Danir losa sig við undanþáguna Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2022 18:27 Danir héldu þjóðaratkvæðagreiðslu í dag sem virðist ætla að skila afgerandi niðurstöðu. AP/Emil Helms Yfirgnæfandi meirihluti danskra kjósenda samþykkti í dag að leggja niður undanþáguákvæði um þátttöku ríkisins í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í dag. Uppfært: 21:25 Kjörstaðir lokuðu klukkan sex að íslenskum tíma, átta í Danmörku, en samkvæmt útgönguspám kusu 69,1 prósent Dana að fella ákvæðið niður en 30,9 prósent vildu halda því, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Fyrstu tölur í Danmörku, þegar búið var að telja þriðjung atkvæða, sýndu að 65,4 prósent sögðu já og 34,6 nei. Lokatölur voru svo á þann veg að 66,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og vildu fella ákvæðið niður. 33,1 prósent sögðu nei. Áður höfðu skoðanakannanir sýnt að 44 prósent Dana vildu ákvæðið burt og 28 prósent vildu halda því. Nærri því tuttugu prósent sögðust óákveðin. Tölur um kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni liggja ekki fyrir enn. Danmörk hefur verið eina aðildarríki ESB sem var með undanþágu frá varnarsamstarfi sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir þetta skýrt merki um það að Danmörk standi með Úkraínu og öðrum bandamönnum Danmerkur í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði. The Danes have spoken! After 30 years, Denmark has voted to get rid of the EU defence opt-out. This is a powerful signal that Denmark stands united with Ukraine and our allies in the fight for freedom and democracy #dkpol #eudk #ukraine pic.twitter.com/d3jffGGfPZ— Anders Fogh Rasmussen (@AndersFoghR) June 1, 2022 Danmörk Evrópusambandið Hernaður Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Uppfært: 21:25 Kjörstaðir lokuðu klukkan sex að íslenskum tíma, átta í Danmörku, en samkvæmt útgönguspám kusu 69,1 prósent Dana að fella ákvæðið niður en 30,9 prósent vildu halda því, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Fyrstu tölur í Danmörku, þegar búið var að telja þriðjung atkvæða, sýndu að 65,4 prósent sögðu já og 34,6 nei. Lokatölur voru svo á þann veg að 66,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og vildu fella ákvæðið niður. 33,1 prósent sögðu nei. Áður höfðu skoðanakannanir sýnt að 44 prósent Dana vildu ákvæðið burt og 28 prósent vildu halda því. Nærri því tuttugu prósent sögðust óákveðin. Tölur um kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni liggja ekki fyrir enn. Danmörk hefur verið eina aðildarríki ESB sem var með undanþágu frá varnarsamstarfi sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir þetta skýrt merki um það að Danmörk standi með Úkraínu og öðrum bandamönnum Danmerkur í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði. The Danes have spoken! After 30 years, Denmark has voted to get rid of the EU defence opt-out. This is a powerful signal that Denmark stands united with Ukraine and our allies in the fight for freedom and democracy #dkpol #eudk #ukraine pic.twitter.com/d3jffGGfPZ— Anders Fogh Rasmussen (@AndersFoghR) June 1, 2022
Danmörk Evrópusambandið Hernaður Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira