Er nútímanum illa við börnin okkar? Geir Gunnar Markússon skrifar 30. maí 2022 11:00 Það er eins og nútíma borgarlíferni sé að reyna að granda blessuðum börnunum okkar (og okkur sjálfum í leiðinni). Allt of margt í okkar líferni er að gera okkur svo ótrúlega auðvelt að lifa, borða og tæknin er alltaf að „létta“ okkur lífið og skrefin. Undanfarin ár hef ég haldið fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl fyrir börn og ungmenni. Á einum slíkum fyrirlestri fyrir unglinga um daginn var ég alveg sleginn út af laginu. Það var varla að unglingarnir sem voru þarna á fræðslunni gætu haldið sér vakandi (þó reyndi ég að vera skemmtilegur), fæst þeirra sögðust borða morgunmat, allflest játuðu að nota orkudrykki og fáir voru í reglulegri hreyfingu. Það þarf vitundarvakningu og alvöru átak til að efla ungmenni þessa lands til heilbrigðis. Það er svo ótrúlega margt í þeirra umhverfi sem er að ýta undir óheilsusamlegan lífsstíl. Óholl fæða Þetta vitum við nú öll en nú til dags er framboð af sætindum, skyndibita, gosdrykkjum, „orkudrykkjum“ og annarri gervifæðu er svo yfirgengilegt og auglýsingum þessara „matvara“ er einnig beint að ungmennunum á samfélagsmiðlum. Fyrir 30-40 árum þegar ég var að alast upp var vissulega alveg eitthvað um sætindi en í svo miklu minna magni. Maður fékk t.d. nammi í lítinn grænan nammipoka í sjoppunni en ekki í risapoka í nammilandi þar sem hægt er að koma 2 kg af sætindum. Einnig voru reglulegri máltíðir og skyndibitastaðir voru mjög fáir fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að ég fengi mér stundum sælgæti og sykraði Cheerios á morgnana þá drakk mikið af mjólk, borðaði fisk, kartöflur, kjöt, gulrætur, egg og alvöru fæðu. Skv. nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga þá neyta einungis 1% ungra kvenna ráðleggingum að 2-3 fiskmáltíðum í viku. Hreyfingarleysi Ofan á allt framboðið af sætindunum, gosdrykkjunum og skyndibitanum bætist mikið hreyfingarleysi ungmenna nútímans. Af tali við félaga minn sem er íþróttakennari nemenda á unglingastigi í grunnskóla þá segir hann að leyfi/fjarvist í leikfimi vera sorglega algengt og eigi oft við um stóran hluta heilu bekkjanna. Börn og unglingar sjást mun minna úti að leika sér nú til dags því framboðið á afþreyingu í snjallsímum og tölvuleikjum er orðið svo mikið. Til að bæta gráu ofan á kolsvart þá er tæknigeirinn líka að reyna að fá börnin okkar til að hreyfa sig ekki neitt þegar þau fara utandyra með því að koma með á markað RAFMAGNShlaupahjól! Stundum mætti halda að nútímatækni væri að reyna að granda heilsu okkar. Koffínneysla Því miður er orkudrykkjaneysla ótrúlega töff í augum ungmenna okkar og því getum við þakkað íþróttastjörnum og áhrifavöldum sem auglýsa þessa drykki sem hollustudrykki í öllum miðlum. Koffín er örvandi og ávanabindandi efni, það þekkjum við sjálf hin fullorðnu og er fyrsti bollinn á morgnana oft góður Koffínneysla ungmenni eykur verulega líkur á kvíða og svefnleysi sem er eitthvað sem ungmenni okkar þurfa síst á að halda. Samkvæmt rannsóknum þá er kvíði unglinga að aukast og sérstaklega unglingsstúlkna. Þó að það sé kaldhæðið þá væri betra fyrir börnin okkar að setjast niður með okkur foreldrunum á morgnana með kaffibolla í stað þess að fá sér orkudrykkinn sinn. Kaffibaunin er með andoxunarefnum en orkudrykkurinn er með óæskilegri aukaefni s.s. sætuefni. Nikótínpúðar Það er eitt að börnin okkar og ungmenni séu orðin háð koffíni en nú hafa nikótínpúðar náð hæstu hæðum í vinsældum hjá ungmennum okkar. Svo ég vitni nú einu sinni enn í mína barnæsku þá voru það nokkrir „villingar“ í grunnskóla sem reyktu sígarettur og voru þannig að neyta nikótíns. Nú til dags er neyslan á nikótíni í formi hvítra nikótínpúða allt frá „villingunum“ til vinsælastu stelpunnar í bekknum. Nikótínpúðarnir eru auglýstir sem skaðlausir og eru fyrir framan ungmennin á miðlum þeirra og einnig eru foreldrar og fyrirmyndir þeirra að neyta þeirra. Þannig að það er ekkert skrítið að þau séu að neyta nikótíns á þennan hátt. Þessir púðar eru vissulega ekki með öll aukaefni sígarettu, veips eða íslenska neftóbaksins en það er ekki þar með sagt að þeir séu hollustuvara. Einn vinsælasti söluaðila nikótínpúða notar sænska tungu til auglýsing og auglýsir notkun á vörunni sem alltaf „brä“ eða alltaf hress! Þetta er siðlaus auglýsingamennska því nikótín er örvandi og ávanabindandi.Magnið af nikótíni sem er í púðum er líka oft mun meira en t.d. þegar fólk reykti, ekki það að við eigum samt að taka upp reykingar aftur í massavís.Í framtíðinni verður örugglega mikið af nikótínfíklum sem byrjuðu að neyta nikótíns í nikótínpúðum. Við ættum að kom af stað átaki þar sem nikótínpúðalausir 10. bekkir fá einhverja umbun frá skólayfirvöldum. Einnig þarf að kynna vel fyrir börnin og ungmennum skaðsemi af nikótíni. Hvað er til ráða? Ég biðla til þessa mikla tæknisamfélags sem við lifum í að gera eitthvað til að láta börnin okkar og ungmenni fara að hreyfa sig aftur, sofa betur, borða hollara og finnast orkudrykkir vera jafn ógeðslegir og fiskur í skólamötuneytinu. Við sem foreldrar verðum líka að fara að spyrna við og vera sjálf góðar fyrirmyndir. Það er engin von til að börnin hlusti á okkur ef við notum nikótínpúða, hreyfum okkur ekki, borðum ótæpilega af skyndibita og drekkum óhóflega af kaffi eða orkudrykkjum. Kosturinn við það vera fyrirmynd fyrir börnin sín er að heilsan mun einnig þakka okkur fyrir það. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Heilsa Börn og uppeldi Nikótínpúðar Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Það er eins og nútíma borgarlíferni sé að reyna að granda blessuðum börnunum okkar (og okkur sjálfum í leiðinni). Allt of margt í okkar líferni er að gera okkur svo ótrúlega auðvelt að lifa, borða og tæknin er alltaf að „létta“ okkur lífið og skrefin. Undanfarin ár hef ég haldið fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl fyrir börn og ungmenni. Á einum slíkum fyrirlestri fyrir unglinga um daginn var ég alveg sleginn út af laginu. Það var varla að unglingarnir sem voru þarna á fræðslunni gætu haldið sér vakandi (þó reyndi ég að vera skemmtilegur), fæst þeirra sögðust borða morgunmat, allflest játuðu að nota orkudrykki og fáir voru í reglulegri hreyfingu. Það þarf vitundarvakningu og alvöru átak til að efla ungmenni þessa lands til heilbrigðis. Það er svo ótrúlega margt í þeirra umhverfi sem er að ýta undir óheilsusamlegan lífsstíl. Óholl fæða Þetta vitum við nú öll en nú til dags er framboð af sætindum, skyndibita, gosdrykkjum, „orkudrykkjum“ og annarri gervifæðu er svo yfirgengilegt og auglýsingum þessara „matvara“ er einnig beint að ungmennunum á samfélagsmiðlum. Fyrir 30-40 árum þegar ég var að alast upp var vissulega alveg eitthvað um sætindi en í svo miklu minna magni. Maður fékk t.d. nammi í lítinn grænan nammipoka í sjoppunni en ekki í risapoka í nammilandi þar sem hægt er að koma 2 kg af sætindum. Einnig voru reglulegri máltíðir og skyndibitastaðir voru mjög fáir fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að ég fengi mér stundum sælgæti og sykraði Cheerios á morgnana þá drakk mikið af mjólk, borðaði fisk, kartöflur, kjöt, gulrætur, egg og alvöru fæðu. Skv. nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga þá neyta einungis 1% ungra kvenna ráðleggingum að 2-3 fiskmáltíðum í viku. Hreyfingarleysi Ofan á allt framboðið af sætindunum, gosdrykkjunum og skyndibitanum bætist mikið hreyfingarleysi ungmenna nútímans. Af tali við félaga minn sem er íþróttakennari nemenda á unglingastigi í grunnskóla þá segir hann að leyfi/fjarvist í leikfimi vera sorglega algengt og eigi oft við um stóran hluta heilu bekkjanna. Börn og unglingar sjást mun minna úti að leika sér nú til dags því framboðið á afþreyingu í snjallsímum og tölvuleikjum er orðið svo mikið. Til að bæta gráu ofan á kolsvart þá er tæknigeirinn líka að reyna að fá börnin okkar til að hreyfa sig ekki neitt þegar þau fara utandyra með því að koma með á markað RAFMAGNShlaupahjól! Stundum mætti halda að nútímatækni væri að reyna að granda heilsu okkar. Koffínneysla Því miður er orkudrykkjaneysla ótrúlega töff í augum ungmenna okkar og því getum við þakkað íþróttastjörnum og áhrifavöldum sem auglýsa þessa drykki sem hollustudrykki í öllum miðlum. Koffín er örvandi og ávanabindandi efni, það þekkjum við sjálf hin fullorðnu og er fyrsti bollinn á morgnana oft góður Koffínneysla ungmenni eykur verulega líkur á kvíða og svefnleysi sem er eitthvað sem ungmenni okkar þurfa síst á að halda. Samkvæmt rannsóknum þá er kvíði unglinga að aukast og sérstaklega unglingsstúlkna. Þó að það sé kaldhæðið þá væri betra fyrir börnin okkar að setjast niður með okkur foreldrunum á morgnana með kaffibolla í stað þess að fá sér orkudrykkinn sinn. Kaffibaunin er með andoxunarefnum en orkudrykkurinn er með óæskilegri aukaefni s.s. sætuefni. Nikótínpúðar Það er eitt að börnin okkar og ungmenni séu orðin háð koffíni en nú hafa nikótínpúðar náð hæstu hæðum í vinsældum hjá ungmennum okkar. Svo ég vitni nú einu sinni enn í mína barnæsku þá voru það nokkrir „villingar“ í grunnskóla sem reyktu sígarettur og voru þannig að neyta nikótíns. Nú til dags er neyslan á nikótíni í formi hvítra nikótínpúða allt frá „villingunum“ til vinsælastu stelpunnar í bekknum. Nikótínpúðarnir eru auglýstir sem skaðlausir og eru fyrir framan ungmennin á miðlum þeirra og einnig eru foreldrar og fyrirmyndir þeirra að neyta þeirra. Þannig að það er ekkert skrítið að þau séu að neyta nikótíns á þennan hátt. Þessir púðar eru vissulega ekki með öll aukaefni sígarettu, veips eða íslenska neftóbaksins en það er ekki þar með sagt að þeir séu hollustuvara. Einn vinsælasti söluaðila nikótínpúða notar sænska tungu til auglýsing og auglýsir notkun á vörunni sem alltaf „brä“ eða alltaf hress! Þetta er siðlaus auglýsingamennska því nikótín er örvandi og ávanabindandi.Magnið af nikótíni sem er í púðum er líka oft mun meira en t.d. þegar fólk reykti, ekki það að við eigum samt að taka upp reykingar aftur í massavís.Í framtíðinni verður örugglega mikið af nikótínfíklum sem byrjuðu að neyta nikótíns í nikótínpúðum. Við ættum að kom af stað átaki þar sem nikótínpúðalausir 10. bekkir fá einhverja umbun frá skólayfirvöldum. Einnig þarf að kynna vel fyrir börnin og ungmennum skaðsemi af nikótíni. Hvað er til ráða? Ég biðla til þessa mikla tæknisamfélags sem við lifum í að gera eitthvað til að láta börnin okkar og ungmenni fara að hreyfa sig aftur, sofa betur, borða hollara og finnast orkudrykkir vera jafn ógeðslegir og fiskur í skólamötuneytinu. Við sem foreldrar verðum líka að fara að spyrna við og vera sjálf góðar fyrirmyndir. Það er engin von til að börnin hlusti á okkur ef við notum nikótínpúða, hreyfum okkur ekki, borðum ótæpilega af skyndibita og drekkum óhóflega af kaffi eða orkudrykkjum. Kosturinn við það vera fyrirmynd fyrir börnin sín er að heilsan mun einnig þakka okkur fyrir það. Höfundur er næringarfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun