Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. júní 2022 12:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á apabólufaraldri en býst við fleiri tilfellum á næstunni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sýnin tvö verða send til útlanda eins fljótt og hægt er til að staðfesta greininguna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirgnæfandi líkur á að þetta sé rétt greining. Það kemur Þórólfi ekki á óvart apabólan hafi borist til Íslands. „Við erum búin að bíða eftir því og höfum talið mjög líklegt að hún myndi berast hingað ein sog hún hefur borist til annarra Evrópulanda. Þetta er bara það sem er að gerast núna.“ Hinir veiku eru nú í einangrun og stendur smitrakning yfir. Þórólfur segir að mennirnir séu blessunarlega ekki mikið veikir. „Sem betur fer. Þeir eru með þessi einkennandi einkenni; útbrot á húð og það er það sem við erum að vara við og vekja athygli á að ef fólk fær svona bólur og blöðrur á húð og sérstaklega á kynfærasvæðið þá á það að leita sér aðstoðar því það er í rauninni eina ráðið til að hefta útbreiðslu á þessu. Það er mikilvægt að fólk fái greiningu eins fljótt og hægt er.“ Það sé einn af tveimur lykilþáttum til að stemma stigu við útbreiðslu. Hinn er að forðast þekktar smitleiðir. „Að fólk fari þá sérstaklega varlega í nánum kynnum við ókunnuga og sérstaklega á ferðum sínum erlendis.“ En nú höfum við séð fréttir af sjúkdómnum hjá öðrum Evrópuþjóðum. Hvað gætum við átt von á hér á Íslandi. Hvaða lærdóm getum við dregið af nágrannaþjóðum okkar? „Það er erfitt að segja. Meðgöngutími á smiti er dáldið langur og það getur tekið einhvern tíma að fá greiningu. Þetta dregst svolítið. Þetta er ekki eins og COVID eða aðrar öndunarfærasýkingar þar sem meðgöngutíminn er stuttur og fólk greinist mjög hratt þannig að þetta getur dregist svolítið. Ég held að við getum alveg búist við því að sjá hér fleiri tilfelli á næstunni, það kæmi mér alls ekki á óvart. Það hefur verið nokkuð hröð útbreiðsla í Evrópu en við búumst alls ekki við stórum faraldri þannig, þetta er ekki þannig sýking eða þannig smit. Hún smitast ekki eins auðveldlega eins og COVID til dæmis en það eru þessar ákveðnu aðstæður sem stuðla að smiti og það er það sem við erum að hamra á og benda á.“ Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Sýnin tvö verða send til útlanda eins fljótt og hægt er til að staðfesta greininguna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirgnæfandi líkur á að þetta sé rétt greining. Það kemur Þórólfi ekki á óvart apabólan hafi borist til Íslands. „Við erum búin að bíða eftir því og höfum talið mjög líklegt að hún myndi berast hingað ein sog hún hefur borist til annarra Evrópulanda. Þetta er bara það sem er að gerast núna.“ Hinir veiku eru nú í einangrun og stendur smitrakning yfir. Þórólfur segir að mennirnir séu blessunarlega ekki mikið veikir. „Sem betur fer. Þeir eru með þessi einkennandi einkenni; útbrot á húð og það er það sem við erum að vara við og vekja athygli á að ef fólk fær svona bólur og blöðrur á húð og sérstaklega á kynfærasvæðið þá á það að leita sér aðstoðar því það er í rauninni eina ráðið til að hefta útbreiðslu á þessu. Það er mikilvægt að fólk fái greiningu eins fljótt og hægt er.“ Það sé einn af tveimur lykilþáttum til að stemma stigu við útbreiðslu. Hinn er að forðast þekktar smitleiðir. „Að fólk fari þá sérstaklega varlega í nánum kynnum við ókunnuga og sérstaklega á ferðum sínum erlendis.“ En nú höfum við séð fréttir af sjúkdómnum hjá öðrum Evrópuþjóðum. Hvað gætum við átt von á hér á Íslandi. Hvaða lærdóm getum við dregið af nágrannaþjóðum okkar? „Það er erfitt að segja. Meðgöngutími á smiti er dáldið langur og það getur tekið einhvern tíma að fá greiningu. Þetta dregst svolítið. Þetta er ekki eins og COVID eða aðrar öndunarfærasýkingar þar sem meðgöngutíminn er stuttur og fólk greinist mjög hratt þannig að þetta getur dregist svolítið. Ég held að við getum alveg búist við því að sjá hér fleiri tilfelli á næstunni, það kæmi mér alls ekki á óvart. Það hefur verið nokkuð hröð útbreiðsla í Evrópu en við búumst alls ekki við stórum faraldri þannig, þetta er ekki þannig sýking eða þannig smit. Hún smitast ekki eins auðveldlega eins og COVID til dæmis en það eru þessar ákveðnu aðstæður sem stuðla að smiti og það er það sem við erum að hamra á og benda á.“
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent