Enn langt í að niðurstaða fáist í hoppukastalaslysið á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2022 12:13 Frá vettvangi hoppukastalaslyssins á Akureyri 1. júlí árið 2021. Vísir/Lillý Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra telur líklegt að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig hoppukastali, sem tókst á loft með hrikalegum afleiðingum á Akureyri í fyrrasumar, var festur. Rannsókn málsins er sögð á lokastigi. Eftir niðurstöðu matsmanns fer málið til ákærusviðs lögreglu sem mun gefa sér tíma til að meta hvort gefin verði út ákæra. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en afleiðingar slyssins voru meðal annars þær að sex ára stúlka slasaðist alvarlega. Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, segir í samtali við RÚV reikna með því að einhverjir mánuðir séu enn í að niðurstaða fáist frá dómkvöddum matsmanni. Í framhaldinu þarf saksóknari að ákveða hvort ákært verði í málinu. Það var þann 1. júlí í fyrra sem risastór hoppukastali, sem komið hafði verið fyrir við Skautahöllina á Akureyri, tókst á loft. Kastalinn ber nafnið Skrímslið en hann hafði verið fluttur norður í land. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð og allt tiltækt til slökkviliðs og lögreglu í Eyjafirði sent á staðinn. Leitað var að börnum við kastalann en fjöldi fólks er á Akureyri vegna N1-fótboltamóts 5. flokks karla sem var nýhafið. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að kastalinn hefði verið festur niður samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Hann taldi að einhver festing hefði að líkindum gefið sig. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, sagði að aldrei hefði komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. „Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað,“ sagði Alfreð. Hann benti einnig á að kröfur væru gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann gæti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en sagði hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. Aðstandendur stúlkunnar sem slasaðist, hin sex ára gamla Klara, hófu í ársbyrjun söfnun til styrktar stúlkunni og fjölskyldu hennar. „Við ætlum að sýna stuðning okkar í verki með því að taka þátt og styðja við móðir Klöru sem hefur fundið styrkinn í því að fara út og hreyfa sig og vera út í náttúrunni, sagði Ásthildur Björnsdóttir, frænka Klöru, í Reykjavík síðdegis í janúar. Öryggisatriði til að hafa í huga Árið 2018 fundaði öryggissvið Neytendastofu með kollegum frá Noregi og Svíþjóð, meðal annars um öryggi hoppukastala. Þar voru helstu öryggismál dregin saman. 1. Fullorðnir þurfa alltaf að fylgjast með - slysin verða oftast þegar of margir hoppa á sama tíma. 2. Setja hoppukastalann upp á mjúku undirlagi og gæta þess að autt svæði sé í kringum kastalann. Höggdempandi undirlag ætti að vera til staðar við inn og útgönguleiðir hoppukastalans. 3. Festa hoppukastala vel og gæta þess að hann sé heill og uppblásinn. Ef vindur er meira en 8 m/s skal hoppukastalinn ekki vera settur upp. Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en afleiðingar slyssins voru meðal annars þær að sex ára stúlka slasaðist alvarlega. Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, segir í samtali við RÚV reikna með því að einhverjir mánuðir séu enn í að niðurstaða fáist frá dómkvöddum matsmanni. Í framhaldinu þarf saksóknari að ákveða hvort ákært verði í málinu. Það var þann 1. júlí í fyrra sem risastór hoppukastali, sem komið hafði verið fyrir við Skautahöllina á Akureyri, tókst á loft. Kastalinn ber nafnið Skrímslið en hann hafði verið fluttur norður í land. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð og allt tiltækt til slökkviliðs og lögreglu í Eyjafirði sent á staðinn. Leitað var að börnum við kastalann en fjöldi fólks er á Akureyri vegna N1-fótboltamóts 5. flokks karla sem var nýhafið. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að kastalinn hefði verið festur niður samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Hann taldi að einhver festing hefði að líkindum gefið sig. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, sagði að aldrei hefði komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. „Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað,“ sagði Alfreð. Hann benti einnig á að kröfur væru gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann gæti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en sagði hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. Aðstandendur stúlkunnar sem slasaðist, hin sex ára gamla Klara, hófu í ársbyrjun söfnun til styrktar stúlkunni og fjölskyldu hennar. „Við ætlum að sýna stuðning okkar í verki með því að taka þátt og styðja við móðir Klöru sem hefur fundið styrkinn í því að fara út og hreyfa sig og vera út í náttúrunni, sagði Ásthildur Björnsdóttir, frænka Klöru, í Reykjavík síðdegis í janúar. Öryggisatriði til að hafa í huga Árið 2018 fundaði öryggissvið Neytendastofu með kollegum frá Noregi og Svíþjóð, meðal annars um öryggi hoppukastala. Þar voru helstu öryggismál dregin saman. 1. Fullorðnir þurfa alltaf að fylgjast með - slysin verða oftast þegar of margir hoppa á sama tíma. 2. Setja hoppukastalann upp á mjúku undirlagi og gæta þess að autt svæði sé í kringum kastalann. Höggdempandi undirlag ætti að vera til staðar við inn og útgönguleiðir hoppukastalans. 3. Festa hoppukastala vel og gæta þess að hann sé heill og uppblásinn. Ef vindur er meira en 8 m/s skal hoppukastalinn ekki vera settur upp.
Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira