Grænir hvatar í bláu hafi Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. júní 2022 14:01 Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag. Hafið hefur ekki aðeins nært okkur frá upphafi byggðar, það hefur líka gefið okkur mikil verðmæti. En það eru blikur á lofti, og súrnun sjávar er raunverulegt og áþreifanlegt vandamál sem gæti haft afdrifarík áhrif á vistkerfi heimsins og afkomu Íslendinga. Okkur duga engin vettlingatök í þessum efnum og þurfum öll að leggjast á árarnar. Heilbrigð höf tryggja heilbrigða fæðu Heimshöfin eru óumdeilanlega ein af stærstu forsendum lífs á jörðinni. En þau eru í hættu, bæði vegna mengunar og ofveiði. Sú staðreynd knýr okkur til að endurmeta kúrsinn og sigla fram hjá skerjum. Við þurfum græna hvata í kerfin okkar sem aldrei fyrr. Einnig að endurhugsa og endurhanna veiðarfæri og endurskoða fiskveiðilöggjöfina svo sporna megi við ofveiði og brottkasti. Við verðum að draga úr sóun og mengun, ekki síst af völdum plasts, og endurheimta heilbrigð höf. Um 200 milljónir manna eiga allt sitt undir sjávarútvegi komið og jarðarbúar sækja stóran hluta af sínu lifibrauði til hafsins. Ekki verður heldur horft fram hjá þeirri staðreynd að helmingur súrefnis jarðar kemur úr sjónum. Hafið getur líka bundið mikið koltvíoxíð úr andrúmslofti og geymir mikið magn kolefnis. Til að snúa þessari óheillaþróun við hraðar en nú er gert, þurfum við að stórauka hafrannsóknir og fara af fullum þunga í orkuskipti. Sýnum auðlindinni virðingu Við Íslendingar eigum mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum og því er mikilvægt að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi og virðum alþjóðlegar skuldbindingar. Við getum og eigum að sýna gott fordæmi. Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið í fremstu röð á heimsvísu og þeirri stöðu viljum við halda. Það gerum við með því að bera virðingu fyrir auðlindinni, stunda sjálfbærar veiðar og vernda eftir fremsta megni viðkvæm vistkerfi í hafi. Sem matvælaráðherra ætla ég að beita mér fyrir aukinni áherslu á vistkerfisnálgun þannig að tekið sé tillit til allra þátta vistkerfa við stjórn veiða. Ég vil efla verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins í samræmi við þær áherslur og markmið sem sett hafa verið í alþjóðasamningum. Og ég vil að við skoðum betur þátt hafsins í loftslagsmálum, hvort við völdum losun koltvíoxíðs úr hafinu og hvort við getum jafnvel aukið kolefnisbindingu t.d. í þara. Við höfum fjölmörg tækifæri til að vernda og nýta sem best þá miklu auðlind sem hafið er, okkar er að gæta að þeim. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag. Hafið hefur ekki aðeins nært okkur frá upphafi byggðar, það hefur líka gefið okkur mikil verðmæti. En það eru blikur á lofti, og súrnun sjávar er raunverulegt og áþreifanlegt vandamál sem gæti haft afdrifarík áhrif á vistkerfi heimsins og afkomu Íslendinga. Okkur duga engin vettlingatök í þessum efnum og þurfum öll að leggjast á árarnar. Heilbrigð höf tryggja heilbrigða fæðu Heimshöfin eru óumdeilanlega ein af stærstu forsendum lífs á jörðinni. En þau eru í hættu, bæði vegna mengunar og ofveiði. Sú staðreynd knýr okkur til að endurmeta kúrsinn og sigla fram hjá skerjum. Við þurfum græna hvata í kerfin okkar sem aldrei fyrr. Einnig að endurhugsa og endurhanna veiðarfæri og endurskoða fiskveiðilöggjöfina svo sporna megi við ofveiði og brottkasti. Við verðum að draga úr sóun og mengun, ekki síst af völdum plasts, og endurheimta heilbrigð höf. Um 200 milljónir manna eiga allt sitt undir sjávarútvegi komið og jarðarbúar sækja stóran hluta af sínu lifibrauði til hafsins. Ekki verður heldur horft fram hjá þeirri staðreynd að helmingur súrefnis jarðar kemur úr sjónum. Hafið getur líka bundið mikið koltvíoxíð úr andrúmslofti og geymir mikið magn kolefnis. Til að snúa þessari óheillaþróun við hraðar en nú er gert, þurfum við að stórauka hafrannsóknir og fara af fullum þunga í orkuskipti. Sýnum auðlindinni virðingu Við Íslendingar eigum mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum og því er mikilvægt að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi og virðum alþjóðlegar skuldbindingar. Við getum og eigum að sýna gott fordæmi. Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið í fremstu röð á heimsvísu og þeirri stöðu viljum við halda. Það gerum við með því að bera virðingu fyrir auðlindinni, stunda sjálfbærar veiðar og vernda eftir fremsta megni viðkvæm vistkerfi í hafi. Sem matvælaráðherra ætla ég að beita mér fyrir aukinni áherslu á vistkerfisnálgun þannig að tekið sé tillit til allra þátta vistkerfa við stjórn veiða. Ég vil efla verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins í samræmi við þær áherslur og markmið sem sett hafa verið í alþjóðasamningum. Og ég vil að við skoðum betur þátt hafsins í loftslagsmálum, hvort við völdum losun koltvíoxíðs úr hafinu og hvort við getum jafnvel aukið kolefnisbindingu t.d. í þara. Við höfum fjölmörg tækifæri til að vernda og nýta sem best þá miklu auðlind sem hafið er, okkar er að gæta að þeim. Höfundur er matvælaráðherra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun