Áður voru þetta lurkar sem völdust í fangavörsluna Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2022 09:45 Guðmundur Gíslason kveður nú eftir fjöutíu ára starf. Vísir/Vilhelm Ímynd fangavarða hefur breyst í gegnum tíðina að sögn Guðmundar Gíslasonar skólastjóra Fangavarðaskóla ríkisins en hann kveður nú eftir rúma fjóra áratugi sem forstöðumaður. „Já, ég held að ímyndin hafi lagast á undanförnum áratugum. Áður fyrr var þetta dularfullt svolítið, eins og þú segir, hverjir fengust í þetta. Þegar ég byrjaði í þessu fyrir um 40 árum voru þetta stórir karlar – lurkar – sem völdust í þetta,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er nú að ljúka leik, hann hættir formlega í haust en verður meira og minna í fríi í sumar, við að leika golf. Hann segir það þakklátt eftir annasama tíð í starfi. Guðmundur kveður með að útskrifa metfjöldi úr skólanum. Aldrei hafa fleiri nemar verið útskrifaðir í einu eða alls 26 fangaverðir. „Nemendurnir stóðu sig allir með prýði og hlökkum við til langs og farsæls samstarfs í fangelsum ríkisins,“ segir í tilkynningu við mynd á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar. Stórir karlar völdust í starfið Fangavarðastarfið hefur löngum verið sveipað dulung; jafnvel verið illa þokkað. Fangelsi eru enda nöturlegir staðir og þar dvelur fólk sem hefur komist í kast við lögin, fólk sem er ekki á besta stað í sínu lífi. Guðmundur segir að starfið hafi byggst á vaktavinnu, unnið um nætur, jafnt og helgar og á helgidögum. „Rúllandi vaktakerfi. Ég hafði á tilfinningunni að það veldust í þetta karlar sem voru í annarri vinnu en notuðu þetta starf til að láta tímann líða og fá drýgja tekjurnar. Hér áður voru þetta oft iðnaðarmenn eða menn sem stunduðu sjálfstæðan rekstur sem voru í þessu. En svo þegar menn fóru að vilja hafa þetta faglegra með auknu námi hafa sótt í þetta aðilar sem eiga betur heima í þessu, við að hjálpa fólki og aðstoða, en ekki bara vera vaktmenn.“ Fangelsismálastofnun var áður deild í dómsmálaráðuneytinu en 1988 var hún stofnuð sem sjálfstæð deild og Guðmundur segir að æ síðan hafi markvisst verið unnið að því að auka fagmennsku í þessu starfi. En hvað þarf góður fangavörður að hafa til að bera? „Hann þarf að búa yfir umburðarlyndi, hann þarf að geta sett sig í spor annarra. Eins og ég segi allaf við nemendur: Fangavörður þarf að vera ákveðinn en sanngjarn. Ef maður ætlaði að setja þetta í tvö orð. Hann þarf að geta sagt nei við fólk, oft þarf að segja nei í þessu starfi og oft eru þetta stífar reglur sem þarf að fylgja í starfi. En fólk verður líka að geta sýnt samkennd. Þetta byggist á því að sýna ákveðna umönnun og hjálpa fólki. Það er alltaf verið að tala um betrun, sem mér finnst ekki heppilegt, það er úrelt orð, en reyna að fá fólk til að snúa úr ruglinu og gera eitthvað með tímann. Það er markmiðið.“ Stór hluti fanga á við fíknivanda að etja Guðmundur segir að fangar séu fólk sem kippt er út úr samfélaginu og sett í einhvers konar biðstöðu, og þá er mikilvægt að reyna að hjálpa fólki að nýta þann tíma vel. „Eins og að láta af vímuefnanotkun.“ Er það svo að meirihluti fanga eigi við fíknivanda að etja? „Já. Ótrúlega hátt hlutfall þeirra sem inni eru eiga við vímuefnavanda að etja; áfengi, dóp og pillur. Svo getur líka oft verið erfitt að eiga við jaðarhópa sem hreinlega er ekki hægt að vista á geðdeild því þeir eru dæmdir í refsingu. Og enda þá í fangelsi. Geðdeildir vilja ekki taka við þeim þó maður sjái að þeir eigi kannski heima annars staðar en í fangelsi. Þetta eru oft erfiðir einstaklingar eðli máls samkvæmt.“ Þegar Guðmundur hóf störf sem fangavörður þá var varla til sú kona sem sinnti því starfi. Nú eru þær um og yfir þriðjungur stéttarinnar.Vísir/Vilhelm Aukið nám, aukin fræðsla hafa bylt starfinu. Og Guðmundur nefnir að samhliða hafi orðið bylting í kynjasamsetningu. „Það hafa komið margar góðar konur í þetta og ég held að það sé úrslitaatriði í þessum rekstri. Konur eru að verða þriðjungur eða jafnvel meira af starfsmannahópnum en þetta eru í kringum 130 – 140 sem starfa að jafnaði sem fangaverðir. Það er auðvitað kvennadeild uppá Hólmsheiði og var í Kópavogi. Þegar ég byrjaði í þessu á sínum tíma var nánast engin kona sem var í þessu.“ Slysaðist í fangelsismálin Guðmundur segir að tilviljun hafi ráðið því að þetta reyndist lífsstarfið. Hann slysaðist inn í þetta þegar hann var í námi. Hann hafði verið að vinna í bygginga- og jarðvegsvinnu á sumrin. En þá voru verkföll yfirstandi. Hann byrjaði í Háskóla Íslands 1974 og rakst á auglýsingu í atvinnumiðlun stúdenta, hvort ekki vildu einhverjir reyna sig sem fangaverðir? „Ég lét á það reyna og var ráðinn. Ég var fangavörður í tíu ár á sumrin, var kennari í Réttarholtsskóla eftir nám og svo gerist það 1985 að forstöðumaðurinn hætti. Dómsmálaráðuneytið hafði samband við mig en þá vantaði mann til að vera forstöðumaður hegningarhússins og sjá um þessi skólamál jafnframt. Svo þróaðist þetta þannig að ég varð forstöðumaður meira og minna allra fangelsa á höfuðborgarsvæðinu. Hegningarhúsið 1985, svo tók ég líka við Kópavogsfangelsinu 1989 og Síðumúlafangelsinu 1992 eða þar til því var lokað 1996. Og svo fékk ég um tíma í fangið fangelsið á Akureyri um tíma og svo þegar Hegningarhúsinu var lokað 2016 tók ég við Hólmsheiðarfangelsinu nýja en hafði unnið að undirbúningi þess í tíu ár.“ Guðmundur segir að þegar hann hafi byrjað í þessu starfi hafi verið afskaplega fáir háskólamenntaðir menn sem störfuðu í geiranum. „Ég hafði reynslu sem fangavörður og hafði náð mér í þessar BA-gráður í sagnfræði og íslensku, sem ég tók í háskólanum. Kennaralaunin voru ekki beysin og þarna gafst mér kostur á miklu hærri launum. Og síðan hef ég verið í þessu.“ Lögregluþjónn er eitt – fangavörður annað Guðmundi segir að sér líði bara vel nú þegar glittir í starfslokin. Og hann segir mikið hafa breyst á þessum tíma. Fangavarðaskólinn, en fyrsta námskeið þar var haldið 1983, var í fyrstu hluti af Lögregluskóla ríkisins. Og var þá rekinn í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. „Skólinn fékk þar inni í sex eða sjö vikur og var þetta þá kallað fyrsta starfsnám fangavarða. Fangavarðastéttin var á þeim tíma afskaplega fámenn; sex til sjö sem fóru á hverjum tíma á námskeið. En þarna er upphafið talið vera. En þetta var rekið sem annexía af lögregluskólanum.“ Guðmundur Gíslason segir að himinn og haf sé á milli fjölda umsókna, þegar auglýst er eftir fangavörðum í afleysingar, þær eru svo miklu fleiri nú en var.Vísir/vilhelm Eins og áður sagði hóf Guðmundur störf sem forstöðumaður 1985 og tók við sem umsjónarmaður þessara námskeiða. Hann vildi þá frekar hafa þetta sem sjálfstæða einingu. „Árið 1986 reyndum við að taka þetta sem mest út úr lögreglumenntuninni, þetta eru mjög aðskilin störf. Óviðeigandi að þetta væri undirkafli í lögregluskólanum. Síðan hefur þetta verið rekið þannig að fangavarðaskólinn hefur verið með sér námsefni og sér aðstöðu. Þetta hefur verið lítil eining yfirleitt, oft hafa þetta verið í kringum tíu nemendur og skólinn ekki starfræktur á hverju ári. Stundum hafa liðið tvö til þrjú ár milli skólaára. En með árunum hefur fjölgað í hópnum. Það hafa bæst við fleiri fangelsi en voru í gamla daga og sem betur fer hefur fjölgað í hópi fangavarða einnig. Helsta meinið hér áður fyrr var að það hversu fáir astörfuðu í þessu en það hefur breyst.“ Mikil fjölgun umsækjenda Guðmundur segir Fangavarðaskólann hafa notið góðs af samstarfi við Lögregluskólann þó störfin séu ólík, en það hafi einkum verið í sambandi við líkamlega þjálfun. Góð aðstaða er í húsakynnum uppi á Krókhálsi þar sem Lögregluskólinn var lengi til húsa. Og þar er aðstaða fyrir verklegar æfingar. En hvernig stendur á því að fleiri sækja í að vilja verða fangaverðir? Af hverju metfjöldi útskrifaðra úr skólanum? Guðmundur segir það í þráðbeinu samhengi við aukna þörf. 2016 var fangelsið á Hólmsheiði tekið í gagnið og þar eru 56 pláss fyrir fanga. En á móti hafi minni fangelsi eins og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið í Kópavogi verið lögð niður. En það er sífellt meiri þörf í fangelsum að fá fólk til starfa og í afleysingar. Fólk kemur í ákveðinn tíma. „Þetta verður til að auka aðstreymi fólks í þetta starf,“ segir Guðmundur. Hann telur einnig það hafa áhrif að fleiri og fleiri eru að mennta sig í tengdum greinum; félags-, sál- og lögfræði og það skili sér í stéttina. Sú reynsla að hafa starfað í fangelsisgeiranum teljist eftirsóknarverð og himinn og haf sé á milli þess hversu margir sækja um afleysingastörf hjá Fangelsismálastofnum nú og var. Þetta hafi gjörbreyst til hins betra undanfarna áratugina. Dýrt að taka menn úr vinnu og setja á skólabekk „Síðan gerist það því miður, eins og með margt annað, að eftir bankakreppuna og svo í þessu Covid-rugli öllu saman, er ekki haldinn skóli í töluverðan tíma. Þá safnast upp þörf fyrir nám. Við breyttum þá kerfinu, tókum upp meira fjarnám, og það skýrir kannski þessa óvenjulega stóra árganga sem nú voru að útskrifast. Aldrei hafa verið fleiri í skóla hjá okkur.“ Nemendur eru að uppstöðu starfandi fangaverðir? „Starfið er þannig uppbyggt. Fólk er fyrst ráðið sem starfsmenn, fer þá á nýliðanámskeið, starfar í ákveðinn tíma þar til það getur farið í skóla.“ Guðmundur Gíslason lætur senn af störfum eftir rúmlega fjögutíu ár í fangelsismálunum.Vísir/Vilhelm Áður var skólinn rekinn eins og almennt staðarnám, en eftir því sem fjölgað hefur í hópum sem áttu að fara í námið, hefur þetta alltaf orðið dýrara og dýrara. „Þegar þú ert með starfandi einstakling sem þarf að fara í 3 til 5 mánuði á ári, tekur mann í fullu starfi og setur á skólabekk, þá er hann ekkert í vinnunni á meðan. Og þá þarf að ráða mann í staðinn. Þetta kostar milljóna tugi. Og þeir peningar hafa aldrei verið til í þessu kerfi,“ segir Guðmundur og glottir. Hann segir því að annarra leiða hafi verið leitað, bóklegar greinarnar sem fjarnámsgreinar og fleira í þeim dúr. „Það var ákveðið að gera þetta þannig að fólk væri bara í fullu starfi en fengi rýmri tíma en ella til að klára sitt nám og færi í verklegar lotur. Svo hægt væri að spara þessa skólaviðveru og kostnaðinn sem fylgdi henni. Það er meðal annars skýringin á því hvers vegna síðasti hópur og sá þarsíðasti, eru stórir hópar. Ef þetta væri venjulegt kennslustofunám hefðum við aldrei ráðið við það.“ Fangelsismál Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
„Já, ég held að ímyndin hafi lagast á undanförnum áratugum. Áður fyrr var þetta dularfullt svolítið, eins og þú segir, hverjir fengust í þetta. Þegar ég byrjaði í þessu fyrir um 40 árum voru þetta stórir karlar – lurkar – sem völdust í þetta,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er nú að ljúka leik, hann hættir formlega í haust en verður meira og minna í fríi í sumar, við að leika golf. Hann segir það þakklátt eftir annasama tíð í starfi. Guðmundur kveður með að útskrifa metfjöldi úr skólanum. Aldrei hafa fleiri nemar verið útskrifaðir í einu eða alls 26 fangaverðir. „Nemendurnir stóðu sig allir með prýði og hlökkum við til langs og farsæls samstarfs í fangelsum ríkisins,“ segir í tilkynningu við mynd á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar. Stórir karlar völdust í starfið Fangavarðastarfið hefur löngum verið sveipað dulung; jafnvel verið illa þokkað. Fangelsi eru enda nöturlegir staðir og þar dvelur fólk sem hefur komist í kast við lögin, fólk sem er ekki á besta stað í sínu lífi. Guðmundur segir að starfið hafi byggst á vaktavinnu, unnið um nætur, jafnt og helgar og á helgidögum. „Rúllandi vaktakerfi. Ég hafði á tilfinningunni að það veldust í þetta karlar sem voru í annarri vinnu en notuðu þetta starf til að láta tímann líða og fá drýgja tekjurnar. Hér áður voru þetta oft iðnaðarmenn eða menn sem stunduðu sjálfstæðan rekstur sem voru í þessu. En svo þegar menn fóru að vilja hafa þetta faglegra með auknu námi hafa sótt í þetta aðilar sem eiga betur heima í þessu, við að hjálpa fólki og aðstoða, en ekki bara vera vaktmenn.“ Fangelsismálastofnun var áður deild í dómsmálaráðuneytinu en 1988 var hún stofnuð sem sjálfstæð deild og Guðmundur segir að æ síðan hafi markvisst verið unnið að því að auka fagmennsku í þessu starfi. En hvað þarf góður fangavörður að hafa til að bera? „Hann þarf að búa yfir umburðarlyndi, hann þarf að geta sett sig í spor annarra. Eins og ég segi allaf við nemendur: Fangavörður þarf að vera ákveðinn en sanngjarn. Ef maður ætlaði að setja þetta í tvö orð. Hann þarf að geta sagt nei við fólk, oft þarf að segja nei í þessu starfi og oft eru þetta stífar reglur sem þarf að fylgja í starfi. En fólk verður líka að geta sýnt samkennd. Þetta byggist á því að sýna ákveðna umönnun og hjálpa fólki. Það er alltaf verið að tala um betrun, sem mér finnst ekki heppilegt, það er úrelt orð, en reyna að fá fólk til að snúa úr ruglinu og gera eitthvað með tímann. Það er markmiðið.“ Stór hluti fanga á við fíknivanda að etja Guðmundur segir að fangar séu fólk sem kippt er út úr samfélaginu og sett í einhvers konar biðstöðu, og þá er mikilvægt að reyna að hjálpa fólki að nýta þann tíma vel. „Eins og að láta af vímuefnanotkun.“ Er það svo að meirihluti fanga eigi við fíknivanda að etja? „Já. Ótrúlega hátt hlutfall þeirra sem inni eru eiga við vímuefnavanda að etja; áfengi, dóp og pillur. Svo getur líka oft verið erfitt að eiga við jaðarhópa sem hreinlega er ekki hægt að vista á geðdeild því þeir eru dæmdir í refsingu. Og enda þá í fangelsi. Geðdeildir vilja ekki taka við þeim þó maður sjái að þeir eigi kannski heima annars staðar en í fangelsi. Þetta eru oft erfiðir einstaklingar eðli máls samkvæmt.“ Þegar Guðmundur hóf störf sem fangavörður þá var varla til sú kona sem sinnti því starfi. Nú eru þær um og yfir þriðjungur stéttarinnar.Vísir/Vilhelm Aukið nám, aukin fræðsla hafa bylt starfinu. Og Guðmundur nefnir að samhliða hafi orðið bylting í kynjasamsetningu. „Það hafa komið margar góðar konur í þetta og ég held að það sé úrslitaatriði í þessum rekstri. Konur eru að verða þriðjungur eða jafnvel meira af starfsmannahópnum en þetta eru í kringum 130 – 140 sem starfa að jafnaði sem fangaverðir. Það er auðvitað kvennadeild uppá Hólmsheiði og var í Kópavogi. Þegar ég byrjaði í þessu á sínum tíma var nánast engin kona sem var í þessu.“ Slysaðist í fangelsismálin Guðmundur segir að tilviljun hafi ráðið því að þetta reyndist lífsstarfið. Hann slysaðist inn í þetta þegar hann var í námi. Hann hafði verið að vinna í bygginga- og jarðvegsvinnu á sumrin. En þá voru verkföll yfirstandi. Hann byrjaði í Háskóla Íslands 1974 og rakst á auglýsingu í atvinnumiðlun stúdenta, hvort ekki vildu einhverjir reyna sig sem fangaverðir? „Ég lét á það reyna og var ráðinn. Ég var fangavörður í tíu ár á sumrin, var kennari í Réttarholtsskóla eftir nám og svo gerist það 1985 að forstöðumaðurinn hætti. Dómsmálaráðuneytið hafði samband við mig en þá vantaði mann til að vera forstöðumaður hegningarhússins og sjá um þessi skólamál jafnframt. Svo þróaðist þetta þannig að ég varð forstöðumaður meira og minna allra fangelsa á höfuðborgarsvæðinu. Hegningarhúsið 1985, svo tók ég líka við Kópavogsfangelsinu 1989 og Síðumúlafangelsinu 1992 eða þar til því var lokað 1996. Og svo fékk ég um tíma í fangið fangelsið á Akureyri um tíma og svo þegar Hegningarhúsinu var lokað 2016 tók ég við Hólmsheiðarfangelsinu nýja en hafði unnið að undirbúningi þess í tíu ár.“ Guðmundur segir að þegar hann hafi byrjað í þessu starfi hafi verið afskaplega fáir háskólamenntaðir menn sem störfuðu í geiranum. „Ég hafði reynslu sem fangavörður og hafði náð mér í þessar BA-gráður í sagnfræði og íslensku, sem ég tók í háskólanum. Kennaralaunin voru ekki beysin og þarna gafst mér kostur á miklu hærri launum. Og síðan hef ég verið í þessu.“ Lögregluþjónn er eitt – fangavörður annað Guðmundi segir að sér líði bara vel nú þegar glittir í starfslokin. Og hann segir mikið hafa breyst á þessum tíma. Fangavarðaskólinn, en fyrsta námskeið þar var haldið 1983, var í fyrstu hluti af Lögregluskóla ríkisins. Og var þá rekinn í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. „Skólinn fékk þar inni í sex eða sjö vikur og var þetta þá kallað fyrsta starfsnám fangavarða. Fangavarðastéttin var á þeim tíma afskaplega fámenn; sex til sjö sem fóru á hverjum tíma á námskeið. En þarna er upphafið talið vera. En þetta var rekið sem annexía af lögregluskólanum.“ Guðmundur Gíslason segir að himinn og haf sé á milli fjölda umsókna, þegar auglýst er eftir fangavörðum í afleysingar, þær eru svo miklu fleiri nú en var.Vísir/vilhelm Eins og áður sagði hóf Guðmundur störf sem forstöðumaður 1985 og tók við sem umsjónarmaður þessara námskeiða. Hann vildi þá frekar hafa þetta sem sjálfstæða einingu. „Árið 1986 reyndum við að taka þetta sem mest út úr lögreglumenntuninni, þetta eru mjög aðskilin störf. Óviðeigandi að þetta væri undirkafli í lögregluskólanum. Síðan hefur þetta verið rekið þannig að fangavarðaskólinn hefur verið með sér námsefni og sér aðstöðu. Þetta hefur verið lítil eining yfirleitt, oft hafa þetta verið í kringum tíu nemendur og skólinn ekki starfræktur á hverju ári. Stundum hafa liðið tvö til þrjú ár milli skólaára. En með árunum hefur fjölgað í hópnum. Það hafa bæst við fleiri fangelsi en voru í gamla daga og sem betur fer hefur fjölgað í hópi fangavarða einnig. Helsta meinið hér áður fyrr var að það hversu fáir astörfuðu í þessu en það hefur breyst.“ Mikil fjölgun umsækjenda Guðmundur segir Fangavarðaskólann hafa notið góðs af samstarfi við Lögregluskólann þó störfin séu ólík, en það hafi einkum verið í sambandi við líkamlega þjálfun. Góð aðstaða er í húsakynnum uppi á Krókhálsi þar sem Lögregluskólinn var lengi til húsa. Og þar er aðstaða fyrir verklegar æfingar. En hvernig stendur á því að fleiri sækja í að vilja verða fangaverðir? Af hverju metfjöldi útskrifaðra úr skólanum? Guðmundur segir það í þráðbeinu samhengi við aukna þörf. 2016 var fangelsið á Hólmsheiði tekið í gagnið og þar eru 56 pláss fyrir fanga. En á móti hafi minni fangelsi eins og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið í Kópavogi verið lögð niður. En það er sífellt meiri þörf í fangelsum að fá fólk til starfa og í afleysingar. Fólk kemur í ákveðinn tíma. „Þetta verður til að auka aðstreymi fólks í þetta starf,“ segir Guðmundur. Hann telur einnig það hafa áhrif að fleiri og fleiri eru að mennta sig í tengdum greinum; félags-, sál- og lögfræði og það skili sér í stéttina. Sú reynsla að hafa starfað í fangelsisgeiranum teljist eftirsóknarverð og himinn og haf sé á milli þess hversu margir sækja um afleysingastörf hjá Fangelsismálastofnum nú og var. Þetta hafi gjörbreyst til hins betra undanfarna áratugina. Dýrt að taka menn úr vinnu og setja á skólabekk „Síðan gerist það því miður, eins og með margt annað, að eftir bankakreppuna og svo í þessu Covid-rugli öllu saman, er ekki haldinn skóli í töluverðan tíma. Þá safnast upp þörf fyrir nám. Við breyttum þá kerfinu, tókum upp meira fjarnám, og það skýrir kannski þessa óvenjulega stóra árganga sem nú voru að útskrifast. Aldrei hafa verið fleiri í skóla hjá okkur.“ Nemendur eru að uppstöðu starfandi fangaverðir? „Starfið er þannig uppbyggt. Fólk er fyrst ráðið sem starfsmenn, fer þá á nýliðanámskeið, starfar í ákveðinn tíma þar til það getur farið í skóla.“ Guðmundur Gíslason lætur senn af störfum eftir rúmlega fjögutíu ár í fangelsismálunum.Vísir/Vilhelm Áður var skólinn rekinn eins og almennt staðarnám, en eftir því sem fjölgað hefur í hópum sem áttu að fara í námið, hefur þetta alltaf orðið dýrara og dýrara. „Þegar þú ert með starfandi einstakling sem þarf að fara í 3 til 5 mánuði á ári, tekur mann í fullu starfi og setur á skólabekk, þá er hann ekkert í vinnunni á meðan. Og þá þarf að ráða mann í staðinn. Þetta kostar milljóna tugi. Og þeir peningar hafa aldrei verið til í þessu kerfi,“ segir Guðmundur og glottir. Hann segir því að annarra leiða hafi verið leitað, bóklegar greinarnar sem fjarnámsgreinar og fleira í þeim dúr. „Það var ákveðið að gera þetta þannig að fólk væri bara í fullu starfi en fengi rýmri tíma en ella til að klára sitt nám og færi í verklegar lotur. Svo hægt væri að spara þessa skólaviðveru og kostnaðinn sem fylgdi henni. Það er meðal annars skýringin á því hvers vegna síðasti hópur og sá þarsíðasti, eru stórir hópar. Ef þetta væri venjulegt kennslustofunám hefðum við aldrei ráðið við það.“
Fangelsismál Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira