Heimskra manna ráð Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 7. júní 2022 09:01 Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.). Að mati framkvæmdastjórans er um það vitlausar hugmyndir að ræða að það tekur því ekki að ræða þær frekar. Rökin voru gamalkunnug; að atvinnurekendur ætli sér með þessu að hlunnfara launafólk. Er allt í himnalagi? Fyrst heimskra manna ráð, eins og þau að ræða áhrif núverandi vaktaálagskerfis á vinnumarkaði, eiga ekki upp á pallborðið hjá framkvæmdastjóra starfsgreinasambandsins, hljóta vinnumarkaðsmál að vera í mjög svo góðu standi hér á landi, eða hvað? Þá er ekki síður athyglivert hvernig ljóta-atvinnurekenda-spilið virðist dregið upp í hvert sinn sem launagreiðendur hreyfa við málum sem lúta að nýjum áherslum eða þróun kjarasamninga. Er það virkilega svo að atvinnurekendum geti ekkert annað gengið til en að hlunnfara eigið starfsfólk þegar rætt er um launamál? Hljóð og mynd þarf að fara saman Það er staðreynd að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kjarasamningar taka að mörgu leyti ekki mið af þessum breytingum og á það ekki hvað síst við um vaktaálagshlutann. Hér er því komin upp staða sem kallar á umræðu um æskilegar áherslubreytingar svo að kjarasamningar og veruleiki vinnumarkaðarins „tali“ betur saman. Að þessari umræðu þurfa allir aðilar vinnumarkaðarins að koma, ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga hér mikið undir. Kjarni málsins er í megindráttum sá, að dagvinnutaxtinn er of lágur. Vaktaálag reiknast sem hlutfall af þessum taxta, þannig að kerfið hefur í sér innbyggða tregðu gegn hækkun dagvinnutaxtans. Þetta gerir að verkum, að erfiðara er að manna dagvaktir en kvöld- og helgarvaktir, með þeim afleiðingum að þetta launakerfi er ekki að virka nógu vel. Þá myndast jafnframt ákveðin mismunun gagnvart þeim sem eiga óhægara um vik að vinna um kvöld og helgar, eins og hjá mörgu fjölskyldufólki, svo að dæmi sé nefnt. Þess vegna er eðlilegt að horfa til þess að hækka dagvinnuna og draga úr þeim hlutfallslega mun sem er á milli taxtanna. Þá er ekki síður mikilvægt að ráðast í þessa endurskoðun til að færast nær markmiðinu um að launafólk geti lifað á dagvinnulaununum. Spurningarinnar virði Fyrir einhverjum árum skiptu þessir vankantar líklega minna máli, en með miklum og örum vexti í ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýsköpun hafa gallar kerfisins verið að koma sífellt betur í ljós. Þegar við lítum í kringum okkur og skoðum hvernig þetta er leyst á hinum Norðurlöndunum, sem dæmi, þá kemur jafnframt í ljós að mun minni hlutfallslegur munur er á milli dagvinnutaxtans annars vegar og kvöld- og helgartaxtanna hins vegar. Það hlýtur því að vera spurningarinnar virði að kanna hvort við getum gert betur. Í trausti þess, þá trúi ég ekki öðru en að framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins sé reiðubúinn að skoða málin og sjá hvort hagsmunir launafólks og atvinnurekenda gætu ef til vill legið hér saman. Höfundur er í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Kjaramál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.). Að mati framkvæmdastjórans er um það vitlausar hugmyndir að ræða að það tekur því ekki að ræða þær frekar. Rökin voru gamalkunnug; að atvinnurekendur ætli sér með þessu að hlunnfara launafólk. Er allt í himnalagi? Fyrst heimskra manna ráð, eins og þau að ræða áhrif núverandi vaktaálagskerfis á vinnumarkaði, eiga ekki upp á pallborðið hjá framkvæmdastjóra starfsgreinasambandsins, hljóta vinnumarkaðsmál að vera í mjög svo góðu standi hér á landi, eða hvað? Þá er ekki síður athyglivert hvernig ljóta-atvinnurekenda-spilið virðist dregið upp í hvert sinn sem launagreiðendur hreyfa við málum sem lúta að nýjum áherslum eða þróun kjarasamninga. Er það virkilega svo að atvinnurekendum geti ekkert annað gengið til en að hlunnfara eigið starfsfólk þegar rætt er um launamál? Hljóð og mynd þarf að fara saman Það er staðreynd að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kjarasamningar taka að mörgu leyti ekki mið af þessum breytingum og á það ekki hvað síst við um vaktaálagshlutann. Hér er því komin upp staða sem kallar á umræðu um æskilegar áherslubreytingar svo að kjarasamningar og veruleiki vinnumarkaðarins „tali“ betur saman. Að þessari umræðu þurfa allir aðilar vinnumarkaðarins að koma, ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga hér mikið undir. Kjarni málsins er í megindráttum sá, að dagvinnutaxtinn er of lágur. Vaktaálag reiknast sem hlutfall af þessum taxta, þannig að kerfið hefur í sér innbyggða tregðu gegn hækkun dagvinnutaxtans. Þetta gerir að verkum, að erfiðara er að manna dagvaktir en kvöld- og helgarvaktir, með þeim afleiðingum að þetta launakerfi er ekki að virka nógu vel. Þá myndast jafnframt ákveðin mismunun gagnvart þeim sem eiga óhægara um vik að vinna um kvöld og helgar, eins og hjá mörgu fjölskyldufólki, svo að dæmi sé nefnt. Þess vegna er eðlilegt að horfa til þess að hækka dagvinnuna og draga úr þeim hlutfallslega mun sem er á milli taxtanna. Þá er ekki síður mikilvægt að ráðast í þessa endurskoðun til að færast nær markmiðinu um að launafólk geti lifað á dagvinnulaununum. Spurningarinnar virði Fyrir einhverjum árum skiptu þessir vankantar líklega minna máli, en með miklum og örum vexti í ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýsköpun hafa gallar kerfisins verið að koma sífellt betur í ljós. Þegar við lítum í kringum okkur og skoðum hvernig þetta er leyst á hinum Norðurlöndunum, sem dæmi, þá kemur jafnframt í ljós að mun minni hlutfallslegur munur er á milli dagvinnutaxtans annars vegar og kvöld- og helgartaxtanna hins vegar. Það hlýtur því að vera spurningarinnar virði að kanna hvort við getum gert betur. Í trausti þess, þá trúi ég ekki öðru en að framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins sé reiðubúinn að skoða málin og sjá hvort hagsmunir launafólks og atvinnurekenda gætu ef til vill legið hér saman. Höfundur er í stjórn Atvinnufjelagsins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun