Ætlum við að halda áfram að brjóta á börnum? Eymundur L. Eymundsson skrifar 31. maí 2022 21:30 Ár eftir ár tölum við um að það þurfi að gera betur í forvörnum til að minnka afleiðingar gagnvart vanlíðan barna. Vanlíðan barna spyr ekki um stöðu eða stétt frekar en líkamlegur vandi.Börn og fjölskyldur á að byggja upp en ekki brjóta niður eins og gert er og baráttan við kerfið og biðlistar lengjast. Það eru sögur um vanlíðan barna nær daglega í fjölmiðlum og það er eitthvað sem við sem samfélag og kerfi eigum ekki að samþykkja það er komið nóg. Sem samfélag og kerfið í heild verðum að gera betur fyrir börn og fjölskyldur framtíðarinnar.Það er nógu erfitt að glíma við vanlíðan alla daga og í vonleysinu fylgir sjálfsvígsáhætta og ég vil trúa því að nú hætti menn að tala og fari að framkvæma. Ég vona svo innilega að Ásmundur Einar mennta- og barnamálaráðherra muni fá hjálp frá skólakerfinu,samfélaginu og þeim sem vinna í geðheilbrigðismálum svo hægt sé að byggja upp góða framtíð og skapa verðmæti hjá börnum og fjölskyldum óháð stöðu eða stétt. Fá fagfólk til að vinna með tilfinningar, hugsanir, hegðun og atferli í skólum landsins er nefnillega ekki síður mikilvægt eins og við erum með tvo leikfimiskennara fyrir hreyfingu.Þegar barn glímir við vanlíðan á það að fjá hjálp hvort sem það er vegna foreldra eða það sé erfðatengt það er barnið á alltaf að vera í forgangi. Ef við látum ekki af fordómum og breytum ekki í skólakerfinu með betri forvörnum þá erum við ávallt að takast á við afleiðingar í stað þess að skapa verðmæti! Frá 12 ára aldri Það er svo grátlegt hvað lítið eða ekkert er fjallað um félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma ég hef reynt að vekja athygli á og mun gera áfram meðan virðing og viðurkenning er ekki til staðar fyrir börn og fullorðna.Félagsfælni byrjar oftast hjá börnum frá 10 til 15 ára aldri og að viðurkenna að manni líði illa og vita ekki hvert hægt er að leita er helvíti á jörð. Neikvæðar hugsanir og skömm hafði ég um sjálfan mig og var viss um allir væru að dæma mig og gera lítið úr mér. Lítið sem ekkert sjálfstraust eða sjálfsmynd,ég hataði sjálfan mig að þurfa að fela mína vanlíðan Ég var í fullri vinnu við að halda mér á lífi þar sem ég var með sjálfsvígshugsanir nær daglega frá 12 til 38 ára Ég forðaðist flestar aðstæður og mikill reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég hataði grunnskóla og entist tvo mánuði í framhaldsskóla. Þegar ég fór að sofa á kvöldin kveið ég fyrir því að vakna morguninn eftir og fara í trúðshlutverkið til að fela vanlíðan. Á mínum vinnustað forðaðist ég að fara í kaffi eða mat og mætti ekki á starfsmannafundi.Þegar félagar eða vinir fóru út á lífið þurfti ég að vera búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra og endaði ég oftast í blackout. Vímuefnamisnotkun,þunglyndi og mikil einangrun er nefnilega ein af afleiðingum félagsfælni. Það var til nafn Hvort sem það er líkamlegt eða andlegt skiptir öllu máli að hafa nafn yfir það sem maður glímir við svo hægt sé að taka á vandanum. Ég greinist með slitgigt árið 1994 og er þá 27 ára gamall. Ég þurfti í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur 2004 sem mistókst sem er það besta sem hefur gerst í mínu lífi. Það er svolítið skrýtið að segja að misheppnuð aðgerð og glíma við mikla verki oft á tíðum sé það besta sem hafi hent 37 ára gamlan mann. Árið 2005 var ég á verkjasviði á Kristnesi í Eyjafirði og þar var fræðsla og fengum bæklinga um kvíða,félagsfælni og þunglyndi. Þegar ég fór að lesa þessa bæklinga var eins og ég væri að lesa um mig frá a til ö. Að fá nafn yfir það sem maður glímir við og sjá að það voru ástæður fyrir minni vanlíðan og flótta frá lífinu gaf mér nýtt og betra líf. Ég sá nefnilega að hægt var að fá hjálp og til að eignast betra líf. Ég gat losnað úr einangrun og komist úr mykrinu og feluleiknum´með að vinna í sjálfum mér með opnum huga. Ég hef líka menntað og hef haft kjark og þor til að opna á félagsfælni og um leið hefur verið gefandi að segja frá úrræðum sem hafa hjálpað sem gæti hjálpað öðrum að eignast betra líf. Það er gott að vera 54 ára í dag og ég er þakklátur að hafa fengið hjálp frá frábæru fagfólki og notendum geðheilbrigðiskerfisins sem ég bý að í dag. Ég vona að börn og fjölskyldur fái hjálp til að byggja sig upp fyrir lífsins verkefni óháð stöðu eða stétt.Hættum að fela vandan og förum að viðurkenna og taka á vandanum í samfélaginu, skólakerfinu og kerfinu öllu.Það er mjög þreytandi að sjá hvernig er brotið á börnum og fjölskyldum í stað þess að byggja upp fyrir framtíðina. Höfundur er ráðgjafi og félagsliði með mikla reynslu af vanlíðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ár eftir ár tölum við um að það þurfi að gera betur í forvörnum til að minnka afleiðingar gagnvart vanlíðan barna. Vanlíðan barna spyr ekki um stöðu eða stétt frekar en líkamlegur vandi.Börn og fjölskyldur á að byggja upp en ekki brjóta niður eins og gert er og baráttan við kerfið og biðlistar lengjast. Það eru sögur um vanlíðan barna nær daglega í fjölmiðlum og það er eitthvað sem við sem samfélag og kerfi eigum ekki að samþykkja það er komið nóg. Sem samfélag og kerfið í heild verðum að gera betur fyrir börn og fjölskyldur framtíðarinnar.Það er nógu erfitt að glíma við vanlíðan alla daga og í vonleysinu fylgir sjálfsvígsáhætta og ég vil trúa því að nú hætti menn að tala og fari að framkvæma. Ég vona svo innilega að Ásmundur Einar mennta- og barnamálaráðherra muni fá hjálp frá skólakerfinu,samfélaginu og þeim sem vinna í geðheilbrigðismálum svo hægt sé að byggja upp góða framtíð og skapa verðmæti hjá börnum og fjölskyldum óháð stöðu eða stétt. Fá fagfólk til að vinna með tilfinningar, hugsanir, hegðun og atferli í skólum landsins er nefnillega ekki síður mikilvægt eins og við erum með tvo leikfimiskennara fyrir hreyfingu.Þegar barn glímir við vanlíðan á það að fjá hjálp hvort sem það er vegna foreldra eða það sé erfðatengt það er barnið á alltaf að vera í forgangi. Ef við látum ekki af fordómum og breytum ekki í skólakerfinu með betri forvörnum þá erum við ávallt að takast á við afleiðingar í stað þess að skapa verðmæti! Frá 12 ára aldri Það er svo grátlegt hvað lítið eða ekkert er fjallað um félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma ég hef reynt að vekja athygli á og mun gera áfram meðan virðing og viðurkenning er ekki til staðar fyrir börn og fullorðna.Félagsfælni byrjar oftast hjá börnum frá 10 til 15 ára aldri og að viðurkenna að manni líði illa og vita ekki hvert hægt er að leita er helvíti á jörð. Neikvæðar hugsanir og skömm hafði ég um sjálfan mig og var viss um allir væru að dæma mig og gera lítið úr mér. Lítið sem ekkert sjálfstraust eða sjálfsmynd,ég hataði sjálfan mig að þurfa að fela mína vanlíðan Ég var í fullri vinnu við að halda mér á lífi þar sem ég var með sjálfsvígshugsanir nær daglega frá 12 til 38 ára Ég forðaðist flestar aðstæður og mikill reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég hataði grunnskóla og entist tvo mánuði í framhaldsskóla. Þegar ég fór að sofa á kvöldin kveið ég fyrir því að vakna morguninn eftir og fara í trúðshlutverkið til að fela vanlíðan. Á mínum vinnustað forðaðist ég að fara í kaffi eða mat og mætti ekki á starfsmannafundi.Þegar félagar eða vinir fóru út á lífið þurfti ég að vera búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra og endaði ég oftast í blackout. Vímuefnamisnotkun,þunglyndi og mikil einangrun er nefnilega ein af afleiðingum félagsfælni. Það var til nafn Hvort sem það er líkamlegt eða andlegt skiptir öllu máli að hafa nafn yfir það sem maður glímir við svo hægt sé að taka á vandanum. Ég greinist með slitgigt árið 1994 og er þá 27 ára gamall. Ég þurfti í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur 2004 sem mistókst sem er það besta sem hefur gerst í mínu lífi. Það er svolítið skrýtið að segja að misheppnuð aðgerð og glíma við mikla verki oft á tíðum sé það besta sem hafi hent 37 ára gamlan mann. Árið 2005 var ég á verkjasviði á Kristnesi í Eyjafirði og þar var fræðsla og fengum bæklinga um kvíða,félagsfælni og þunglyndi. Þegar ég fór að lesa þessa bæklinga var eins og ég væri að lesa um mig frá a til ö. Að fá nafn yfir það sem maður glímir við og sjá að það voru ástæður fyrir minni vanlíðan og flótta frá lífinu gaf mér nýtt og betra líf. Ég sá nefnilega að hægt var að fá hjálp og til að eignast betra líf. Ég gat losnað úr einangrun og komist úr mykrinu og feluleiknum´með að vinna í sjálfum mér með opnum huga. Ég hef líka menntað og hef haft kjark og þor til að opna á félagsfælni og um leið hefur verið gefandi að segja frá úrræðum sem hafa hjálpað sem gæti hjálpað öðrum að eignast betra líf. Það er gott að vera 54 ára í dag og ég er þakklátur að hafa fengið hjálp frá frábæru fagfólki og notendum geðheilbrigðiskerfisins sem ég bý að í dag. Ég vona að börn og fjölskyldur fái hjálp til að byggja sig upp fyrir lífsins verkefni óháð stöðu eða stétt.Hættum að fela vandan og förum að viðurkenna og taka á vandanum í samfélaginu, skólakerfinu og kerfinu öllu.Það er mjög þreytandi að sjá hvernig er brotið á börnum og fjölskyldum í stað þess að byggja upp fyrir framtíðina. Höfundur er ráðgjafi og félagsliði með mikla reynslu af vanlíðan.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun