Iðnmenntun og fasteignaskattar Drífa Snædal skrifar 3. júní 2022 12:01 Á fimmtudag var tíunda þing Samiðnar sett, en Samiðn er eitt af aðildarsamtökum ASÍ og vettvangur fagfólks í ýmsum iðngreinum. Mér hlaust sá heiður að ávarpa setninguna og lagði út frá nauðsyn þess að skólakerfið okkar gæti sinnt þeim fjölmörgu sem hafa áhuga á iðn- og tæknimenntun á öllum aldri. Í fyrra var 700 manns vísað frá iðn- og tæknimenntun og óttast er að það verði fleiri næsta vetur. Að auki er orðið erfitt um vik að bjóða aðfluttu fólki raunfærnimat því skólarnir eru misvel í stakk búnir til að taka við fólki sem hefur fengið hluta námsins metið. Ekki einungis erum við þannig að vísa frá fólki með vilja og áhuga á að læra iðn- og tæknigreinar heldur tekst okkur ekki að aðstoða aðflutt fólk að fá sína menntun og reynslu metna í nægjanlegum mæli. Þetta er á sama tíma og okkur sárvantar iðnaðarmenn þar sem grettistak í húsbyggingum er framundan og metfjöldi hælisleitenda hafa sótt um með þekkingu og reynslu, en líka í húsnæðisþörf. Einn helsti kostur okkar menntakerfis hefur verið sveigjanleiki og ég tel sjálfa mig vera afsprengi þess. Eins og svo mörg önnur hafði ég ekki hugmynd um framan af hvað mig langaði að gera. Ég flakkaði á milli fjölbrautar, háskóla og iðnskóla á yngri árum – svona eins og mörg gera. Auðvitað hafði öll menntun og reynsla mótandi áhrif, hvort sem hún endaði með brottfalli eða brautskrift, en annað og þriðja tækifæri reyndist nauðsynlegt í mínu tilviki sem er langt í frá einsdæmi. Að skilyrða inngöngu í menntun við aldur er feigðarflan því við sem tókum seinna við okkur vitum að við vorum síður en svo verri námsmenn eftir að smá lífsreynsla bættist í púkkið. Eftir samtal við fulltrúa á Samiðnarþinginu er ljóst að úrbætur í menntun standa iðnaðarmönnum nærri. Nægt framboð af iðn- og tæknimenntun verður örugglega eitt af áhersluatriðum í tengslum við kjarasamninga. Ef við svörum ekki kallinu er hætt við að fagmennska og vandað handbragð víki fyrir vanþekkingu og minnkandi framleiðni. Það viljum við síst af öllu að gerist og slíkt getur reynst dýrkeypt til lengdar. Fasteignamatshækkun sem á sér varla hliðstæðu Um mál málanna í vikunni vil ég þetta segja; nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir. Við munum fylgjast vel með því í haust þegar fjármálaákvarðanir sveitarstjórna fyrir árið 2023 eru teknar. Næsta vers er svo að endurmeta fasteignamatið sjálft og útreikninga á því. Nú verðum við að leggjast á eitt að stemma stigu við dýrtíð sem nú þegar er sligandi fyrir pyngjur heimilanna. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Fasteignamarkaður Skattar og tollar Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudag var tíunda þing Samiðnar sett, en Samiðn er eitt af aðildarsamtökum ASÍ og vettvangur fagfólks í ýmsum iðngreinum. Mér hlaust sá heiður að ávarpa setninguna og lagði út frá nauðsyn þess að skólakerfið okkar gæti sinnt þeim fjölmörgu sem hafa áhuga á iðn- og tæknimenntun á öllum aldri. Í fyrra var 700 manns vísað frá iðn- og tæknimenntun og óttast er að það verði fleiri næsta vetur. Að auki er orðið erfitt um vik að bjóða aðfluttu fólki raunfærnimat því skólarnir eru misvel í stakk búnir til að taka við fólki sem hefur fengið hluta námsins metið. Ekki einungis erum við þannig að vísa frá fólki með vilja og áhuga á að læra iðn- og tæknigreinar heldur tekst okkur ekki að aðstoða aðflutt fólk að fá sína menntun og reynslu metna í nægjanlegum mæli. Þetta er á sama tíma og okkur sárvantar iðnaðarmenn þar sem grettistak í húsbyggingum er framundan og metfjöldi hælisleitenda hafa sótt um með þekkingu og reynslu, en líka í húsnæðisþörf. Einn helsti kostur okkar menntakerfis hefur verið sveigjanleiki og ég tel sjálfa mig vera afsprengi þess. Eins og svo mörg önnur hafði ég ekki hugmynd um framan af hvað mig langaði að gera. Ég flakkaði á milli fjölbrautar, háskóla og iðnskóla á yngri árum – svona eins og mörg gera. Auðvitað hafði öll menntun og reynsla mótandi áhrif, hvort sem hún endaði með brottfalli eða brautskrift, en annað og þriðja tækifæri reyndist nauðsynlegt í mínu tilviki sem er langt í frá einsdæmi. Að skilyrða inngöngu í menntun við aldur er feigðarflan því við sem tókum seinna við okkur vitum að við vorum síður en svo verri námsmenn eftir að smá lífsreynsla bættist í púkkið. Eftir samtal við fulltrúa á Samiðnarþinginu er ljóst að úrbætur í menntun standa iðnaðarmönnum nærri. Nægt framboð af iðn- og tæknimenntun verður örugglega eitt af áhersluatriðum í tengslum við kjarasamninga. Ef við svörum ekki kallinu er hætt við að fagmennska og vandað handbragð víki fyrir vanþekkingu og minnkandi framleiðni. Það viljum við síst af öllu að gerist og slíkt getur reynst dýrkeypt til lengdar. Fasteignamatshækkun sem á sér varla hliðstæðu Um mál málanna í vikunni vil ég þetta segja; nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir. Við munum fylgjast vel með því í haust þegar fjármálaákvarðanir sveitarstjórna fyrir árið 2023 eru teknar. Næsta vers er svo að endurmeta fasteignamatið sjálft og útreikninga á því. Nú verðum við að leggjast á eitt að stemma stigu við dýrtíð sem nú þegar er sligandi fyrir pyngjur heimilanna. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun