Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 14:05 Deilur um Vatnsendajörðina spanna áratugabil. Árið 2013 sló Hæstiréttur því föstu að Þorsteinn Hjaltested væri ekki eigandi jarðarinnar. Vísir/Vilhelm Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. Dómkröfur stefnenda voru þær að aðalstefndi Kópavogsbær verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 74.811.389.954 kr., auk vaxta. Á mannamáli hljóðar krafan upp á tæplega sjötíu og fimm milljarða króna. Þá er ljóst að vextir frá 2013 og dráttarvextir frá 2014 hefðu aukið útgjöld Kópavogsbæjar mikið. Til vara var um 48 milljarða króna krafist. Þá var til þrautavara krafist 2,25 milljarða úr hendi varastefnda, dánarbús Þorsteins Hjaltested, sem lést árið 2018. Áður en Þorsteinn lést tók Kópavogsbær hundruð hektara af jörðinni eignarnámi og greiddi Þorsteini 2,25 milljarða í eignarnámsbætur. Í kjölfar eignarnámsins var hann skattakóngur Íslands árin 2010 og 2011. Dánarbú Þorsteins Hjaltested var sömuleiðis sýknað og voru því dæmdar 29 milljónir króna í málskostnað fyrir héraði en málskostnaður fyrir Landsrétti var felldur niður. Dæmdur málskostnaður í héraði var lækkaður umtalsvert. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Þrír dómarar dæmdu í málinu og skilaði einn þeirra, Vilhjálmur H. Vilhjálmson fyrrverandi Landsréttardómari, sératkvæði. Hann var ósammála hinum dómurunum tveimur um að erfingjar Sigurðar þyrftu að sanna að þeir hefðu beðið tjón þegar Kópavogsbær gerði eignarnám í jörðinni árið 2007. Því vildi hann staðfesta dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður dánarbús Finnborgar Bettýjar Gísladóttur og Hansínu Sesselju Gísladóttur, sem voru meðal stefnenda í málinu, segir að fara þurfi yfir dóminn og sjá hversu ítarlega rökstuddur hann er áður en ákvörðun verður tekin um mögulega áfrýjun til Hæstaréttar, í örstuttu samtali við Vísi fyrir utan dómsal. Í héraði var Kópavogsbær dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir króna. Þá var bærinn dæmdur til greiðslu 43 milljóna króna í málskostnað til erfingja dánarbúsins. Landsréttur felldi málskostnað milli Kópavogsbæjar og erfingjanna niður á báðum dómstigum. Erfingjarnir þurftu að greiða dánarbúi Þorsteins 44 milljónir króna í málskostnað. Fjölmargir hæstaréttardómar á áratugabili Deilur um Vatnsendajörðina í Kópavogi hafa staðið yfir í rúmlega fimmtíu ár enda er jörðin gríðarlega verðmæt og réttarstaða handhafa eignarréttinda að jörðinni, beinum sem óbeinum, mjög flókin. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingalands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Sá hæstaréttardómur er einn þeirra mýmörgu dóma á æðra dómstigi sem gengið hafa í málinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar verður birtur. Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Tengdar fréttir Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03 Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Dómkröfur stefnenda voru þær að aðalstefndi Kópavogsbær verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 74.811.389.954 kr., auk vaxta. Á mannamáli hljóðar krafan upp á tæplega sjötíu og fimm milljarða króna. Þá er ljóst að vextir frá 2013 og dráttarvextir frá 2014 hefðu aukið útgjöld Kópavogsbæjar mikið. Til vara var um 48 milljarða króna krafist. Þá var til þrautavara krafist 2,25 milljarða úr hendi varastefnda, dánarbús Þorsteins Hjaltested, sem lést árið 2018. Áður en Þorsteinn lést tók Kópavogsbær hundruð hektara af jörðinni eignarnámi og greiddi Þorsteini 2,25 milljarða í eignarnámsbætur. Í kjölfar eignarnámsins var hann skattakóngur Íslands árin 2010 og 2011. Dánarbú Þorsteins Hjaltested var sömuleiðis sýknað og voru því dæmdar 29 milljónir króna í málskostnað fyrir héraði en málskostnaður fyrir Landsrétti var felldur niður. Dæmdur málskostnaður í héraði var lækkaður umtalsvert. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Þrír dómarar dæmdu í málinu og skilaði einn þeirra, Vilhjálmur H. Vilhjálmson fyrrverandi Landsréttardómari, sératkvæði. Hann var ósammála hinum dómurunum tveimur um að erfingjar Sigurðar þyrftu að sanna að þeir hefðu beðið tjón þegar Kópavogsbær gerði eignarnám í jörðinni árið 2007. Því vildi hann staðfesta dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður dánarbús Finnborgar Bettýjar Gísladóttur og Hansínu Sesselju Gísladóttur, sem voru meðal stefnenda í málinu, segir að fara þurfi yfir dóminn og sjá hversu ítarlega rökstuddur hann er áður en ákvörðun verður tekin um mögulega áfrýjun til Hæstaréttar, í örstuttu samtali við Vísi fyrir utan dómsal. Í héraði var Kópavogsbær dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir króna. Þá var bærinn dæmdur til greiðslu 43 milljóna króna í málskostnað til erfingja dánarbúsins. Landsréttur felldi málskostnað milli Kópavogsbæjar og erfingjanna niður á báðum dómstigum. Erfingjarnir þurftu að greiða dánarbúi Þorsteins 44 milljónir króna í málskostnað. Fjölmargir hæstaréttardómar á áratugabili Deilur um Vatnsendajörðina í Kópavogi hafa staðið yfir í rúmlega fimmtíu ár enda er jörðin gríðarlega verðmæt og réttarstaða handhafa eignarréttinda að jörðinni, beinum sem óbeinum, mjög flókin. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingalands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Sá hæstaréttardómur er einn þeirra mýmörgu dóma á æðra dómstigi sem gengið hafa í málinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar verður birtur.
Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Tengdar fréttir Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03 Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41
75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03
Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent