Yfirlýsing frá KR: Harma að formaður KKÍ „ræði einkamál félaganna og sambandsins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 15:22 Stjórn körfuknattleiksdeildar KR lýsir yfir ósætti sínu með framferði formannsins. vísir/bára Körfuknattleiksdeild KR sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af skuld félagsins við KKÍ. Þar er nafntogun félagsins af hálfu formanns KKÍ hörmuð. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að skipulagning á Íslandsmótum í körfubolta hefðu lítillega tafist þar sem KR var veittur frestur á að greiða skráningargjöld fyrir meistaraflokka sína í karla- og kvennaflokki. Ástæðan var sú að KR var í skuld við KKÍ og félögum er ekki heimilt að skrá sig til keppni meðan slíkt skuld er ógreidd til sambandsins. Fresturinn til skráningar rann út 31. maí síðastliðinn en KR gerði skuldina upp, auk þess að greiða skráningargjaldið í gær og málið því afgreitt. KR þurfti aftur á móti að bera meiri kostnað en önnur félög vegna seinagangsins, í samræmi við lög KKÍ, sem segja til um að lið sem greiði seint borgi tvöfalt. KR þurfti því að borga 880 þúsund krónur í stað 440 þúsund fyrir liðin sín tvö. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi fyrr í dag að KR væri félagið sem um ræðir. Þetta eru KR-ingar ósáttir við og gagnrýna í yfirlýsingu sem þeir sendu síðdegis. „Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir jafnframt að KR-ingar muni koma athugasemdum sínum á framfæri við formanninn persónulega, frekar en að gera það í gegnum fjölmiðla: „Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Körfuknattleiksdeildar KR Varðandi fréttaflutning um skuld Körfuknattleiksdeildar KR við KKÍ. Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands. Eins og vitað er þá hefur Covid faraldurinn haft mikil áhrif á íþróttaheyfinguna eins og margt annað í hagkerfinu og er KKD KR þar síst undanskilin. Róðurinn hefur á stundum verið þungur en það er bjart framundan nú þegar faraldurinn er yfirstaðin. Rétt er að ítreka það líkt og formaðurinn tekur fram að skuldin sem um ræðir hefur verið greidd að fullu. Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti. Virðingarfyllst Stjórn KKD KR KR Subway-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að skipulagning á Íslandsmótum í körfubolta hefðu lítillega tafist þar sem KR var veittur frestur á að greiða skráningargjöld fyrir meistaraflokka sína í karla- og kvennaflokki. Ástæðan var sú að KR var í skuld við KKÍ og félögum er ekki heimilt að skrá sig til keppni meðan slíkt skuld er ógreidd til sambandsins. Fresturinn til skráningar rann út 31. maí síðastliðinn en KR gerði skuldina upp, auk þess að greiða skráningargjaldið í gær og málið því afgreitt. KR þurfti aftur á móti að bera meiri kostnað en önnur félög vegna seinagangsins, í samræmi við lög KKÍ, sem segja til um að lið sem greiði seint borgi tvöfalt. KR þurfti því að borga 880 þúsund krónur í stað 440 þúsund fyrir liðin sín tvö. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi fyrr í dag að KR væri félagið sem um ræðir. Þetta eru KR-ingar ósáttir við og gagnrýna í yfirlýsingu sem þeir sendu síðdegis. „Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir jafnframt að KR-ingar muni koma athugasemdum sínum á framfæri við formanninn persónulega, frekar en að gera það í gegnum fjölmiðla: „Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Körfuknattleiksdeildar KR Varðandi fréttaflutning um skuld Körfuknattleiksdeildar KR við KKÍ. Körfuknattleiksdeild KR harmar ummæli formanns KKÍ í viðtali á visir.is í dag þar sem hann nafngreinir KR vegna tafa á greiðslum til Körfuknattleikssamband Íslands. Eins og vitað er þá hefur Covid faraldurinn haft mikil áhrif á íþróttaheyfinguna eins og margt annað í hagkerfinu og er KKD KR þar síst undanskilin. Róðurinn hefur á stundum verið þungur en það er bjart framundan nú þegar faraldurinn er yfirstaðin. Rétt er að ítreka það líkt og formaðurinn tekur fram að skuldin sem um ræðir hefur verið greidd að fullu. Körfuknattleiksdeild KR hefur ýmislegt um það að segja að formaður KKÍ breyti útaf venjum sambandsins og ræði einkamál félaganna og sambandsins á opinberum vettvangi. Deildin hyggst þó ekki elta formanninn á þeirri vegferð og hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við KKÍ með hefðbundnum hætti. Virðingarfyllst Stjórn KKD KR
KR Subway-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik