Tengsl eru milli mannanna tveggja sem greindust með apabólu í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2022 20:22 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir vísir/vilhelm Tengsl eru á milli mannana tveggja sem greindust með apabólu í gær. Annar þeirra er nýkominn frá Evrópu en sóttvarnalæknir segir uppsprettu veirunnar vera ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt. Hvorugur mannana er alvarlega veikur en tengsl eru á milli þeirra og búa mennirnir á höfuðborgarsvæðinu. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu en sýnin tvö verða send til útlanda til að staðfesta greininguna. Nú þegar sjúkdómurinn er kominn til landsins segir sóttvarnalæknir að almenningur þurfi að hafa tvennt í huga til að hemja útbreiðslu hans. Annars vegar að stunda ekki kynlíf með ókunnugum. „Og líka ef fólk fer að fá bólur og blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærin eða kynfærasvæðin að leita fljótt til heilbrigðisþjónustunnar, húð og kynsjúkdómadeildar Landspítala eða göngudeildar smitsjúkdóma og fá greiningu eins fljótt og hægt er,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sjúkdómurinn hefur hingað til verið að greinast í sam- og tvíkynhneigðum mönnum og hafa samtök hinsegin fólks óttast að faraldurinn leiði til aukinna fordóma fyrir samkynhneigðum vegna vanþekkingar. Þórólfur segir mikilvægt hafa í huga að sjúkdómurinn er ekki bundinn við kynhneigð. „Hann smitast við kynlíf á milli fólks af öllum kynjum. Það vill svo til að þetta hefur aðallega greinst hjá karlmönnum núna og uppsprettan eru ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt.“ Vonast til að fá áttatíu skammta af bóluefni Unnið er að því að fá til landsins veirulyf og bóluefni. Það ferli er nokkuð flókið enda lítið til af bóluefninu að sögn Þórólfs sem bindur vonir við að fá áttatíu skammta af efninu. „Til að nota hjá völdum einstaklingum sem eru útsettir fyrir veirunni og gætu farið illa út úr sýkingunni. Sennilega myndi bóluefnið vera notað helst hjá þeim.“ Sjúkdómurinn smitast við náin samneyti milli fólks. Hann er ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök og einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Þórólfur býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en á þó ekki von á stórum faraldri þrátt fyrir að hópsýkingar kunni að koma upp. „Nákvæmlega hversu mikið er ómögulegt að segja, það fer eftir því hvernig fólk hegðar sér og hvernig okkur tekst að hemja útbreiðsluna.“ Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Hvorugur mannana er alvarlega veikur en tengsl eru á milli þeirra og búa mennirnir á höfuðborgarsvæðinu. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu en sýnin tvö verða send til útlanda til að staðfesta greininguna. Nú þegar sjúkdómurinn er kominn til landsins segir sóttvarnalæknir að almenningur þurfi að hafa tvennt í huga til að hemja útbreiðslu hans. Annars vegar að stunda ekki kynlíf með ókunnugum. „Og líka ef fólk fer að fá bólur og blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærin eða kynfærasvæðin að leita fljótt til heilbrigðisþjónustunnar, húð og kynsjúkdómadeildar Landspítala eða göngudeildar smitsjúkdóma og fá greiningu eins fljótt og hægt er,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sjúkdómurinn hefur hingað til verið að greinast í sam- og tvíkynhneigðum mönnum og hafa samtök hinsegin fólks óttast að faraldurinn leiði til aukinna fordóma fyrir samkynhneigðum vegna vanþekkingar. Þórólfur segir mikilvægt hafa í huga að sjúkdómurinn er ekki bundinn við kynhneigð. „Hann smitast við kynlíf á milli fólks af öllum kynjum. Það vill svo til að þetta hefur aðallega greinst hjá karlmönnum núna og uppsprettan eru ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt.“ Vonast til að fá áttatíu skammta af bóluefni Unnið er að því að fá til landsins veirulyf og bóluefni. Það ferli er nokkuð flókið enda lítið til af bóluefninu að sögn Þórólfs sem bindur vonir við að fá áttatíu skammta af efninu. „Til að nota hjá völdum einstaklingum sem eru útsettir fyrir veirunni og gætu farið illa út úr sýkingunni. Sennilega myndi bóluefnið vera notað helst hjá þeim.“ Sjúkdómurinn smitast við náin samneyti milli fólks. Hann er ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök og einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Þórólfur býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en á þó ekki von á stórum faraldri þrátt fyrir að hópsýkingar kunni að koma upp. „Nákvæmlega hversu mikið er ómögulegt að segja, það fer eftir því hvernig fólk hegðar sér og hvernig okkur tekst að hemja útbreiðsluna.“
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06
Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11