Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 11:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sjúkdóminn vera orsakaðan af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknis. Þar segir að sýni verði send til útlanda eins fljótt og verða megi til að staðfesta greininguna. Yfirgnæfandi líkur eru á að greiningin sé rétt. Smitin má rekja til ferðalags til Evrópu en hvorugur mannanna er alvarlega veikur. „Eins og kom fram í fréttatilkynningum sóttvarnalæknis 20. og 23. maí sl. þá er apabóla ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast hún aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök en einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Um þrjár vikur geta liðið þar til sýktur einstaklingur hættir að smita en smithættan er yfirstaðin þegar síðasta blaðra á húð er gróin. Á meðan að viðkomandi er smitandi þá þarf hann að vera í einangrun. Einstaklingar sem útsettir eru fyrir smiti þurfa að vera í smitgát í allt að þrjár vikur,“ segir í tilkynningunni. Forðist náin samneyti við ókunnuga Allir sem fá bólur eða blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærum eða svæði aðlæg kynfærum, eru hvattir til að fara í einangrun og hafa samband símleiðis við húð- og kynsjúkdómadeild eða göngudeild smitsjúkdóma Landspítala eða heilsugæsluna til að fá nánari ráðleggingar um greiningu og meðferð. „Enn og aftur er fólk hvatt til að forðast náin samneyti við ókunnuga þ.m.t. kynmök, sérstaklega á ferðum sínum erlendis. Helsta leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu á apabólu hérlendis er að forðast þær smitleiðir/áhættur sem leitt geta til smita og að leita sér greiningar eins snemma í sjúkdómsferlinu og hægt er. Heilbrigðisráðuneytið, í samráði við Lyfjastofnun, vinnur að því að fá hingað veirulyf og bóluefni sem gætu gagnast völdum einstaklingum gegn sýkingunni,“ segir á vef Landlæknis. Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. 27. maí 2022 08:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknis. Þar segir að sýni verði send til útlanda eins fljótt og verða megi til að staðfesta greininguna. Yfirgnæfandi líkur eru á að greiningin sé rétt. Smitin má rekja til ferðalags til Evrópu en hvorugur mannanna er alvarlega veikur. „Eins og kom fram í fréttatilkynningum sóttvarnalæknis 20. og 23. maí sl. þá er apabóla ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast hún aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök en einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Um þrjár vikur geta liðið þar til sýktur einstaklingur hættir að smita en smithættan er yfirstaðin þegar síðasta blaðra á húð er gróin. Á meðan að viðkomandi er smitandi þá þarf hann að vera í einangrun. Einstaklingar sem útsettir eru fyrir smiti þurfa að vera í smitgát í allt að þrjár vikur,“ segir í tilkynningunni. Forðist náin samneyti við ókunnuga Allir sem fá bólur eða blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærum eða svæði aðlæg kynfærum, eru hvattir til að fara í einangrun og hafa samband símleiðis við húð- og kynsjúkdómadeild eða göngudeild smitsjúkdóma Landspítala eða heilsugæsluna til að fá nánari ráðleggingar um greiningu og meðferð. „Enn og aftur er fólk hvatt til að forðast náin samneyti við ókunnuga þ.m.t. kynmök, sérstaklega á ferðum sínum erlendis. Helsta leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu á apabólu hérlendis er að forðast þær smitleiðir/áhættur sem leitt geta til smita og að leita sér greiningar eins snemma í sjúkdómsferlinu og hægt er. Heilbrigðisráðuneytið, í samráði við Lyfjastofnun, vinnur að því að fá hingað veirulyf og bóluefni sem gætu gagnast völdum einstaklingum gegn sýkingunni,“ segir á vef Landlæknis.
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. 27. maí 2022 08:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02
Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. 27. maí 2022 08:44