Þrumuský yfir leigjendum Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2022 07:02 Það gustar um leigjendur sem aldrei fyrr. Guðmundur Hrafn Arngrímsson er formaður Leigjendasamtakanna. Hann segir að nú sé verið að tala sig inná réttmæti þess að leiga verði enn hækkuð en þar sé einfaldlega ekki borð fyrir báru. vísir/vilhelm/Vicky Marcó Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir leigjendur hafa þungar áhyggjur af stöðunni á leigumarkaði en allt bendir nú til að leiga hækki enn og aftur og nú rösklega. Guðmundur Hrafn segir ekkert borð fyrir báru og verið sé að trappa upp umræðu til að réttlæta slíkar hækkanir. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ritaði í vikunni grein á bloggsíðu sína þar sem hann bendir á að nánast öruggt sé að leiga muni hækka á næstunni. Hagfræðingurinn Már Mixa segir allt benda í þá átt að leiga muni hækka og það rösklega á næstunni.aðsend Hann bendir á að leiguverð hafi, samkvæmt Þjóðskrá hækkað um rúmlega tvö prósent milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það ætti ekki að koma á óvart en ólíkt húsnæðisverði hafi leiga lækkað í Covid-ástandinu. Már segir ástæðuna blasa við; margar íbúðir sem áður voru á Airbnb-skammtímaleigumarkaðinum fóru á almennan leigumarkað þegar að ferðamenn hættu að koma til landsins. „Nú, þegar að ferðamenn eru aftur að koma í svipuðum takti og árin 2016-2017 þá fara margar leiguíbúðir aftur á Airbnb markaðinn og framboð fyrir venjulegt fólk á langtímaleigumarkaði fer aftur að minnka.“ Samhliða eykst þörf fyrir því að þjónusta ferðamennina og þá þurfi meira húsnæði undir það vinnuafl. Sífellt fleiri koma inn á logandi leigumarkað Hér leggst í raun allt á eitt. Að sögn Más er fylgni milli húsnæðis- og leiguverðs. Húsnæðisekla er á Íslandi og það ástand á ekki eftir að lagast á næstunni. Þegar svo við bætist hækkun fasteignaskatta er næsta víst að leigusalar muni skrúfa upp leiguverðið. Már telur að þar verði um verulega hækkun að ræða. Guðmundur Hrafn segir í samtali við Vísi leigjendur afar uggandi yfir stöðunni. Hann segir framboðsskort enn aukast. „Sífellt fleiri að koma inn á logandi leigumarkaðinn. Mörgum leigjendum finnst ósanngjarnt að þurfa að borga fyrir sjálfsagt göfuglyndi samfélagsins með móttöku flóttafólks og innflutning á vinnuafli sem tryggja á hagvöxt í landinu með velferð sinni og öryggisleysi,“ segir Guðmundur. Þar sé einfaldlega ekki svigrúm. En benda ekki allar forsendur í þessa sömu átt að rösklegri hækkun á leiguverði? „Jú, það er verið að byggja undir þá röksemd að leiga hækki. Við mótmælum því að það sé réttlætanlegt í ljósi þróunar í íslenskum leigumarkaði,“ segir Guðmundur Hrafn. Öllum kostnaði velt yfir á leigjendur „Við teljum ekki réttlætanlegt að tímabundið ástand þar sem leiguverð hélst í ákveðnu heilbrigðu samræmi við neysluvísitölu og þróun fasteignaverðs gefi innistæðu fyrir því að verðmyndun verði eins óeðlileg og hún var fyrir Covid. Guðmundur Hrafn segir að öllum kostnaði sé velt yfir á leigjendur, þeir eru endastöðin en nú sé bara ekki af meiru að taka í þeim ranni.Vicky Marcó Öllum kostnaði, raunkostnaði sem óbeinum kostnaði hefur verið velt inn á leigumarkaðinn með þeim hætti að einungis lítill hluti þeirra var réttlætanlegar.“ Í síðasta mánuði var boðað til sérstaks leigjendaþings af hálfu Samtaka leigjenda. Þar hélt Guðmundur Hrafn erindi og fór yfir stöðuna. Þó fæstir vilji vera á leigumarkaði er það svo að leigumarkaður á Íslandi hefur stækkað mikið frá 2005. Samkvæmt gögnum hans eru 32 þúsund þinglýstir húsaleigusamningar á Íslandi. Það er metið svo að í kringum 60 prósent leigusamninga á Íslandi sé þinglýst sem þýðir þá að fjöldi heimila á leigumarkaði er á bilinu 40 til 45 þúsund á Íslandi. Hér neðar má sjá nokkrar þeirra glæra sem Guðmundur Hrafn varpaði upp í erindi sínu sem mega heita lýsandi. Þar má sjá að staðan er heldur nöturleg á Íslandi þegar þessi hópur á í hlut. Öll loforð um aðgerðir svikin Guðmundur Hrafn er ósáttur við aðgerðarleysi stjórnvalda við stöðu sem hann kallar neyðarstig. Hann segir að ítrekað hafi verið kallað eftir aðgerðum til að mæta vanda sem blasir við en allt hefur komið fyrir ekki. Því hafi beinlínis verið lofað í lífskjarasamningunum en það allt svikið. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lofaði leigubremsu sem stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamningana 2019. En leigubremsa takmarkar möguleika leigusalanna að hækka húsaleigu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lagði að sögn Guðmundar Hrafns fram frumvarp um þak á leiguverð eða leigubremsu en ekkert varð af þeim áformum.vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félagsmálaráðherra, lagði í kjölfarið fram frumvarp um leigubremsu í febrúar 2020. Í sama loforðapakka – „stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamninga" – var lofað stuðningi við Hagsmunasamtök leigjenda. Þetta var krafa verkalýðshreyfingarinnar, samþykkt, undirritað og kynnt af stjórnvöldum 3. apríl 2019. Þetta hefur allt verið svikið. Meira að segja hefur verkalýðshreyfingin samþykkt nýja aðgerðaráætlun stjórnvalda sem tekur á hvorugum þessara aðgerða sem þau börðust fyrir og fengu samþykkt árið 2019,“ segir Guðmundur Hrafn. Er ekki staðreyndin einfaldlega sú, að húseigendur eru sterkasti þrýstihópurinn á Íslandi og stjórnmálamenn munu aldrei gera neitt sem ekki samræmist hagsmunum þeirra? „Það er svo að íhlutun í verðmyndun á leigumarkaði mun slá á verðhækkanir á fasteignamarkaði og gera fleirum kleift að komast í séreign og koma jafnvægi á verðmyndun bæði á leigumarkaði og fasteignamarkaði. Það mun hafa áhrif jákvæð á fasteignaskatta. Þessar hækkanir gagnast mest þeim eru að braska með fasteignir. Þær gagnast engum öðrum. En, jú, það er rétt að húseigendur eru nógu margir í þeirri trú að þetta sé til hagsbóta fyrir þá,“ segir Guðmundur Hrafn. Lítt dulbúnar hótanir hreysishróks Enginn hörgull er á hrollvekjandi reynslusögum af hremmingum leigjenda á leigumarkaði þar sem gengur á ýmsu. Guðmundur segist til að mynda hafa upplifað öryggisleysi í vetur þegar hann átti í samskiptum við leigusala sem var að leigja út gluggalausa kjallarageymslu í Breiðholti. „Ég tók skjámynd af auglýsingu hans inni á leigusíðu á Facebook og setti inn á umræðuhóp leigjenda. Ég sendi leigusalanum póst og spurði um flóttaleiðir og loftskipti í rýminu. Nokkrum mínútum síðar skrifaði hann mér skilaboð, þar sem hann listaði upp öll mín fyrri heimilisföng og klikkti svo út með að hann vonaði ég myndi komast út þegar kviknar í hjá mér.“ Guðmundi Hrafni brá við þessar lítt dulbúnu hótanir. Hann komst svo fljótlega að því að viðkomandi er teymisstjóri brunabótamats hjá fasteignaskrá, aka þjóðskrá. „Ég hringdi þangað og bað um hann, til að fullvissa mig um að hann væri í vinnunni. Hann var inni. Það sannfærði mig um að hann væri að fletta mér upp í þjóðskrá.“ Guðmundur Hrafn kærði þetta atvik til Persónuverndar og persónverndarfulltrúa þjóðskrár. „Lögfræðingur Persónuverndar hvatti mig til að kæra þetta til lögreglunnar vegna óbeinna hótana sem augljóslega fælust í þessum skilaboðum. Sem ég og gerði en þá byrjaði vitleysan fyrst.“ „Ég veit hvar þú átt heima“ Eftir að Guðmundur Hrafn hafði sent ákærusviði lögreglunnar gögn og téð samskipti var honum úthlutaður tími í skýrslutöku. „Á sama tíma sendi ég gögnin til persónuverndarfulltrúa Þjóðskrár. Hann var þá í veikindaleyfi en svaraði mér eftir að ég hafði ítrekað beiðni mína. Ég mætti til skýrslutöku nokkrum dögum seinna á Hverfisgötunni. Þar beið mín snaggaralegur lögreglufulltrúi sem virtist bíða í ofvæni eftir mér bakvið glerið.“ Þeir Guðmundur Hrafn settumst inn í skýrslutökuherbergið og hófu spjallið. „Hann sagði við mig mjög fljótt að hann ætti erfitt með að lesa úr þessu einhverja hótun. Ég sagði einsýnt að í þessu skeyti fælist ákveðið valdboð, þar sem þessi aðili sem ég vissi engin önnur deili á en sú að hann er stórtækur „slumlord“ eða „hreysishrókur“ með að minnsta kosti 4-5 álíka eignir í útleigu. Með þessu skeyti skapi hann hjá mér þau hugrenningatengsl að mér og börnum mínum sé ekki óhætt heimafyrir; hann viti hvar ég búi og um alla þá staði þar sem ég hef haldið heimili.“ Lögreglumaðurinn maldaði í móinn og Guðmundi Hrafni blöskraði fálætið. „Ég stóð upp og gekk eitt skref að honum benti fingri á hann og sagði: Ég veit hvar þú átt heima!“ Lögreglumaðurinn reyndist sjálfur leigusali og pabbi hans líka Guðmundur Hrafn segir að það hafi komið á lögregluþjóninn við þessa framhleypni. „Ég settist niður og spurði hann hvort honum þætti felast hótun í þessum orðum mínum? Hann svaraði því til að það færi eftir samhenginu. Guðmundur Hrafn segir að ýmislegt gangi á þegar leigumarkaðurinn er annars vegar og segir furðusögu af samskiptum sínum við hreysahrók og lögregluna sem sjálf var á kafi í leigusölu.Vicky Marcó Við tókum í framhaldinu upp tal um hegðun leigusala og valdaójafnvægi og þá sagði hann mér að hann sjálfur væri nú með nokkrar íbúðir sjálfur í útleigu og að hann hafi veitt afslátt á húsaleigunni í desember 2020 vegna Covid. Að hann væri einn af þeim góðu. Hann sagði mér að það gilti hinsvegar alls ekki um pabba hans. Pabbi hans væri ansi harður, en hann væri með enn fleiri íbúða í útleigu. Hann hefði engan afslátt gefið og það kynni lögreglumaðurinn ekki við.“ Lögreglumaðurinn sagði Guðmundi Hrafni að sjálfur væri hann að reyna að draga sig út úr þessu og að hann hafi til að mynda látið son sinn fá eina íbúðina sem var til útleigu. „Þarna sat ég sem sagt og ræddi við einn þriggja kynslóða leigusala! Í skýrslutöku. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað illa skrifað atriði. Ég leit í kringum mig til að fullvissa mig um að ekki væri verið að atast í mér. Við ræddum áfram um vandræðin við að vera leigjandi og ekki síst erfiðleikana við að vera leigusali. Hann hafði greinilega þörf á því að tjá sig um þetta og var eins og hann væri að leita eftir syndaaflausn frá mér.“ „Mér finnst þetta ekki alvarleg hótun“ Guðmundur Hrafn og lögregluþjónninn/leigusalinn ræddu á þessu stigi frásagnarinnar hversu óréttlátt greiðslumat í bönkunum væri, nokkuð sem Guðmundur Hrafn vildi meina að viðhéldi ástandi á leigumarkaði og kæmi í veg fyrir að fólk á leigumarkaði kæmist í séreign. „Þegar þarna var komið sögu hélt ég að við tveir værum farnir að nálgast hvor annan í samtalinu, að þarna væri einhver flötur á þessu sem við gætum deilt skilningi og afstöðu.“ Og lögregluþjóninn vildi endilega deila sögu af föður sínum leigusalanum með Guðmundi Hrafni, um hversu óheilbrigt og ósanngjarnt greiðslumatið er. „Pabbi hans ætlaði að kaupa sér aðra íbúð, en fékk ekki greiðslumat í bankanum vegna hversu tekjulágur hann var. Guðmundur Hrafn lenti í sérdeilis furðulegri uppákomu, og lýsandi, þegar hann mætti til skýrslutöku hjá lögreglunni. Lögregluþjóninn sem tók skýrsluna reyndist vera leigusali og pabbi hans líka.Vicky Marcó Þetta fannst lögreglumanninum fáránlegt. Sá gamli þurfti að leysa málið með því að borga íbúðina með debetkortinu. Þarna fannst lögreglumanninum við deila kjörum og örlögum vegna óréttlætis greiðslumats og þeirra takmarkana sem því fylgja. Ég fékk alveg nóg. Stóð upp og gekk út. Þá kallar hann á eftir mér: „Guðmundur, ég verð að láta þig vita af því að ákærusviðið vill taka við kærunni. Þrátt fyrir að mér finnist þetta ekki alvarleg hótun.““ Guðmundur Hrafn segist hafa verið í nettu áfalli eftir þessa sérkennilegu reynslu sem þó lýsir lýsir stöðunni og því hversu fáránleg hún getur reynst. Leigjendur eiga í fá hús að venda „Málið fór svo ekkert lengra hjá lögreglunni vegna þess að ég ákvað að aðhafast ekki meir á þessum tímapunkti, heldur einbeita mér að því fá viðbrögð frá persónuverndarfulltrúa Þjóðskrár. Ég gekk mikið á eftir honum og nokkrum vikum seinna fékk ég þau svör að hann teldi þennan ágreining minn og teymisstjóra brunabótamats fasteignaskrár vera persónulegan og því ekki á forræði hans að úrskurða eða aðhafast. Ég mótmælti því og sagði að þarna væri viðkomandi klárlega að nýta sér aðgang að persónulegum upplýsingum um mig sem hann svo notar til að vekja upp ótta hjá mér, ótta um heilsu mína og fjölskyldu.“ En persónuverndarfulltrúanum varð ekki hnikað. Hann ætlaði ekki að aðhafast meira í málinu. Guðmundur Hrafn veit ekki enn hvort téður leigusali hafi nýtt sér aðgang að upplýsingum úr Þjóðskrá um sig, þar sem hann rakti sig í gegnum alls fimm heimilisföng eða hvort þær upplýsingar hafi hann haft eftir öðrum leiðum. „Ég prófaði að leita á netinu að fyrr heimilisföngum, en eftir mikla leit fann ég eitt.“ Þessi furðusaga af samskiptum formanns leigendasamtakanna og lögregluþjóns sem tók af honum skýrslu sýnir að leigumarkaðurinn teygir anga sína víða og leigjendur eru í þröngri stöðu. Eini leigjandinn í 25 manna hópi þjóðhagsráðs Guðmundur Hrafn nefnir annað dæmi en hann sat í undirhópi þjóðhagsráðs um leigumarkaðinn. Þetta var síðasta mars. „Sá sem stýrði þeim undirhópi þjóðhagsráðs um leigumarkaðinn var líka leigusali, sem og sonur hans. ég sat á tveggja daga fundi í þessum hópi, um að reyna að skilgreina vandamálin á leigumarkaði. Ég var eini leigjandinn í 25 manna hópi. Guðmundur Hrafn sat í undirbúningshópi þjóðhagsráðs um leigumarkaðinn. Eini leigjandinn í 25 manna hópi.Vicky Marcó Þarna voru fulltrúar fasteignafélaga, ráðuneyta, stofnana, leigufélaga, SA og SI. Allir í vinnunni, nema eini leigjandinn.“ Guðmundur segir fundina hafa verið í samræmi við þetta skökku stöðu. „Eftir fyrsta vinnudaginn, þar sem farið var hring eftir hring og fólk átti að lesa upp þau atriði sem þeim fannst mætti bæta á leigumarkaði, þá átti ég eftir 15 punkta, en allir aðrir búnir að lesa upp sína punkta.“ Guðmundur Hrafn fékk að byrja næsta morgun en þurfti að þrátta við fundarstjórann sem gerði svo góðlátlegt grín að því hversu mikið hann átti eftir af punktum. „Þegar þarna var komið við sögu lá fyrir og var í raun hrópandi hvernig hið vel setta eignafólk sá vandamálin á leigumarkaði öðrum augum og frá sínum bæjardyrum en við leigjendur. Meira og minna allt sem kom frá þeim sneri að því að bæta tölulegar upplýsingar um leigumarkaðinn, einfalda byggingareglugerð, stytta skipulagsferli, skerpa á fjármögnunarleiðum fyrir óhagnaðardrifinn íbúðarekstur og þess háttar. Atriði mín hins vegar sneru að réttindum, öryggi, velferð og fjárhagi leigjenda. En þau eru ekki ávörpuð í skýrslu átakshópsins, heldur eingöngu krafa Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða Íbúðalánastjóðs um frekari verkefni til stofnunarinnar við að safna gögnum.“ Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Húsnæðismál Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ritaði í vikunni grein á bloggsíðu sína þar sem hann bendir á að nánast öruggt sé að leiga muni hækka á næstunni. Hagfræðingurinn Már Mixa segir allt benda í þá átt að leiga muni hækka og það rösklega á næstunni.aðsend Hann bendir á að leiguverð hafi, samkvæmt Þjóðskrá hækkað um rúmlega tvö prósent milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það ætti ekki að koma á óvart en ólíkt húsnæðisverði hafi leiga lækkað í Covid-ástandinu. Már segir ástæðuna blasa við; margar íbúðir sem áður voru á Airbnb-skammtímaleigumarkaðinum fóru á almennan leigumarkað þegar að ferðamenn hættu að koma til landsins. „Nú, þegar að ferðamenn eru aftur að koma í svipuðum takti og árin 2016-2017 þá fara margar leiguíbúðir aftur á Airbnb markaðinn og framboð fyrir venjulegt fólk á langtímaleigumarkaði fer aftur að minnka.“ Samhliða eykst þörf fyrir því að þjónusta ferðamennina og þá þurfi meira húsnæði undir það vinnuafl. Sífellt fleiri koma inn á logandi leigumarkað Hér leggst í raun allt á eitt. Að sögn Más er fylgni milli húsnæðis- og leiguverðs. Húsnæðisekla er á Íslandi og það ástand á ekki eftir að lagast á næstunni. Þegar svo við bætist hækkun fasteignaskatta er næsta víst að leigusalar muni skrúfa upp leiguverðið. Már telur að þar verði um verulega hækkun að ræða. Guðmundur Hrafn segir í samtali við Vísi leigjendur afar uggandi yfir stöðunni. Hann segir framboðsskort enn aukast. „Sífellt fleiri að koma inn á logandi leigumarkaðinn. Mörgum leigjendum finnst ósanngjarnt að þurfa að borga fyrir sjálfsagt göfuglyndi samfélagsins með móttöku flóttafólks og innflutning á vinnuafli sem tryggja á hagvöxt í landinu með velferð sinni og öryggisleysi,“ segir Guðmundur. Þar sé einfaldlega ekki svigrúm. En benda ekki allar forsendur í þessa sömu átt að rösklegri hækkun á leiguverði? „Jú, það er verið að byggja undir þá röksemd að leiga hækki. Við mótmælum því að það sé réttlætanlegt í ljósi þróunar í íslenskum leigumarkaði,“ segir Guðmundur Hrafn. Öllum kostnaði velt yfir á leigjendur „Við teljum ekki réttlætanlegt að tímabundið ástand þar sem leiguverð hélst í ákveðnu heilbrigðu samræmi við neysluvísitölu og þróun fasteignaverðs gefi innistæðu fyrir því að verðmyndun verði eins óeðlileg og hún var fyrir Covid. Guðmundur Hrafn segir að öllum kostnaði sé velt yfir á leigjendur, þeir eru endastöðin en nú sé bara ekki af meiru að taka í þeim ranni.Vicky Marcó Öllum kostnaði, raunkostnaði sem óbeinum kostnaði hefur verið velt inn á leigumarkaðinn með þeim hætti að einungis lítill hluti þeirra var réttlætanlegar.“ Í síðasta mánuði var boðað til sérstaks leigjendaþings af hálfu Samtaka leigjenda. Þar hélt Guðmundur Hrafn erindi og fór yfir stöðuna. Þó fæstir vilji vera á leigumarkaði er það svo að leigumarkaður á Íslandi hefur stækkað mikið frá 2005. Samkvæmt gögnum hans eru 32 þúsund þinglýstir húsaleigusamningar á Íslandi. Það er metið svo að í kringum 60 prósent leigusamninga á Íslandi sé þinglýst sem þýðir þá að fjöldi heimila á leigumarkaði er á bilinu 40 til 45 þúsund á Íslandi. Hér neðar má sjá nokkrar þeirra glæra sem Guðmundur Hrafn varpaði upp í erindi sínu sem mega heita lýsandi. Þar má sjá að staðan er heldur nöturleg á Íslandi þegar þessi hópur á í hlut. Öll loforð um aðgerðir svikin Guðmundur Hrafn er ósáttur við aðgerðarleysi stjórnvalda við stöðu sem hann kallar neyðarstig. Hann segir að ítrekað hafi verið kallað eftir aðgerðum til að mæta vanda sem blasir við en allt hefur komið fyrir ekki. Því hafi beinlínis verið lofað í lífskjarasamningunum en það allt svikið. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lofaði leigubremsu sem stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamningana 2019. En leigubremsa takmarkar möguleika leigusalanna að hækka húsaleigu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lagði að sögn Guðmundar Hrafns fram frumvarp um þak á leiguverð eða leigubremsu en ekkert varð af þeim áformum.vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félagsmálaráðherra, lagði í kjölfarið fram frumvarp um leigubremsu í febrúar 2020. Í sama loforðapakka – „stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamninga" – var lofað stuðningi við Hagsmunasamtök leigjenda. Þetta var krafa verkalýðshreyfingarinnar, samþykkt, undirritað og kynnt af stjórnvöldum 3. apríl 2019. Þetta hefur allt verið svikið. Meira að segja hefur verkalýðshreyfingin samþykkt nýja aðgerðaráætlun stjórnvalda sem tekur á hvorugum þessara aðgerða sem þau börðust fyrir og fengu samþykkt árið 2019,“ segir Guðmundur Hrafn. Er ekki staðreyndin einfaldlega sú, að húseigendur eru sterkasti þrýstihópurinn á Íslandi og stjórnmálamenn munu aldrei gera neitt sem ekki samræmist hagsmunum þeirra? „Það er svo að íhlutun í verðmyndun á leigumarkaði mun slá á verðhækkanir á fasteignamarkaði og gera fleirum kleift að komast í séreign og koma jafnvægi á verðmyndun bæði á leigumarkaði og fasteignamarkaði. Það mun hafa áhrif jákvæð á fasteignaskatta. Þessar hækkanir gagnast mest þeim eru að braska með fasteignir. Þær gagnast engum öðrum. En, jú, það er rétt að húseigendur eru nógu margir í þeirri trú að þetta sé til hagsbóta fyrir þá,“ segir Guðmundur Hrafn. Lítt dulbúnar hótanir hreysishróks Enginn hörgull er á hrollvekjandi reynslusögum af hremmingum leigjenda á leigumarkaði þar sem gengur á ýmsu. Guðmundur segist til að mynda hafa upplifað öryggisleysi í vetur þegar hann átti í samskiptum við leigusala sem var að leigja út gluggalausa kjallarageymslu í Breiðholti. „Ég tók skjámynd af auglýsingu hans inni á leigusíðu á Facebook og setti inn á umræðuhóp leigjenda. Ég sendi leigusalanum póst og spurði um flóttaleiðir og loftskipti í rýminu. Nokkrum mínútum síðar skrifaði hann mér skilaboð, þar sem hann listaði upp öll mín fyrri heimilisföng og klikkti svo út með að hann vonaði ég myndi komast út þegar kviknar í hjá mér.“ Guðmundi Hrafni brá við þessar lítt dulbúnu hótanir. Hann komst svo fljótlega að því að viðkomandi er teymisstjóri brunabótamats hjá fasteignaskrá, aka þjóðskrá. „Ég hringdi þangað og bað um hann, til að fullvissa mig um að hann væri í vinnunni. Hann var inni. Það sannfærði mig um að hann væri að fletta mér upp í þjóðskrá.“ Guðmundur Hrafn kærði þetta atvik til Persónuverndar og persónverndarfulltrúa þjóðskrár. „Lögfræðingur Persónuverndar hvatti mig til að kæra þetta til lögreglunnar vegna óbeinna hótana sem augljóslega fælust í þessum skilaboðum. Sem ég og gerði en þá byrjaði vitleysan fyrst.“ „Ég veit hvar þú átt heima“ Eftir að Guðmundur Hrafn hafði sent ákærusviði lögreglunnar gögn og téð samskipti var honum úthlutaður tími í skýrslutöku. „Á sama tíma sendi ég gögnin til persónuverndarfulltrúa Þjóðskrár. Hann var þá í veikindaleyfi en svaraði mér eftir að ég hafði ítrekað beiðni mína. Ég mætti til skýrslutöku nokkrum dögum seinna á Hverfisgötunni. Þar beið mín snaggaralegur lögreglufulltrúi sem virtist bíða í ofvæni eftir mér bakvið glerið.“ Þeir Guðmundur Hrafn settumst inn í skýrslutökuherbergið og hófu spjallið. „Hann sagði við mig mjög fljótt að hann ætti erfitt með að lesa úr þessu einhverja hótun. Ég sagði einsýnt að í þessu skeyti fælist ákveðið valdboð, þar sem þessi aðili sem ég vissi engin önnur deili á en sú að hann er stórtækur „slumlord“ eða „hreysishrókur“ með að minnsta kosti 4-5 álíka eignir í útleigu. Með þessu skeyti skapi hann hjá mér þau hugrenningatengsl að mér og börnum mínum sé ekki óhætt heimafyrir; hann viti hvar ég búi og um alla þá staði þar sem ég hef haldið heimili.“ Lögreglumaðurinn maldaði í móinn og Guðmundi Hrafni blöskraði fálætið. „Ég stóð upp og gekk eitt skref að honum benti fingri á hann og sagði: Ég veit hvar þú átt heima!“ Lögreglumaðurinn reyndist sjálfur leigusali og pabbi hans líka Guðmundur Hrafn segir að það hafi komið á lögregluþjóninn við þessa framhleypni. „Ég settist niður og spurði hann hvort honum þætti felast hótun í þessum orðum mínum? Hann svaraði því til að það færi eftir samhenginu. Guðmundur Hrafn segir að ýmislegt gangi á þegar leigumarkaðurinn er annars vegar og segir furðusögu af samskiptum sínum við hreysahrók og lögregluna sem sjálf var á kafi í leigusölu.Vicky Marcó Við tókum í framhaldinu upp tal um hegðun leigusala og valdaójafnvægi og þá sagði hann mér að hann sjálfur væri nú með nokkrar íbúðir sjálfur í útleigu og að hann hafi veitt afslátt á húsaleigunni í desember 2020 vegna Covid. Að hann væri einn af þeim góðu. Hann sagði mér að það gilti hinsvegar alls ekki um pabba hans. Pabbi hans væri ansi harður, en hann væri með enn fleiri íbúða í útleigu. Hann hefði engan afslátt gefið og það kynni lögreglumaðurinn ekki við.“ Lögreglumaðurinn sagði Guðmundi Hrafni að sjálfur væri hann að reyna að draga sig út úr þessu og að hann hafi til að mynda látið son sinn fá eina íbúðina sem var til útleigu. „Þarna sat ég sem sagt og ræddi við einn þriggja kynslóða leigusala! Í skýrslutöku. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað illa skrifað atriði. Ég leit í kringum mig til að fullvissa mig um að ekki væri verið að atast í mér. Við ræddum áfram um vandræðin við að vera leigjandi og ekki síst erfiðleikana við að vera leigusali. Hann hafði greinilega þörf á því að tjá sig um þetta og var eins og hann væri að leita eftir syndaaflausn frá mér.“ „Mér finnst þetta ekki alvarleg hótun“ Guðmundur Hrafn og lögregluþjónninn/leigusalinn ræddu á þessu stigi frásagnarinnar hversu óréttlátt greiðslumat í bönkunum væri, nokkuð sem Guðmundur Hrafn vildi meina að viðhéldi ástandi á leigumarkaði og kæmi í veg fyrir að fólk á leigumarkaði kæmist í séreign. „Þegar þarna var komið sögu hélt ég að við tveir værum farnir að nálgast hvor annan í samtalinu, að þarna væri einhver flötur á þessu sem við gætum deilt skilningi og afstöðu.“ Og lögregluþjóninn vildi endilega deila sögu af föður sínum leigusalanum með Guðmundi Hrafni, um hversu óheilbrigt og ósanngjarnt greiðslumatið er. „Pabbi hans ætlaði að kaupa sér aðra íbúð, en fékk ekki greiðslumat í bankanum vegna hversu tekjulágur hann var. Guðmundur Hrafn lenti í sérdeilis furðulegri uppákomu, og lýsandi, þegar hann mætti til skýrslutöku hjá lögreglunni. Lögregluþjóninn sem tók skýrsluna reyndist vera leigusali og pabbi hans líka.Vicky Marcó Þetta fannst lögreglumanninum fáránlegt. Sá gamli þurfti að leysa málið með því að borga íbúðina með debetkortinu. Þarna fannst lögreglumanninum við deila kjörum og örlögum vegna óréttlætis greiðslumats og þeirra takmarkana sem því fylgja. Ég fékk alveg nóg. Stóð upp og gekk út. Þá kallar hann á eftir mér: „Guðmundur, ég verð að láta þig vita af því að ákærusviðið vill taka við kærunni. Þrátt fyrir að mér finnist þetta ekki alvarleg hótun.““ Guðmundur Hrafn segist hafa verið í nettu áfalli eftir þessa sérkennilegu reynslu sem þó lýsir lýsir stöðunni og því hversu fáránleg hún getur reynst. Leigjendur eiga í fá hús að venda „Málið fór svo ekkert lengra hjá lögreglunni vegna þess að ég ákvað að aðhafast ekki meir á þessum tímapunkti, heldur einbeita mér að því fá viðbrögð frá persónuverndarfulltrúa Þjóðskrár. Ég gekk mikið á eftir honum og nokkrum vikum seinna fékk ég þau svör að hann teldi þennan ágreining minn og teymisstjóra brunabótamats fasteignaskrár vera persónulegan og því ekki á forræði hans að úrskurða eða aðhafast. Ég mótmælti því og sagði að þarna væri viðkomandi klárlega að nýta sér aðgang að persónulegum upplýsingum um mig sem hann svo notar til að vekja upp ótta hjá mér, ótta um heilsu mína og fjölskyldu.“ En persónuverndarfulltrúanum varð ekki hnikað. Hann ætlaði ekki að aðhafast meira í málinu. Guðmundur Hrafn veit ekki enn hvort téður leigusali hafi nýtt sér aðgang að upplýsingum úr Þjóðskrá um sig, þar sem hann rakti sig í gegnum alls fimm heimilisföng eða hvort þær upplýsingar hafi hann haft eftir öðrum leiðum. „Ég prófaði að leita á netinu að fyrr heimilisföngum, en eftir mikla leit fann ég eitt.“ Þessi furðusaga af samskiptum formanns leigendasamtakanna og lögregluþjóns sem tók af honum skýrslu sýnir að leigumarkaðurinn teygir anga sína víða og leigjendur eru í þröngri stöðu. Eini leigjandinn í 25 manna hópi þjóðhagsráðs Guðmundur Hrafn nefnir annað dæmi en hann sat í undirhópi þjóðhagsráðs um leigumarkaðinn. Þetta var síðasta mars. „Sá sem stýrði þeim undirhópi þjóðhagsráðs um leigumarkaðinn var líka leigusali, sem og sonur hans. ég sat á tveggja daga fundi í þessum hópi, um að reyna að skilgreina vandamálin á leigumarkaði. Ég var eini leigjandinn í 25 manna hópi. Guðmundur Hrafn sat í undirbúningshópi þjóðhagsráðs um leigumarkaðinn. Eini leigjandinn í 25 manna hópi.Vicky Marcó Þarna voru fulltrúar fasteignafélaga, ráðuneyta, stofnana, leigufélaga, SA og SI. Allir í vinnunni, nema eini leigjandinn.“ Guðmundur segir fundina hafa verið í samræmi við þetta skökku stöðu. „Eftir fyrsta vinnudaginn, þar sem farið var hring eftir hring og fólk átti að lesa upp þau atriði sem þeim fannst mætti bæta á leigumarkaði, þá átti ég eftir 15 punkta, en allir aðrir búnir að lesa upp sína punkta.“ Guðmundur Hrafn fékk að byrja næsta morgun en þurfti að þrátta við fundarstjórann sem gerði svo góðlátlegt grín að því hversu mikið hann átti eftir af punktum. „Þegar þarna var komið við sögu lá fyrir og var í raun hrópandi hvernig hið vel setta eignafólk sá vandamálin á leigumarkaði öðrum augum og frá sínum bæjardyrum en við leigjendur. Meira og minna allt sem kom frá þeim sneri að því að bæta tölulegar upplýsingar um leigumarkaðinn, einfalda byggingareglugerð, stytta skipulagsferli, skerpa á fjármögnunarleiðum fyrir óhagnaðardrifinn íbúðarekstur og þess háttar. Atriði mín hins vegar sneru að réttindum, öryggi, velferð og fjárhagi leigjenda. En þau eru ekki ávörpuð í skýrslu átakshópsins, heldur eingöngu krafa Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða Íbúðalánastjóðs um frekari verkefni til stofnunarinnar við að safna gögnum.“
Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Húsnæðismál Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira