Patrik Sigurður ásakaður um svindl í Noregi: Gerir markið minna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 08:01 Patrik Sigurður Gunnarsson ver mark Viking í Noregi. Liðið situr sem stendur í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Twitter@vikingfotball Patrik Sigurður Gunnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands og aðalmarkvörður Viking í Noregi, hefur verið ásakaður um svindl með félagsliði sínu. Hann er talinn gera mark sitt vísvitandi minna er Viking leikur á heimavelli. Aftenbladet í Noregi greinir frá þessu og birtir myndir þessu til sönnunar. Þá ræddi blaðið einnig við Patrik Sigurð – sem nú er staddur með íslenska landsliðinu – um málið. „Þetta er ákveðin hefð sem ég geri fyrir leiki, þetta lætur mér líða vel. Ekkert meira en það að ég sparka aðeins í stangirnar,“ segir Patrik Sigurður. Samkvæmt Aftenbladet gerði Patrik Sigurður þó mun meira en það í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins gegn Jerv og HamKam. Eftir að aðstoðardómari leiksins hafði skoðað markið og samþykkt að allt væri með felldu þá ku markvörðurinn hafa fært báðar stangirnar örlítið inn á við. https://t.co/e8wRsJicgk— Aftenbladet.no (@StvAftenblad) May 30, 2022 Patrik segir það aldrei hafa verið ætlun sína að svindla. Þetta sé aðeins hefð eða hálfgerð hjátrú hjá honum. Bendir hann á hina ýmsu tilburði sem markverðir gera rétt áður en leikur hefst, hvort sem það er að slá í þverslá sína eða sparka í marksúlurnar. Markvörðurinn neitar því alfarið að þetta sé gert af ásettu ráði og bendir á að það sé innan verkahring dómara leiksins að staðfesta að ekkert sé að mörkunum. Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið líta illa út en persónulega hafði hann ekki tekið eftir þessu. „Þetta kemur á óvart. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hefð og hvað er ekki. Það er samt ekki hægt að framkvæma hefðina ef hún breytir stærð marksins, það gengur ekki. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið,“ sagði Nevland er Aftenbladet óskaði eftir skoðun hans. Nevland og Patrik sögðu þó báðir að markvörðurinn þyrfti að breyta hefð sinni þar sem þessi hefur áhrif á regluverk leiksins. Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Aftenbladet í Noregi greinir frá þessu og birtir myndir þessu til sönnunar. Þá ræddi blaðið einnig við Patrik Sigurð – sem nú er staddur með íslenska landsliðinu – um málið. „Þetta er ákveðin hefð sem ég geri fyrir leiki, þetta lætur mér líða vel. Ekkert meira en það að ég sparka aðeins í stangirnar,“ segir Patrik Sigurður. Samkvæmt Aftenbladet gerði Patrik Sigurður þó mun meira en það í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins gegn Jerv og HamKam. Eftir að aðstoðardómari leiksins hafði skoðað markið og samþykkt að allt væri með felldu þá ku markvörðurinn hafa fært báðar stangirnar örlítið inn á við. https://t.co/e8wRsJicgk— Aftenbladet.no (@StvAftenblad) May 30, 2022 Patrik segir það aldrei hafa verið ætlun sína að svindla. Þetta sé aðeins hefð eða hálfgerð hjátrú hjá honum. Bendir hann á hina ýmsu tilburði sem markverðir gera rétt áður en leikur hefst, hvort sem það er að slá í þverslá sína eða sparka í marksúlurnar. Markvörðurinn neitar því alfarið að þetta sé gert af ásettu ráði og bendir á að það sé innan verkahring dómara leiksins að staðfesta að ekkert sé að mörkunum. Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið líta illa út en persónulega hafði hann ekki tekið eftir þessu. „Þetta kemur á óvart. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hefð og hvað er ekki. Það er samt ekki hægt að framkvæma hefðina ef hún breytir stærð marksins, það gengur ekki. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið,“ sagði Nevland er Aftenbladet óskaði eftir skoðun hans. Nevland og Patrik sögðu þó báðir að markvörðurinn þyrfti að breyta hefð sinni þar sem þessi hefur áhrif á regluverk leiksins.
Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira