Klassískir söngvarar vilja að fjárveitingar til Íslensku óperunnar verði stöðvaðar Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 13:05 Þóra Einarsdóttir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós. Íslenska óperan Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, hefur skorað á Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar og ítreka vantraust sitt á stjórn og óperustjóranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Þetta kemur fram í ályktun félagsmanna sem samþykkt var á félagsfundi á mánudaginn og sem send var á fjölmiðla í hádeginu. Boðað var til félagsfundarins í kjölfar dóms Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni ses Í ályktuninni segir að niðurstaðan staðfesti rétt söngvara til að njóta lágmarkskjara samkvæmt kjarasamningi stofnunarinnar við stéttarfélög þeirra, FÍH og FÍL. „Klassís skorar á ráðherra menningarmála að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar ses. að öllu óbreyttu. Félagsmenn telja frekari fjárveitingar til sjálfseignarstofnunarinnar ekki réttlætanlegar nema sitjandi stjórn og óperustjóri víki nú þegar. Klassís kallar eftir heilbrigðu og ásættanlegu starfsumhverfi til óperuflutnings á meðan undirbúningur stofnunar Þjóðaróperu stendur yfir,“ segir í ályktuninni. „Settir út í kuldann“ Í ályktuninni ítrekar Klassís jafnframt vantraustsyfirlýsingu sína frá því í janúar 2021 á stjórn og óperustjóra Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. „Í dómi Landsréttar kemur fram að Íslenska óperan ses. braut gegn kjarasamningum ÍÓ, FÍL og FÍH í þremur mikilvægum atriðum. Greidd voru lægri laun fyrir æfingatímabil en kjarasamningur kveður á um. Ekki var greitt fyrir yfirvinnu sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Ekki voru greidd launatengd gjöld sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Málflutningur Íslensku óperunnar bar vott um vanþekkingu á framleiðsluferli óperusýninga og sýndi stétt óperusöngvara lítilsvirðingu. Dómurinn hefur þýðingu fyrir alla söngvara og staðfestir að óheimilt er að sniðganga kjarasamninga listamanna. Félagsmenn telja margir að „þeir séu settir út í kuldann“ fyrir það eitt að sýna þakklæti sitt og stuðning við kjarabaráttu söngvara. Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra og fá því ekki tækifæri eða þeir geta ekki lengur hugsað sér að starfa fyrir stofnunina,“ segir í ályktuninni. Sjá fram á bjarta tíma Segir að félagsmenn Klassís sjái fram á bjarta tíma í faginu í nánustu framtíð, nái ofangreint fram að ganga. „Mikill mannauður býr í íslenskum söngvurum sem þyrstir í að byggja upp frjóan starfsvettvang með stofnun nýrrar Þjóðaróperu og sinna sínu menningarlega hlutverki, þjóðinni allri til heilla,“ segir í ályktun félagsmannanna. Íslenska óperan Kjaramál Tengdar fréttir Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4. júní 2022 20:31 Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10 Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun félagsmanna sem samþykkt var á félagsfundi á mánudaginn og sem send var á fjölmiðla í hádeginu. Boðað var til félagsfundarins í kjölfar dóms Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni ses Í ályktuninni segir að niðurstaðan staðfesti rétt söngvara til að njóta lágmarkskjara samkvæmt kjarasamningi stofnunarinnar við stéttarfélög þeirra, FÍH og FÍL. „Klassís skorar á ráðherra menningarmála að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar ses. að öllu óbreyttu. Félagsmenn telja frekari fjárveitingar til sjálfseignarstofnunarinnar ekki réttlætanlegar nema sitjandi stjórn og óperustjóri víki nú þegar. Klassís kallar eftir heilbrigðu og ásættanlegu starfsumhverfi til óperuflutnings á meðan undirbúningur stofnunar Þjóðaróperu stendur yfir,“ segir í ályktuninni. „Settir út í kuldann“ Í ályktuninni ítrekar Klassís jafnframt vantraustsyfirlýsingu sína frá því í janúar 2021 á stjórn og óperustjóra Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. „Í dómi Landsréttar kemur fram að Íslenska óperan ses. braut gegn kjarasamningum ÍÓ, FÍL og FÍH í þremur mikilvægum atriðum. Greidd voru lægri laun fyrir æfingatímabil en kjarasamningur kveður á um. Ekki var greitt fyrir yfirvinnu sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Ekki voru greidd launatengd gjöld sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Málflutningur Íslensku óperunnar bar vott um vanþekkingu á framleiðsluferli óperusýninga og sýndi stétt óperusöngvara lítilsvirðingu. Dómurinn hefur þýðingu fyrir alla söngvara og staðfestir að óheimilt er að sniðganga kjarasamninga listamanna. Félagsmenn telja margir að „þeir séu settir út í kuldann“ fyrir það eitt að sýna þakklæti sitt og stuðning við kjarabaráttu söngvara. Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra og fá því ekki tækifæri eða þeir geta ekki lengur hugsað sér að starfa fyrir stofnunina,“ segir í ályktuninni. Sjá fram á bjarta tíma Segir að félagsmenn Klassís sjái fram á bjarta tíma í faginu í nánustu framtíð, nái ofangreint fram að ganga. „Mikill mannauður býr í íslenskum söngvurum sem þyrstir í að byggja upp frjóan starfsvettvang með stofnun nýrrar Þjóðaróperu og sinna sínu menningarlega hlutverki, þjóðinni allri til heilla,“ segir í ályktun félagsmannanna.
Íslenska óperan Kjaramál Tengdar fréttir Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4. júní 2022 20:31 Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10 Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4. júní 2022 20:31
Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10
Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24