Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2022 21:56 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir góðan gang í meirihlutaviðræðum síns flokks, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata. Vísir/Vilhelm Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er nú dagur númer þrjú hjá okkur. Við erum búin að ræða nýsköpunarmál og atvinnumál, og erum að fara að byrja að ræða loftslagsmál núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Og hvernig hefur grundvöllurinn verið í þessum málaflokkum, eruð þið sammála? „Það er ákveðinn þéttleiki á málefnunum hjá okkur, sem við vissum fyrir. Þetta hefur bara gengið vel. Það eru allir að koma með sínar hugmyndir að borðinu og ég held að við megum vænta breytinga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segist þó ekki vilja gefa upp í hverju þær breytingar felast, fyrr en málefnasamningur hefur verið undirritaður. „En ég er bara nokkuð bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Hryggjarstykkið í stefnumálum flokkanna sé gott. Hún telji ekki ástæðu til annars en að flokkarnir tali sig saman um málefnin og myndi meirihluta. „En það er aldrei búið fyrr en það er búið.“ Ræða ekki embætti fyrr en í lokin Fulltrúar Framsóknar hafa boðað breytingar í borginni og ítrekað að ef gengið yrði til samstarfs við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn væri ekki verið að reisa við meirihlutann sem féll í kosningunum. Þórdís Lóa er sammála þessu, en segir viðræðurnar þó ekki snúast um að aðilar gefi eitthvað eftir til hinna. „Þetta snýst bara um að við erum á nýjum tíma, með nýtt upphaf fyrir framan okkur. Samt er þetta sama þjónustan, við erum enn að tala um skólamál, velferðarmál, málefni barna og svo framvegis. Við bara mætumst í okkar hugmyndafræði og aðferðafræði.“ Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní, sem er ákveðið tímamark sem flokkar í meirihlutaviðræðum verða að miða við. „En mér sýnist nú á öllu að við náum að fara í gegnum málefnin á næstu dögum. Þá mun taka smá tíma að ganga frá texta og ýmislegt. Við gáfum okkur að þetta væri vika, tíu dagar, en það er meira svona skot út í loftið. Það er besta gisk sem við getum gefið okkur,“ segir Þórdís Lóa. Eruð þið farin að ræða embættin, borgarstjóra og fleira? „Nei. Við munum ekkert ræða það fyrr en í lokin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er nú dagur númer þrjú hjá okkur. Við erum búin að ræða nýsköpunarmál og atvinnumál, og erum að fara að byrja að ræða loftslagsmál núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Og hvernig hefur grundvöllurinn verið í þessum málaflokkum, eruð þið sammála? „Það er ákveðinn þéttleiki á málefnunum hjá okkur, sem við vissum fyrir. Þetta hefur bara gengið vel. Það eru allir að koma með sínar hugmyndir að borðinu og ég held að við megum vænta breytinga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segist þó ekki vilja gefa upp í hverju þær breytingar felast, fyrr en málefnasamningur hefur verið undirritaður. „En ég er bara nokkuð bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Hryggjarstykkið í stefnumálum flokkanna sé gott. Hún telji ekki ástæðu til annars en að flokkarnir tali sig saman um málefnin og myndi meirihluta. „En það er aldrei búið fyrr en það er búið.“ Ræða ekki embætti fyrr en í lokin Fulltrúar Framsóknar hafa boðað breytingar í borginni og ítrekað að ef gengið yrði til samstarfs við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn væri ekki verið að reisa við meirihlutann sem féll í kosningunum. Þórdís Lóa er sammála þessu, en segir viðræðurnar þó ekki snúast um að aðilar gefi eitthvað eftir til hinna. „Þetta snýst bara um að við erum á nýjum tíma, með nýtt upphaf fyrir framan okkur. Samt er þetta sama þjónustan, við erum enn að tala um skólamál, velferðarmál, málefni barna og svo framvegis. Við bara mætumst í okkar hugmyndafræði og aðferðafræði.“ Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní, sem er ákveðið tímamark sem flokkar í meirihlutaviðræðum verða að miða við. „En mér sýnist nú á öllu að við náum að fara í gegnum málefnin á næstu dögum. Þá mun taka smá tíma að ganga frá texta og ýmislegt. Við gáfum okkur að þetta væri vika, tíu dagar, en það er meira svona skot út í loftið. Það er besta gisk sem við getum gefið okkur,“ segir Þórdís Lóa. Eruð þið farin að ræða embættin, borgarstjóra og fleira? „Nei. Við munum ekkert ræða það fyrr en í lokin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira