„Ræðum allar hugmyndir sem upp koma ef eitthvað vit er í þeim“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. júní 2022 19:27 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir allar hugmyndir sem upp koma ræddar, sé eitthvað vit í þeim. Vísir/Vilhelm Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, sem er félag sem telur um 200 fyrirtæki, birti í vikunni skoðanagrein á Vísi, þar sem hann lagði til fyrir næstu kjarasamninga að fyrstu átta tímar á hverri vakt, óháð því hvort unnið væri á virkum degi, um helgi eða kvöld, yrðu unnar á grunntaxta. Hugmyndunum var illa tekið, og Sigmar sagður vilja lækka laun þeirra sem vinna um kvöld og helgar. Sigmar segir það ekki rétt. „Ef það er hægt að ræða það í komandi kjarasamningum að hækka eingöngu dagvinnutaxtann án þess að 33 prósent fyrir kvöld og 45 prósent um helgar fylgi með þá held ég að við séum komin töluvert nær raunveruleikanum,“ segir Sigmar. Hugmyndin ekki fullmótuð en sé að skapa umræðu Ferðaþjónusta sé ein stærsta atvinnugrein Íslands, en meginþungi hennar liggi í kvöld- og helgarvinnu. Ef stuðst verði við óbreytt kerfi muni hækkun dagvinnutaxta leiða til hækkunar kvöld- og helgartaxta. „Það er ein leið í að mæta því, það er með hækkuðu vöruverði sem mun bitna á almennum launamönnum sem búa í þessu landi og ferðamönnum sem sækja hingað heim,“ segir Sigmar. Hugmyndin um að miða fyrstu átta tímar vaktar, óháð tíma, hafi ekki snúist um að lækka taxta launafólks. Sigmar segist vilja skapa umræðu og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að slá hugmyndina út af borðinu.Vísir/Vilhelm „Heldur að við myndum þá einbeita okkur að því hver er þá þessi taxti.“ Sigmar segir það valda sér vonbrigðum að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina út af borðinu. „Ég er ekki að segja að þessi hugmynd sem var lögð fram sé einhver endanleg hugmynd eða fullmótuð hugmynd. Hún er hins vegar að benda á ákveðinn hlut, er að skapa umræðu og fyrir það er ég bara þakklátur,“ segir Sigmar. Röng nálgun að gera ódýrara fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnu á kvöldin og um helgar Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist engin rök hafa séð fyrir því að breyta ætti hlutfalli milli launa fyrir dagvinnu og aðra vinnu. Skýringar Sigmars hugnist honum ekki. „Auðvitað er þetta bara önnur hlið á sama peningnum. Þá ertu að segja, að til dæmis fólkið sem er að vinna á veitingastöðunum fyrir aftan okkur núna, á laugardegi, í glampandi sól, getur ekki verið með sínu fólki, fór ekki í ferðalag á þessari löngu helgi og svona, fái hlutfallslega minna borgað fyrir að vinna á þessum vondu tímum en það fær núna,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi segir ólíklegt að hugmyndin verði tekin upp við gerð kjarasamninga. „Þá erum við að fletja út tímann, við erum að gera það ódýrara hlutfallslega fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnunni á kvöldin og um helgar. Ég held að það sé röng nálgun.“ Hvað varðar gagnrýni Sigmars á að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina strax út af borðinu segir Flosi: „Auðvitað ræðum við alltaf allar hugmyndir sem upp koma ef það er eitthvað vit í þeim.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, sem er félag sem telur um 200 fyrirtæki, birti í vikunni skoðanagrein á Vísi, þar sem hann lagði til fyrir næstu kjarasamninga að fyrstu átta tímar á hverri vakt, óháð því hvort unnið væri á virkum degi, um helgi eða kvöld, yrðu unnar á grunntaxta. Hugmyndunum var illa tekið, og Sigmar sagður vilja lækka laun þeirra sem vinna um kvöld og helgar. Sigmar segir það ekki rétt. „Ef það er hægt að ræða það í komandi kjarasamningum að hækka eingöngu dagvinnutaxtann án þess að 33 prósent fyrir kvöld og 45 prósent um helgar fylgi með þá held ég að við séum komin töluvert nær raunveruleikanum,“ segir Sigmar. Hugmyndin ekki fullmótuð en sé að skapa umræðu Ferðaþjónusta sé ein stærsta atvinnugrein Íslands, en meginþungi hennar liggi í kvöld- og helgarvinnu. Ef stuðst verði við óbreytt kerfi muni hækkun dagvinnutaxta leiða til hækkunar kvöld- og helgartaxta. „Það er ein leið í að mæta því, það er með hækkuðu vöruverði sem mun bitna á almennum launamönnum sem búa í þessu landi og ferðamönnum sem sækja hingað heim,“ segir Sigmar. Hugmyndin um að miða fyrstu átta tímar vaktar, óháð tíma, hafi ekki snúist um að lækka taxta launafólks. Sigmar segist vilja skapa umræðu og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að slá hugmyndina út af borðinu.Vísir/Vilhelm „Heldur að við myndum þá einbeita okkur að því hver er þá þessi taxti.“ Sigmar segir það valda sér vonbrigðum að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina út af borðinu. „Ég er ekki að segja að þessi hugmynd sem var lögð fram sé einhver endanleg hugmynd eða fullmótuð hugmynd. Hún er hins vegar að benda á ákveðinn hlut, er að skapa umræðu og fyrir það er ég bara þakklátur,“ segir Sigmar. Röng nálgun að gera ódýrara fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnu á kvöldin og um helgar Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist engin rök hafa séð fyrir því að breyta ætti hlutfalli milli launa fyrir dagvinnu og aðra vinnu. Skýringar Sigmars hugnist honum ekki. „Auðvitað er þetta bara önnur hlið á sama peningnum. Þá ertu að segja, að til dæmis fólkið sem er að vinna á veitingastöðunum fyrir aftan okkur núna, á laugardegi, í glampandi sól, getur ekki verið með sínu fólki, fór ekki í ferðalag á þessari löngu helgi og svona, fái hlutfallslega minna borgað fyrir að vinna á þessum vondu tímum en það fær núna,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi segir ólíklegt að hugmyndin verði tekin upp við gerð kjarasamninga. „Þá erum við að fletja út tímann, við erum að gera það ódýrara hlutfallslega fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnunni á kvöldin og um helgar. Ég held að það sé röng nálgun.“ Hvað varðar gagnrýni Sigmars á að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina strax út af borðinu segir Flosi: „Auðvitað ræðum við alltaf allar hugmyndir sem upp koma ef það er eitthvað vit í þeim.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira