„Mikill sigur fyrir mig að komast aftur á völlinn eftir sjö ára fjarveru“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. maí 2022 21:56 Stella Sigurðardóttir, var með átta löglegar stöðvanir í kvöld Vísir/Hulda Margrét Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Origo-höllinni eftir eins marks sigur á Val 22-23. Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, var klökk þegar hún rifjaði upp allt sem hún hefur gengið í gegnum. „Ég átti mjög erfitt með að vera á stól og hlaupa inn á völlinn eftir að hafa fengið rautt spjald. Það tók mig smá tíma að komast í gleðina eftir vonbrigðin að hafa fengið rautt spjald,“ sagði Stella eftir leik. Fram er að fara í nýtt íþróttahús á næsta tímabili og var Stella afar glöð með að kveðja Safamýrina með Íslandsmeistaratitli. „Við erum svo margar uppaldar í Safamýrinni. Ég held að allir þessir uppöldu leikmenn í Fram sé eins dæmi. Fyrir mig persónulega skiptir þetta miklu máli.“ Stella var klökk þegar hún hugsaði til þess að hafa ekki getað verið í handbolta í sjö ár vegna höfuðmeiðsla og var þetta hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill síðan 2013. „Ég var seinast Íslandsmeistari 2013 sem er langur tími og ég spilaði ekki handbolta í sjö ár. Þetta var mikill sigur fyrir mig að koma til baka inn á völlinn og tala nú ekki um að taka Íslandsmeistaratitil áður en ég hætti.“ „Ég sat á stólnum grátandi þegar ég áttaði mig á því að við værum að fara verða Íslandsmeistarar. Það voru mikið af tilfinningum sem fóru í gegnum hausinn á mér. Þetta hefur allt verið ótrúlega erfitt og bara það að hafa náð að koma til baka á völlinn eftir sjö ára fjarveru var mikill sigur fyrir mig.“ Stella var óviss hvort hún myndi taka slaginn á næsta tímabili eða leggja skóna á hilluna. „Markmiðið mitt var bara að koma og vera á mínum forsendum. Það er mjög gott fyrir andlega heilsuna mína að fá að ákveða sjálf hvenær handboltaferlinum mínum muni ljúka,“ sagði Stella að lokum sem ætlaði að leggjast undir feld um framtíð sína. Fram Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
„Ég átti mjög erfitt með að vera á stól og hlaupa inn á völlinn eftir að hafa fengið rautt spjald. Það tók mig smá tíma að komast í gleðina eftir vonbrigðin að hafa fengið rautt spjald,“ sagði Stella eftir leik. Fram er að fara í nýtt íþróttahús á næsta tímabili og var Stella afar glöð með að kveðja Safamýrina með Íslandsmeistaratitli. „Við erum svo margar uppaldar í Safamýrinni. Ég held að allir þessir uppöldu leikmenn í Fram sé eins dæmi. Fyrir mig persónulega skiptir þetta miklu máli.“ Stella var klökk þegar hún hugsaði til þess að hafa ekki getað verið í handbolta í sjö ár vegna höfuðmeiðsla og var þetta hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill síðan 2013. „Ég var seinast Íslandsmeistari 2013 sem er langur tími og ég spilaði ekki handbolta í sjö ár. Þetta var mikill sigur fyrir mig að koma til baka inn á völlinn og tala nú ekki um að taka Íslandsmeistaratitil áður en ég hætti.“ „Ég sat á stólnum grátandi þegar ég áttaði mig á því að við værum að fara verða Íslandsmeistarar. Það voru mikið af tilfinningum sem fóru í gegnum hausinn á mér. Þetta hefur allt verið ótrúlega erfitt og bara það að hafa náð að koma til baka á völlinn eftir sjö ára fjarveru var mikill sigur fyrir mig.“ Stella var óviss hvort hún myndi taka slaginn á næsta tímabili eða leggja skóna á hilluna. „Markmiðið mitt var bara að koma og vera á mínum forsendum. Það er mjög gott fyrir andlega heilsuna mína að fá að ákveða sjálf hvenær handboltaferlinum mínum muni ljúka,“ sagði Stella að lokum sem ætlaði að leggjast undir feld um framtíð sína.
Fram Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira