Salah meiddist undir lok lektíðar með Liverpool og var tekinn af velli eftir rúmlega hálftíma er Liverpool lagði Chelsea í úrslitum FA bikarsins. Hann missti af síðasta deildarleik liðsins og lék svo allan leikinn er Liverpool tapaði í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Salah fór síðan og hitti samlanda sína er Egyptaland undirbjó sig fyrir leik gegn Gíneu í undankeppni Afríkukeppninnar sem fram fer á næsta ári. Liverpool bað framherjann knáa um að fara í myndatöku fyrir leik en Salah neitaði.
Hann bar svo fyrirliðabandið er Egyptaland vann 1-0 sigur þökk sé sigurmarki Mostafa Mohamed á 87. mínútu. Salah spilaði allan leikinn.
„Salah meiddist en gat spilað í gegnum sársaukann,“ sagði Ehab Galal, þjálfari Egyptalands, eftir leik.
Egypt pic.twitter.com/yBeOSlNTbl
— Mohamed Salah (@MoSalah) June 7, 2022
Undankeppni Afríkukeppninnar er nýfarin af stað og leikur Egyptaland í D-riðli ásamt Malaví, Eþíópíu og Gíneu. Salah og félagar mæta Eþíópíu á fimmtudaginn kemur áður en þeir mæta Suður-Kóreu í vináttulandseik.
Óvissa ríkri í kringum framtíð Salah sem rennur út á samning sumarið 2023. Hann hefur gefið út að hann muni spila með Liverpool á komandi leiktíð en eftir það standa allar dyr opnar, meira að segja innan Englands.