Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2022 22:30 Ragnar Ágúst Isaksen er tækjamaður hjá Finni ehf. á Akureyri. Arnar Halldórsson Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. Hún var kölluð sagan endalausa, deilan um Teigsskóg, og það voru eflaust margir sem héldu að þeir myndu aldrei sjá þann dag að vinnuvélar hæfu vegagerðina. Það var í gærmorgun sem gröfumaður Borgarverks hóf að grafa fyrir vegstæðinu. Það var þó annar maður sem var byrjaður fyrr í verkinu. Það er sá sem hefur verið að kurla niður skóginn, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Ragnar var mættur með kurlarann í skóginn áður en birkiskógurinn tók að laufgast.Ragnar Ágúst Isaksen Hann var mættur á undan öllum öðrum á vinnuvél með trjákurlara framaná, heitir Ragnar Isaksen, er 24 ára gamall sonur Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar. Hann starfar hjá akureyska verktakanum Finni ehf., sem tók að sér verkið fyrir Vegagerðina. „Ég er að kurla niður allt vegstæðið hérna og gera klárt fyrir Borgarverk.“ -Og hvað er langt síðan þú byrjaðir? „Það er svona rúmur mánuður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að þú ert í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg? „Já, það má alveg segja það.“ -Og ekkert samviskubit yfir því? „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar Ágúst. Hér sést vel hvernig búið er að kurla niður skóginn í vegstæðinu. Grafa Borgarverks byrjaði á því í gær að leggja vinnuslóða.Arnar Halldórsson Drónamyndirnir sýna hvernig Ragnar er langt kominn með að hreinsa burt allan trjágróður úr vegstæðinu en hann býst við að klára verkið um miðjan júní. Hinn eiginlegi Teigsskógur er þar sem sumarbústaðurinn sést við ströndina á myndum Stöðvar 2. Þar fyrir ofan eru hæstu trén en megnið af skóginum er þó kjarr undir tveggja metra hæð. -Ertu búinn að fara í gegnum háan skóg? „Já, það koma alveg kaflar þar sem eru stærri tré.“ -En það er ekki bara skógur hérna. Hér er falleg náttúra og fuglalíf. „Það vantar ekki. Heilmikið af því.“ Veglínan mótast í landi Grafar í Þorskafirði. Innar má sjá hvar verið er að brúa fjörðinn.Arnar Halldórsson -Ertu búinn að sjá haförninn hérna? „Já, hann flýgur hérna yfir mér daglega.“ -Hann er ekkert hræddur við þig? „Nei, alls ekki, sko,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Hún var kölluð sagan endalausa, deilan um Teigsskóg, og það voru eflaust margir sem héldu að þeir myndu aldrei sjá þann dag að vinnuvélar hæfu vegagerðina. Það var í gærmorgun sem gröfumaður Borgarverks hóf að grafa fyrir vegstæðinu. Það var þó annar maður sem var byrjaður fyrr í verkinu. Það er sá sem hefur verið að kurla niður skóginn, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Ragnar var mættur með kurlarann í skóginn áður en birkiskógurinn tók að laufgast.Ragnar Ágúst Isaksen Hann var mættur á undan öllum öðrum á vinnuvél með trjákurlara framaná, heitir Ragnar Isaksen, er 24 ára gamall sonur Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar. Hann starfar hjá akureyska verktakanum Finni ehf., sem tók að sér verkið fyrir Vegagerðina. „Ég er að kurla niður allt vegstæðið hérna og gera klárt fyrir Borgarverk.“ -Og hvað er langt síðan þú byrjaðir? „Það er svona rúmur mánuður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að þú ert í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg? „Já, það má alveg segja það.“ -Og ekkert samviskubit yfir því? „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar Ágúst. Hér sést vel hvernig búið er að kurla niður skóginn í vegstæðinu. Grafa Borgarverks byrjaði á því í gær að leggja vinnuslóða.Arnar Halldórsson Drónamyndirnir sýna hvernig Ragnar er langt kominn með að hreinsa burt allan trjágróður úr vegstæðinu en hann býst við að klára verkið um miðjan júní. Hinn eiginlegi Teigsskógur er þar sem sumarbústaðurinn sést við ströndina á myndum Stöðvar 2. Þar fyrir ofan eru hæstu trén en megnið af skóginum er þó kjarr undir tveggja metra hæð. -Ertu búinn að fara í gegnum háan skóg? „Já, það koma alveg kaflar þar sem eru stærri tré.“ -En það er ekki bara skógur hérna. Hér er falleg náttúra og fuglalíf. „Það vantar ekki. Heilmikið af því.“ Veglínan mótast í landi Grafar í Þorskafirði. Innar má sjá hvar verið er að brúa fjörðinn.Arnar Halldórsson -Ertu búinn að sjá haförninn hérna? „Já, hann flýgur hérna yfir mér daglega.“ -Hann er ekkert hræddur við þig? „Nei, alls ekki, sko,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23
Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44