Dómur staðfestur í Bræðraborgarstígsmálinu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 18:38 Landsréttur hefur staðfest dóm yfir Marek Moszczynski vegna íkveikjunnar á Bræðraborgarstíg í júní fyrir tæpum tveimur árum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm yfir Marek Moszczynski vegna íkveikjunnar á Bræðraborgarstíg í júní fyrir tæpum tveimur árum síðan þar sem þrír létust. Dómurinn felur í sér að hann muni sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Dómurinn féll í Landsrétti í dag en ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í september í fyrra. Kröfur ákæruvaldsins voru að dómurinn yrði staðfestur en hinn ákærði, Marek Mozczynski fór fram á sýknu en til vara að honum yrði hvorki gerð refsing né gert að sæta öryggisvistun. Tveir létust í brunanum sjálfum þann 25.júní fyrir tæpum tveimur árum síðan og þá lést kona af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Í dómi Landsréttar kemur fram að Marek hafi verið ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annari hæð hússins við Bræðraborgarstíg 1 og á tveimur stöðum í sameiginlegu rými á sömu hæð. Þá var Marek einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa slegið tvo lögreglumenn með gúmmímottu þar sem þeir voru við skyldustörf utandyra við rússneska sendiráðið. Í dómnum kemur ennfremur fram að Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að sannað væri að Marek hefði framið þau brot sem ákært væri fyrir. Ákæruvaldið undi niðurstöðu héraðsdóms um að ekki skyldi refsa Marek. Í ljósi alvarleika háttsemi hans og skýrslu matsmanna fyrir dómi og framburði geðlæknis fyrir Landsrétti kom ekki til greina að öryggisgæslan sem honum hafi verið ákveðin yrði felld niður. Marek var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta og sakarkostnaðs. Dóm Landsréttar má sjá hér. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Dómurinn féll í Landsrétti í dag en ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í september í fyrra. Kröfur ákæruvaldsins voru að dómurinn yrði staðfestur en hinn ákærði, Marek Mozczynski fór fram á sýknu en til vara að honum yrði hvorki gerð refsing né gert að sæta öryggisvistun. Tveir létust í brunanum sjálfum þann 25.júní fyrir tæpum tveimur árum síðan og þá lést kona af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Í dómi Landsréttar kemur fram að Marek hafi verið ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annari hæð hússins við Bræðraborgarstíg 1 og á tveimur stöðum í sameiginlegu rými á sömu hæð. Þá var Marek einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa slegið tvo lögreglumenn með gúmmímottu þar sem þeir voru við skyldustörf utandyra við rússneska sendiráðið. Í dómnum kemur ennfremur fram að Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að sannað væri að Marek hefði framið þau brot sem ákært væri fyrir. Ákæruvaldið undi niðurstöðu héraðsdóms um að ekki skyldi refsa Marek. Í ljósi alvarleika háttsemi hans og skýrslu matsmanna fyrir dómi og framburði geðlæknis fyrir Landsrétti kom ekki til greina að öryggisgæslan sem honum hafi verið ákveðin yrði felld niður. Marek var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta og sakarkostnaðs. Dóm Landsréttar má sjá hér.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira