Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2022 21:01 Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið í dag en þröngar götur miðbæjarins gerðu vörubílstjóra erfitt fyrir. Sandurinn er hluti af listasýningu sem verður opnuð fjórða júní. Rýmið sem sést á myndinni hér að neðan mun brátt breytast í manngerða baðströnd þegar verkið Sun and Sea verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Undirbúningur sýningarinnar hófst árið 2019, en til þess að hægt sé að mynda alvöru baðstrandastemningu þarf að fylla port Hafnarhússins af sandi - og nóg af honum. „Þannig við erum að bíða hérna eftir sendingu. Fimmtíu tonna sendingu af sandi. Það eru fimm bílar,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík. Brátt mun þetta rými líta út eins og baðströnd.vísir Já ekki beint auðvelt verkefni enda götur miðbæjarins þröngar og mikið um einstefnur. Bíll Steypustöðvarinnar komst ekki leiða sinna og því þurfti að leggja á ráðin. Úr varð að Valdór bílstjóri fékk lögreglufylgd á leiðarenda og við fengum að fljóta með. Hvernig gengur að ferja sandinn? „Ekki vel það er svo þröngt í miðbænum. Sundurgrafnar götur og einstefna,“ sagði Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni, en Steypustöðin gefur listasafninu sandinn. Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni.vísir Bíllinn komst á leiðarenda og því hægt að hefjast handa við að fylla portið af sandi. „Hún verður búin til þessi strönd. Flóðlýst og hituð bara eins og sólarströnd. Erum með tugi manna á ströndinni sem baða sig á baðfötunum bara,“ sagði Vigdís. Sumir myndu segja að undirbúningur verksins kallaði á mikið vesen en Vigdís tekur ekki undir það. „Þetta er bara verkefni og ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu er að þetta er magnþrungið listaverk sem þarf ekki mikla listfræði eða listþekkingu til að njóta.“ Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík.vísir Hægt verður að sjá sýninguna þann fjórða og fimmta júní. „Þetta verður svona „lúppa.“ Fólk getur komið og farið að vild og það kostar ekkert inn.“ Aðspurð hvort Vigdís hlakki að taka til eftir sýninguna segir hún að það verði fjör. „Við erum komin með gott fólk í það. Golffélag Reykjavíkur ætlar að þiggja sandinn svo. Taka hann og bera á golfvelli þannig það er sjálfbærni í þessu öllu.“ Sandurinn sem um ræðir.vísir Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Söfn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Rýmið sem sést á myndinni hér að neðan mun brátt breytast í manngerða baðströnd þegar verkið Sun and Sea verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Undirbúningur sýningarinnar hófst árið 2019, en til þess að hægt sé að mynda alvöru baðstrandastemningu þarf að fylla port Hafnarhússins af sandi - og nóg af honum. „Þannig við erum að bíða hérna eftir sendingu. Fimmtíu tonna sendingu af sandi. Það eru fimm bílar,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík. Brátt mun þetta rými líta út eins og baðströnd.vísir Já ekki beint auðvelt verkefni enda götur miðbæjarins þröngar og mikið um einstefnur. Bíll Steypustöðvarinnar komst ekki leiða sinna og því þurfti að leggja á ráðin. Úr varð að Valdór bílstjóri fékk lögreglufylgd á leiðarenda og við fengum að fljóta með. Hvernig gengur að ferja sandinn? „Ekki vel það er svo þröngt í miðbænum. Sundurgrafnar götur og einstefna,“ sagði Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni, en Steypustöðin gefur listasafninu sandinn. Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni.vísir Bíllinn komst á leiðarenda og því hægt að hefjast handa við að fylla portið af sandi. „Hún verður búin til þessi strönd. Flóðlýst og hituð bara eins og sólarströnd. Erum með tugi manna á ströndinni sem baða sig á baðfötunum bara,“ sagði Vigdís. Sumir myndu segja að undirbúningur verksins kallaði á mikið vesen en Vigdís tekur ekki undir það. „Þetta er bara verkefni og ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu er að þetta er magnþrungið listaverk sem þarf ekki mikla listfræði eða listþekkingu til að njóta.“ Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík.vísir Hægt verður að sjá sýninguna þann fjórða og fimmta júní. „Þetta verður svona „lúppa.“ Fólk getur komið og farið að vild og það kostar ekkert inn.“ Aðspurð hvort Vigdís hlakki að taka til eftir sýninguna segir hún að það verði fjör. „Við erum komin með gott fólk í það. Golffélag Reykjavíkur ætlar að þiggja sandinn svo. Taka hann og bera á golfvelli þannig það er sjálfbærni í þessu öllu.“ Sandurinn sem um ræðir.vísir
Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Söfn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira