Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2022 18:59 Utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirrita viljayfirlýsingu um ratsjána í Þórshöfn í dag. Landsstjórn Færeyja Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Ratsjárstöðin mun treysta eftirlit NATO með loftrýminu milli Íslands, Noregs og Bretlands og er gert ráð fyrir að hún hafi 3-400 kílómetra drægni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu danska varnamálaráðuneytisins. Þar segir að 390 milljónir danskra króna, andvirði 7,2 milljarða íslenskra króna, hafi verið teknar frá til uppsetningar ratsjárinnar. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, funduðu í Færeyjum í dag og undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.Landsstjórn Færeyja Stöðin verður reist á grunni eldri stöðvar, sem tekin var úr notkun árið 2007. Við það myndaðist gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar gátu komist óséðar í gegnum. Ratsjárstöð var upphaflega reist á Sornfelli á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi, en henni fylgdi umdeild herstöð þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Á blaðamannafundi í dag sagði Jenis av Rana að hvorki vopn né hermenn myndu fylgja nýju ratsjárstöðinni í Færeyjum heldur yrði hún ómönnuð og fjarstýrð. Ratsjáin myndi jafnframt nýtast borgaralegu flugi og flugumferðarstjórar fá aðgang að ratsjárgögnum. Þá myndu færeyskir verktakar fá tækifæri til að bjóða í verkið til jafns við aðra. „Viljayfirlýsingin undirstrikar það góða samstarf sem er milli Færeyja og Danmerkur í öryggismálum,“ segir varnarmálaráðherra Dana, Morten Bødskov, í fréttatilkynningu. „Ratsjáin verður hluti af því eftirlitskerfi sem er með loftrými á svæðinu. Það mun gagnast samfélaginu á sama tíma og öryggi Evrópu er ógnað. Þetta sýnir að bæði Danmörk og Færeyjar taka ábyrgð á öryggi konungsríkisins,“ segir danski ráðherrann. Færeyjar Danmörk Grænland NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Ratsjárstöðin mun treysta eftirlit NATO með loftrýminu milli Íslands, Noregs og Bretlands og er gert ráð fyrir að hún hafi 3-400 kílómetra drægni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu danska varnamálaráðuneytisins. Þar segir að 390 milljónir danskra króna, andvirði 7,2 milljarða íslenskra króna, hafi verið teknar frá til uppsetningar ratsjárinnar. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, funduðu í Færeyjum í dag og undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.Landsstjórn Færeyja Stöðin verður reist á grunni eldri stöðvar, sem tekin var úr notkun árið 2007. Við það myndaðist gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar gátu komist óséðar í gegnum. Ratsjárstöð var upphaflega reist á Sornfelli á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi, en henni fylgdi umdeild herstöð þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Á blaðamannafundi í dag sagði Jenis av Rana að hvorki vopn né hermenn myndu fylgja nýju ratsjárstöðinni í Færeyjum heldur yrði hún ómönnuð og fjarstýrð. Ratsjáin myndi jafnframt nýtast borgaralegu flugi og flugumferðarstjórar fá aðgang að ratsjárgögnum. Þá myndu færeyskir verktakar fá tækifæri til að bjóða í verkið til jafns við aðra. „Viljayfirlýsingin undirstrikar það góða samstarf sem er milli Færeyja og Danmerkur í öryggismálum,“ segir varnarmálaráðherra Dana, Morten Bødskov, í fréttatilkynningu. „Ratsjáin verður hluti af því eftirlitskerfi sem er með loftrými á svæðinu. Það mun gagnast samfélaginu á sama tíma og öryggi Evrópu er ógnað. Þetta sýnir að bæði Danmörk og Færeyjar taka ábyrgð á öryggi konungsríkisins,“ segir danski ráðherrann.
Færeyjar Danmörk Grænland NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25