaskylda sem mælir fyrir um að það skuli senda þennan hóp úr landi. Og í raun tel ég að það gangi þvert gegn þeim lögum sem eru í gildi í dag,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur. Hún hefur starfað sem talsmaður hælisleitenda fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Sigurlaug Soffía telur að gildandi lög og reglugerð sem sett var með stoð í lögunum nái utan um þann hóp sem senda á úr landi. Því sé ekki skylt að vísa fólkinu úr landi. „Aftur á móti þá er það í samræmi við það útlendingafrumvarp sem ráðherra hefur lagt fram, og er til umræðu á þinginu núna. Samkvæmt því væri stjórnvöldum skylt að vísa fólkinu úr landi.“ Frumvarp ráðherrans þrengi rétt hælisleitenda Sigurlaug segir að með nýju frumvarpi yrði réttur fólks sem fengið hefur vernd í öðrum löndum, til að mynda Grikklandi og Ítalíu, þrengdur verulega, óháð þeim aðstæðum sem fólkið bjó við í þeim löndum. Hún bendir þó á að frumvarpið sé ekki enn orðið að lögum. „Mér finnst alvarlegt að hann sé að halda þessu fram á þennan hátt, áður en það er búið að samþykkja það frumvarp sem hann leggur fram. Af því það er fjarri sannleikanum að staðan sé svona og afar villandi framsetning að mínu viti,“ segir Sigurlaug. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00 „Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Til stendur að vísa hátt í 300 hælisleitendum úr landi, eftir langt hlé í kórónuveirufaraldrinum. Brottvísanirnar hafa víða mætta mótstöðu en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að stjórnvöld séu einfaldlega að fylgja lögum við framkvæmd þeirra. Lögfræðingur með reynslu af málaflokknum segir það ekki rétt. „Að mínu viti er það alveg klárt að það er engin lagaskylda sem mælir fyrir um að það skuli senda þennan hóp úr landi. Og í raun tel ég að það gangi þvert gegn þeim lögum sem eru í gildi í dag,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur. Hún hefur starfað sem talsmaður hælisleitenda fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Sigurlaug Soffía telur að gildandi lög og reglugerð sem sett var með stoð í lögunum nái utan um þann hóp sem senda á úr landi. Því sé ekki skylt að vísa fólkinu úr landi. „Aftur á móti þá er það í samræmi við það útlendingafrumvarp sem ráðherra hefur lagt fram, og er til umræðu á þinginu núna. Samkvæmt því væri stjórnvöldum skylt að vísa fólkinu úr landi.“ Frumvarp ráðherrans þrengi rétt hælisleitenda Sigurlaug segir að með nýju frumvarpi yrði réttur fólks sem fengið hefur vernd í öðrum löndum, til að mynda Grikklandi og Ítalíu, þrengdur verulega, óháð þeim aðstæðum sem fólkið bjó við í þeim löndum. Hún bendir þó á að frumvarpið sé ekki enn orðið að lögum. „Mér finnst alvarlegt að hann sé að halda þessu fram á þennan hátt, áður en það er búið að samþykkja það frumvarp sem hann leggur fram. Af því það er fjarri sannleikanum að staðan sé svona og afar villandi framsetning að mínu viti,“ segir Sigurlaug.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00 „Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01
Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00
„Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19