Ríkisstjórn fyrir virkjunarsinna! Andrés Ingi Jónsson skrifar 11. júní 2022 17:01 Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega er óskiljanlegt ef Vinstri græn telja sig hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð í þessu. Í öllum stærstu breytingum meirihlutans tapar náttúran. Sem forsmekk fyrir umræðuna sem verður í þingsal eftir helgi nefni ég hérna þrjár verstu ákvarðanir meirihluta Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í umhverfis- og samgöngunefnd. Sýndarmennska í Neðri-Þjórsá. Urriðafoss- og Holtavirkjanir eru færðar úr nýtingu í bið. Það hefur virkjanasinnum ekki þótt erfitt, enda langt í að þær komist á eitthvað framkvæmdastig. Hvammsvirkjun er hins vegar skilin eftir í nýtingu, þar er Landsvirkjun líka með gröfurnar tilbúnar. Þetta gerir hvatningu meirihlutans um að mikilvægt sé fyrir ráðherra og verkefnastjórn að horfa á neðri hluta Þjórsár sem eina heild ansi innantóma. Ef meirihlutinn vill láta meta allar þrjár virkjanir sem eina heild, þá þarf meirihlutinn einfaldlega að setja þær allar þrjár í bið. Stóra fórnin: Þjórsárver. Kjalölduveita er færð úr vernd í biðflokk. Fyrsta skrefið í átt að því að uppfylla draum Landsvirkjunar um að eyðileggja Þjórsárver, eftir hálfrar aldar baráttu náttúruverndarfólks. Meirihlutinn lætur þannig undan dylgjum Landsvirkjunar um að ólöglega hafi verið staðið að mati virkjunarkostsins í verndarflokk, þó að umhverfisráðuneytið sé búið að hrekja þær skilmerkilega. Verðmætasta vatnasviðið fært nær virkjun. Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna. Vatnasvið Héraðsvatan er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í rammaáætlun. Hér stendur meirihlutinn rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Atkvæðagreiðsla um rammaáætlun verður í næstu viku. Þar verður þingflokkur Pírata í hópi þeirra sem áfram berjast fyrir náttúrunni. Við sjáum svo eftir það hvaða flokkar eru alvöru náttúruverndarflokkar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Andrés Ingi Jónsson Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega er óskiljanlegt ef Vinstri græn telja sig hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð í þessu. Í öllum stærstu breytingum meirihlutans tapar náttúran. Sem forsmekk fyrir umræðuna sem verður í þingsal eftir helgi nefni ég hérna þrjár verstu ákvarðanir meirihluta Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í umhverfis- og samgöngunefnd. Sýndarmennska í Neðri-Þjórsá. Urriðafoss- og Holtavirkjanir eru færðar úr nýtingu í bið. Það hefur virkjanasinnum ekki þótt erfitt, enda langt í að þær komist á eitthvað framkvæmdastig. Hvammsvirkjun er hins vegar skilin eftir í nýtingu, þar er Landsvirkjun líka með gröfurnar tilbúnar. Þetta gerir hvatningu meirihlutans um að mikilvægt sé fyrir ráðherra og verkefnastjórn að horfa á neðri hluta Þjórsár sem eina heild ansi innantóma. Ef meirihlutinn vill láta meta allar þrjár virkjanir sem eina heild, þá þarf meirihlutinn einfaldlega að setja þær allar þrjár í bið. Stóra fórnin: Þjórsárver. Kjalölduveita er færð úr vernd í biðflokk. Fyrsta skrefið í átt að því að uppfylla draum Landsvirkjunar um að eyðileggja Þjórsárver, eftir hálfrar aldar baráttu náttúruverndarfólks. Meirihlutinn lætur þannig undan dylgjum Landsvirkjunar um að ólöglega hafi verið staðið að mati virkjunarkostsins í verndarflokk, þó að umhverfisráðuneytið sé búið að hrekja þær skilmerkilega. Verðmætasta vatnasviðið fært nær virkjun. Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna. Vatnasvið Héraðsvatan er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í rammaáætlun. Hér stendur meirihlutinn rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Atkvæðagreiðsla um rammaáætlun verður í næstu viku. Þar verður þingflokkur Pírata í hópi þeirra sem áfram berjast fyrir náttúrunni. Við sjáum svo eftir það hvaða flokkar eru alvöru náttúruverndarflokkar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun