Krabbameinið hvarf: Nýtt lyf vekur athygli og von Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2022 15:29 Rannsakendur og þátttakendur. Memorial Sloan-Kettering Cancer Center Niðurstöður nýrrar lyfjarannsóknar hafa vakið gríðarlega athygli og von meðal lækna og krabbameinssjúklinga en allir þátttakendur rannsóknarinnar virðast hafa læknast af krabbameini eftir stutta lyfjameðferð. Um er að ræða fjórtán sjúklinga, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa greinst snemma með krabbamein í endaþarmi. Enginn þeirra hafði gengist undir aðra meðferð þegar lyfjagjöfin hófst og þá var í öllum tilvikum um að ræða krabbamein með ákveðinn erfðalegan óstöðugleika. Hver sjúklingur fékk níu skammta af lyfinu dostarlimab, nýju lyfi sem er hannað til að blokka ákveðið prótín í krabbameinsfrunumum. Umrætt prótín er þekkt fyrir að hamla svörun ónæmiskerfisins gegn krabbameinum. Eftir sex mánuði fundust engin ummerki um krabbamein hjá neinum sjúklinganna. „Ég held að enginn hafi séð þetta áður, að æxlin hverfi hjá hverjum einsta sjúklingi,“ hefur New York Times eftir Andreu Cercek, sérfræðingi í krabbameinslækningum við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York og aðalhöfundi rannsóknarinnar. „Allir fjórtán? Líkurnar eru afar litlar og fordæmalausar í krabbameinslækningum.“ Gæti virkað á önnur krabbamein Niðurstöðurnar voru svo afgerandi að enginn sjúklinganna gekkst undir aðrar meðferðir sem höfðu verið fyrirætlaðar áður en rannsóknin hófst. Þá virtist lyfjagjöfin ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Fjórir aðrir þátttakendur í rannsókninni eru enn að fá lyfið en hafa einnig svarað meðferð. Batahorfur eftir greiningu krabbameins í ristli og endaþarmi eru oft ágætar ef meinið greinist á fyrri stigum en meðferð getur skert lífsgæði töluvert, komið niður á frjósemi og valdið ýmsum vandamálum tengdum þvagblöðru og ristli svo eitthvað sé nefnt. Sá fyrirvari er á rannsókninni að þátttakendur voru fáir og hún nær eingöngu til þeirra sem greinast með umræddan erfðafræðilega óstöðugleika. Hann finnst aðeins hjá um 10 til 15 prósent sjúklinga sem greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi en veldur því að hefðbundin lyfjagjöf virðist ekki virka eins og á önnur krabbamein. Óstöðugleikinn finnst hins vegar einnig í öðrum krabbameinum, sem gætu mögulega svarað lyfjagjöf með dostarlimab. Heilbrigðismál Lyf Bandaríkin Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Um er að ræða fjórtán sjúklinga, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa greinst snemma með krabbamein í endaþarmi. Enginn þeirra hafði gengist undir aðra meðferð þegar lyfjagjöfin hófst og þá var í öllum tilvikum um að ræða krabbamein með ákveðinn erfðalegan óstöðugleika. Hver sjúklingur fékk níu skammta af lyfinu dostarlimab, nýju lyfi sem er hannað til að blokka ákveðið prótín í krabbameinsfrunumum. Umrætt prótín er þekkt fyrir að hamla svörun ónæmiskerfisins gegn krabbameinum. Eftir sex mánuði fundust engin ummerki um krabbamein hjá neinum sjúklinganna. „Ég held að enginn hafi séð þetta áður, að æxlin hverfi hjá hverjum einsta sjúklingi,“ hefur New York Times eftir Andreu Cercek, sérfræðingi í krabbameinslækningum við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York og aðalhöfundi rannsóknarinnar. „Allir fjórtán? Líkurnar eru afar litlar og fordæmalausar í krabbameinslækningum.“ Gæti virkað á önnur krabbamein Niðurstöðurnar voru svo afgerandi að enginn sjúklinganna gekkst undir aðrar meðferðir sem höfðu verið fyrirætlaðar áður en rannsóknin hófst. Þá virtist lyfjagjöfin ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Fjórir aðrir þátttakendur í rannsókninni eru enn að fá lyfið en hafa einnig svarað meðferð. Batahorfur eftir greiningu krabbameins í ristli og endaþarmi eru oft ágætar ef meinið greinist á fyrri stigum en meðferð getur skert lífsgæði töluvert, komið niður á frjósemi og valdið ýmsum vandamálum tengdum þvagblöðru og ristli svo eitthvað sé nefnt. Sá fyrirvari er á rannsókninni að þátttakendur voru fáir og hún nær eingöngu til þeirra sem greinast með umræddan erfðafræðilega óstöðugleika. Hann finnst aðeins hjá um 10 til 15 prósent sjúklinga sem greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi en veldur því að hefðbundin lyfjagjöf virðist ekki virka eins og á önnur krabbamein. Óstöðugleikinn finnst hins vegar einnig í öðrum krabbameinum, sem gætu mögulega svarað lyfjagjöf með dostarlimab.
Heilbrigðismál Lyf Bandaríkin Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira