Hávaxnar undraverur og baðströnd í miðbænum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júní 2022 21:01 Fimmtíu tonnum af sandi hefur verið komið fyrir inni í Listasafni Reykjavíkur þar sem tugir sóla sig á manngerðri baðströnd. Hávaxnar undraverur skálmuðu um miðbæinn í dag í tilefni af opnun listahátíðar. Það er ekki oft sem landsmenn geta sólað sig á sundfötunum einum saman hér á landi án þess að það hreyfi vind. Það geta þó leikarar í sýningunni Sun and Sea sem fram fer í listasafni Reykjavíkur um helgina. Í síðustu viku greindum við frá því þegar erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið. Sandurinn er kominn á sinn stað og allt tilbúið fyrir helgina. Fréttastofa leit við á lokaæfingu verksins sem er í senn myndlistarverk og samtímaópera. „Þetta verk hefur farið sigurför um heiminn og við erum ofsalega heppin að hafa þetta hér á Íslandi. Hvert sem verkið fer þá stendur fólk í löngum röðum til að komast að þannig þetta eru algjör forréttindi að hafa þetta verk hérna,“ sagði Kara Hergils, kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. Verkið vann til verðlaunar á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Verkið verður sýnt á milli klukkan 12 og 16 á laugardag og sunnudag og aðgangur ókeypis. „Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem er svartur sandur á ströndinni þannig að verkið hefur sérstöðu hér.“ Ertu spennt að taka til? „Minna, en við leggjumst á eitt og klárum það.“ Baðströndin er flóðlýst.einar árnason Opnunarhátíð listahátíðar í Reykjavík fór fram í dag þegar hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar skálmuðu um miðbæinn. Hollenskur leikhópur stóð að götuleikhúsinu en hópurinn hefur vakið athygli víða fyrir metnaðarfullar götusýningar. Götuleikhúsið fer aftur fram á morgun, klukkan tólf í Reykjanesbæ og klukkan 16 í Garðabæ. Listahátíð í Reykjavík Menning Reykjavík Myndlist Leikhús Söfn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Það er ekki oft sem landsmenn geta sólað sig á sundfötunum einum saman hér á landi án þess að það hreyfi vind. Það geta þó leikarar í sýningunni Sun and Sea sem fram fer í listasafni Reykjavíkur um helgina. Í síðustu viku greindum við frá því þegar erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið. Sandurinn er kominn á sinn stað og allt tilbúið fyrir helgina. Fréttastofa leit við á lokaæfingu verksins sem er í senn myndlistarverk og samtímaópera. „Þetta verk hefur farið sigurför um heiminn og við erum ofsalega heppin að hafa þetta hér á Íslandi. Hvert sem verkið fer þá stendur fólk í löngum röðum til að komast að þannig þetta eru algjör forréttindi að hafa þetta verk hérna,“ sagði Kara Hergils, kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. Verkið vann til verðlaunar á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Verkið verður sýnt á milli klukkan 12 og 16 á laugardag og sunnudag og aðgangur ókeypis. „Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem er svartur sandur á ströndinni þannig að verkið hefur sérstöðu hér.“ Ertu spennt að taka til? „Minna, en við leggjumst á eitt og klárum það.“ Baðströndin er flóðlýst.einar árnason Opnunarhátíð listahátíðar í Reykjavík fór fram í dag þegar hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar skálmuðu um miðbæinn. Hollenskur leikhópur stóð að götuleikhúsinu en hópurinn hefur vakið athygli víða fyrir metnaðarfullar götusýningar. Götuleikhúsið fer aftur fram á morgun, klukkan tólf í Reykjanesbæ og klukkan 16 í Garðabæ.
Listahátíð í Reykjavík Menning Reykjavík Myndlist Leikhús Söfn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira