Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur Atli Ísleifsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. júní 2022 10:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa talað mjög skýrt á fundum NATO varðandi inngöngu Svía og Finna í bandalagið. Vísir/Egill Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist ekki geta verið annað en bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur vegna NATO-umsóknar Svía og Finna, en Tyrkland hefur, eitt aðildarríkja, sett sig upp á móti inngöngu ríkjanna. Hafa Tyrkir þar sakað Svía um að skjóta skjólshúsi yfir ákveðnum Kúrdum, sem Tyrkir saka um að vera hryðjuverkamenn. „Það er vissulega á frekar viðkvæmu stigi akkúrat núna. 29 ríki eru alveg skýr. Það er ekki þannig að Tyrkir hafi lýst yfir andstöðu, heldur á þessum tímapunkti geti þau ekki [samþykkt inngöngu]. Ég veit að það eru samtöl í gangi og það skiptir svo miklu máli fyrir Atlantshafsbandalagið og svæðið í heild sinni að þetta leysist farsællega. Ég geri ráð fyrir að það takist,“ segir utanríkisráðherra. Er eitthvað sem íslensk stjórnvöld geta gert til að beita sér fyrir því? „Svona skref [staðfesting þingsins á viðbótarsamningnum] hefur áhrif á það. Þetta er að sýna viljann í verki og samstöðuna í verki. Við erum hér í samfloti við Norðurlöndin, og sérstaklega Danmörk sem ætlar líka að afgreiða málið eftir helgi. Við síðan tölum mjög skýrt á fundum NATO. Það hef ég gert um stuðning okkar við inngöngu Svía og Finna í NATO. Þannig að við höfum vissulega hlutverki að gegna, en við erum ekki að senda diplómata til Tyrklands á fundi. Við erum ekki beinir þátttakendur, en óbeinir.“ Þið ætlið að afgreiða þetta á sama tíma og Danir. Ertu bjartsýn á að það takist? „Já, ég er það. Það er yfirgnæfandi stuðningur um málið hér á Alþingi og þingið hefur sýnt bæði sveigjanlega og mikla samstöðu. Umræður hérna sýndu það þannig að ég held að það verði mikill sómi af afgreiðslu löggjafarþingsins hér á Íslandi gagnvart þessari umsókn,“ segir Þórdís Kolbrún. Alþingi NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist ekki geta verið annað en bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur vegna NATO-umsóknar Svía og Finna, en Tyrkland hefur, eitt aðildarríkja, sett sig upp á móti inngöngu ríkjanna. Hafa Tyrkir þar sakað Svía um að skjóta skjólshúsi yfir ákveðnum Kúrdum, sem Tyrkir saka um að vera hryðjuverkamenn. „Það er vissulega á frekar viðkvæmu stigi akkúrat núna. 29 ríki eru alveg skýr. Það er ekki þannig að Tyrkir hafi lýst yfir andstöðu, heldur á þessum tímapunkti geti þau ekki [samþykkt inngöngu]. Ég veit að það eru samtöl í gangi og það skiptir svo miklu máli fyrir Atlantshafsbandalagið og svæðið í heild sinni að þetta leysist farsællega. Ég geri ráð fyrir að það takist,“ segir utanríkisráðherra. Er eitthvað sem íslensk stjórnvöld geta gert til að beita sér fyrir því? „Svona skref [staðfesting þingsins á viðbótarsamningnum] hefur áhrif á það. Þetta er að sýna viljann í verki og samstöðuna í verki. Við erum hér í samfloti við Norðurlöndin, og sérstaklega Danmörk sem ætlar líka að afgreiða málið eftir helgi. Við síðan tölum mjög skýrt á fundum NATO. Það hef ég gert um stuðning okkar við inngöngu Svía og Finna í NATO. Þannig að við höfum vissulega hlutverki að gegna, en við erum ekki að senda diplómata til Tyrklands á fundi. Við erum ekki beinir þátttakendur, en óbeinir.“ Þið ætlið að afgreiða þetta á sama tíma og Danir. Ertu bjartsýn á að það takist? „Já, ég er það. Það er yfirgnæfandi stuðningur um málið hér á Alþingi og þingið hefur sýnt bæði sveigjanlega og mikla samstöðu. Umræður hérna sýndu það þannig að ég held að það verði mikill sómi af afgreiðslu löggjafarþingsins hér á Íslandi gagnvart þessari umsókn,“ segir Þórdís Kolbrún.
Alþingi NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40
Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09