Forsetinn varð sjóveikur um borð í Óðni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2022 13:27 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nokkuð brattur um borð í Óðni. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að sjóferð með varðskipinu Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur í gær hafi verið kaflaskipt. Í færslu á Facebook, þar sem Guðni óskar sjómönnum til hamingju með daginn í dag, sjómannadag, segir hann frá því að í gær hafi honum hlotnast sá heiður að sigla með Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur. Lagt var af stað eldsnemma og fylgdist forsetinn með, ásamt öðrum skipverjum, æfingu Landhelgisgæslunnar. Allt var eins og á best verður á kosið, þangað til komið var neðan þilja og leið á siglinguna. „Sjóveiki gerði vart við sig og þegar ég ætlaði að njóta indælis kjötsúpu sem borin var á borð fór á annan veg en ætlað var. Yfir vaski þurfti munnfylli af góðgætinu að fara sömu leið út og hún fór inn. Eftir góða sopa af gosi og ferskt loft tók maður gleði sína á ný,“ skrifar Guðni. Þá segir hann frá því að hann hafi nýtt tímann vel á leiðinni. „Í forsetasvítunni náði ég svo að skrifa lokaorð eftirmála bókar sem ég er með í smíðum um sögu landhelgismálsins árin 1961–1971. Þar kemur Óðinn við sögu, ekki síst vorið 1963 þegar skipverjar náðu Aberdeentogaranum Milwood á sitt vald, eftir eina æsilegustu eftirför í sögu Landhelgisgæslunnar,“ skrifar Guðni á Facebook, þar sem hann fer nánar yfir sögu Óðins. Forseti Íslands Landhelgisgæslan Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Koddaslagur: Sá sem tapar fer beint í sjóinn Fatamerkið Bið að heilsa niðrí slipp eða BAHNS líkt of það er kallað stendur fyrir Koddaslag á bryggjunni í dag, á sjálfan sjómannadaginn. Glódís Guðgeirsdóttir, Guðbjörg Valkyrja, Ilona Grimm og Sylvía Lovetank ætla að taka slaginn þetta árið. 12. júní 2022 08:01 Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í færslu á Facebook, þar sem Guðni óskar sjómönnum til hamingju með daginn í dag, sjómannadag, segir hann frá því að í gær hafi honum hlotnast sá heiður að sigla með Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur. Lagt var af stað eldsnemma og fylgdist forsetinn með, ásamt öðrum skipverjum, æfingu Landhelgisgæslunnar. Allt var eins og á best verður á kosið, þangað til komið var neðan þilja og leið á siglinguna. „Sjóveiki gerði vart við sig og þegar ég ætlaði að njóta indælis kjötsúpu sem borin var á borð fór á annan veg en ætlað var. Yfir vaski þurfti munnfylli af góðgætinu að fara sömu leið út og hún fór inn. Eftir góða sopa af gosi og ferskt loft tók maður gleði sína á ný,“ skrifar Guðni. Þá segir hann frá því að hann hafi nýtt tímann vel á leiðinni. „Í forsetasvítunni náði ég svo að skrifa lokaorð eftirmála bókar sem ég er með í smíðum um sögu landhelgismálsins árin 1961–1971. Þar kemur Óðinn við sögu, ekki síst vorið 1963 þegar skipverjar náðu Aberdeentogaranum Milwood á sitt vald, eftir eina æsilegustu eftirför í sögu Landhelgisgæslunnar,“ skrifar Guðni á Facebook, þar sem hann fer nánar yfir sögu Óðins.
Forseti Íslands Landhelgisgæslan Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Koddaslagur: Sá sem tapar fer beint í sjóinn Fatamerkið Bið að heilsa niðrí slipp eða BAHNS líkt of það er kallað stendur fyrir Koddaslag á bryggjunni í dag, á sjálfan sjómannadaginn. Glódís Guðgeirsdóttir, Guðbjörg Valkyrja, Ilona Grimm og Sylvía Lovetank ætla að taka slaginn þetta árið. 12. júní 2022 08:01 Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25
Koddaslagur: Sá sem tapar fer beint í sjóinn Fatamerkið Bið að heilsa niðrí slipp eða BAHNS líkt of það er kallað stendur fyrir Koddaslag á bryggjunni í dag, á sjálfan sjómannadaginn. Glódís Guðgeirsdóttir, Guðbjörg Valkyrja, Ilona Grimm og Sylvía Lovetank ætla að taka slaginn þetta árið. 12. júní 2022 08:01
Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00