„Mikill sigur fyrir mig að komast aftur á völlinn eftir sjö ára fjarveru“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. maí 2022 21:56 Stella Sigurðardóttir, var með átta löglegar stöðvanir í kvöld Vísir/Hulda Margrét Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Origo-höllinni eftir eins marks sigur á Val 22-23. Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, var klökk þegar hún rifjaði upp allt sem hún hefur gengið í gegnum. „Ég átti mjög erfitt með að vera á stól og hlaupa inn á völlinn eftir að hafa fengið rautt spjald. Það tók mig smá tíma að komast í gleðina eftir vonbrigðin að hafa fengið rautt spjald,“ sagði Stella eftir leik. Fram er að fara í nýtt íþróttahús á næsta tímabili og var Stella afar glöð með að kveðja Safamýrina með Íslandsmeistaratitli. „Við erum svo margar uppaldar í Safamýrinni. Ég held að allir þessir uppöldu leikmenn í Fram sé eins dæmi. Fyrir mig persónulega skiptir þetta miklu máli.“ Stella var klökk þegar hún hugsaði til þess að hafa ekki getað verið í handbolta í sjö ár vegna höfuðmeiðsla og var þetta hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill síðan 2013. „Ég var seinast Íslandsmeistari 2013 sem er langur tími og ég spilaði ekki handbolta í sjö ár. Þetta var mikill sigur fyrir mig að koma til baka inn á völlinn og tala nú ekki um að taka Íslandsmeistaratitil áður en ég hætti.“ „Ég sat á stólnum grátandi þegar ég áttaði mig á því að við værum að fara verða Íslandsmeistarar. Það voru mikið af tilfinningum sem fóru í gegnum hausinn á mér. Þetta hefur allt verið ótrúlega erfitt og bara það að hafa náð að koma til baka á völlinn eftir sjö ára fjarveru var mikill sigur fyrir mig.“ Stella var óviss hvort hún myndi taka slaginn á næsta tímabili eða leggja skóna á hilluna. „Markmiðið mitt var bara að koma og vera á mínum forsendum. Það er mjög gott fyrir andlega heilsuna mína að fá að ákveða sjálf hvenær handboltaferlinum mínum muni ljúka,“ sagði Stella að lokum sem ætlaði að leggjast undir feld um framtíð sína. Fram Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Ég átti mjög erfitt með að vera á stól og hlaupa inn á völlinn eftir að hafa fengið rautt spjald. Það tók mig smá tíma að komast í gleðina eftir vonbrigðin að hafa fengið rautt spjald,“ sagði Stella eftir leik. Fram er að fara í nýtt íþróttahús á næsta tímabili og var Stella afar glöð með að kveðja Safamýrina með Íslandsmeistaratitli. „Við erum svo margar uppaldar í Safamýrinni. Ég held að allir þessir uppöldu leikmenn í Fram sé eins dæmi. Fyrir mig persónulega skiptir þetta miklu máli.“ Stella var klökk þegar hún hugsaði til þess að hafa ekki getað verið í handbolta í sjö ár vegna höfuðmeiðsla og var þetta hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill síðan 2013. „Ég var seinast Íslandsmeistari 2013 sem er langur tími og ég spilaði ekki handbolta í sjö ár. Þetta var mikill sigur fyrir mig að koma til baka inn á völlinn og tala nú ekki um að taka Íslandsmeistaratitil áður en ég hætti.“ „Ég sat á stólnum grátandi þegar ég áttaði mig á því að við værum að fara verða Íslandsmeistarar. Það voru mikið af tilfinningum sem fóru í gegnum hausinn á mér. Þetta hefur allt verið ótrúlega erfitt og bara það að hafa náð að koma til baka á völlinn eftir sjö ára fjarveru var mikill sigur fyrir mig.“ Stella var óviss hvort hún myndi taka slaginn á næsta tímabili eða leggja skóna á hilluna. „Markmiðið mitt var bara að koma og vera á mínum forsendum. Það er mjög gott fyrir andlega heilsuna mína að fá að ákveða sjálf hvenær handboltaferlinum mínum muni ljúka,“ sagði Stella að lokum sem ætlaði að leggjast undir feld um framtíð sína.
Fram Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira