Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 21:42 Hildur Sverrisdóttir hefur fengið þingmenn úr öllum flokkum með sér í lið. Margrét Seema Takyar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að fella brott ýmis hlutlæg skilyrði núgildandi laga um notkun fósturvísa og kynfruma. Í núgildandi lögum er það fortakslaust skilyrði að báðir einstaklingar sem lagt hafa til kynfrumur við gerð fósturvísis þurfi að vera lifandi þegar vísirinn er notaður við tæknifrjóvgun. Íris Birgisdóttir lýsti reynslu sinni af lögunum í átakanlegu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein á dögunum. Hún sagði frá því að hún hafi verið ólétt að fyrsta barni þeirra Kolbeins Einarssonar, eiginmanns hennar, þegar hann greindist með alvarlegt krabbamein. Þá ákváðu þau að leggja kynfrumur Kolbeins inn í banka hjá Livio, enda vildu þau eignast fleiri börn og geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Í ferlinu hjá Livio var þeim hins vegar tjáð að kynfrumur Kolbeins fylgdu honum, ef hann andaðist yrði frumunum eytt. Svo fór að Kolbeinn lést af krabbameininu árið 2019 og kynfrumunum eytt í kjölfarið. Frumvarpið tryggi algjört samningsfrelsi Hildur segir gríðarlega mikilvægt að breyta núgildandi löggjöf á þann veg að aðstæður á borð við þær sem Íris og Kolbeinn lentu í komi aldrei upp aftur. Það sé hægt með því að breyta hlutlægum skilyrðum laganna um hjónaband eða sambúð og veita fólki sem vill eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar algjört samningsfrelsi. „Það sem gerist með því að aftengja þessa sambúðarkröfu, þá sjálfkrafa verður samningsfrelsi um hvernig fólk vill haga þessum atriðum. Vegna þess að það eru svo mörg atriði sem hanga saman við sambúðarformið, varðandi andlát og skilnað og framvegis, um leið og þú tekur það út þá raknar það allt upp. Þá er það bara sett í hendur fólks hvernig það vill haga þessu,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Það sem mér finnst mikilvægast í því er að svona ofboðslega hrikalegar aðstæður munu aldrei koma fyrir aftur,“ bætir hún við og vísar til máls þeirra Írisar og Kolbeins. Þrátt fyrir að þingmenn úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi mæli fyrir frumvarpinu ásamt Hildi fær það ekki efnislega meðferð á þessu þingi. Hildur er þó hvergi af baki dottin. „Ég verð mætt strax í haust og legg þetta aftur fram og vona að það nái fram að ganga á nýju þingi,“ segir hún. Heilbrigðismál Alþingi Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Frjósemi Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að fella brott ýmis hlutlæg skilyrði núgildandi laga um notkun fósturvísa og kynfruma. Í núgildandi lögum er það fortakslaust skilyrði að báðir einstaklingar sem lagt hafa til kynfrumur við gerð fósturvísis þurfi að vera lifandi þegar vísirinn er notaður við tæknifrjóvgun. Íris Birgisdóttir lýsti reynslu sinni af lögunum í átakanlegu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein á dögunum. Hún sagði frá því að hún hafi verið ólétt að fyrsta barni þeirra Kolbeins Einarssonar, eiginmanns hennar, þegar hann greindist með alvarlegt krabbamein. Þá ákváðu þau að leggja kynfrumur Kolbeins inn í banka hjá Livio, enda vildu þau eignast fleiri börn og geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Í ferlinu hjá Livio var þeim hins vegar tjáð að kynfrumur Kolbeins fylgdu honum, ef hann andaðist yrði frumunum eytt. Svo fór að Kolbeinn lést af krabbameininu árið 2019 og kynfrumunum eytt í kjölfarið. Frumvarpið tryggi algjört samningsfrelsi Hildur segir gríðarlega mikilvægt að breyta núgildandi löggjöf á þann veg að aðstæður á borð við þær sem Íris og Kolbeinn lentu í komi aldrei upp aftur. Það sé hægt með því að breyta hlutlægum skilyrðum laganna um hjónaband eða sambúð og veita fólki sem vill eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar algjört samningsfrelsi. „Það sem gerist með því að aftengja þessa sambúðarkröfu, þá sjálfkrafa verður samningsfrelsi um hvernig fólk vill haga þessum atriðum. Vegna þess að það eru svo mörg atriði sem hanga saman við sambúðarformið, varðandi andlát og skilnað og framvegis, um leið og þú tekur það út þá raknar það allt upp. Þá er það bara sett í hendur fólks hvernig það vill haga þessu,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Það sem mér finnst mikilvægast í því er að svona ofboðslega hrikalegar aðstæður munu aldrei koma fyrir aftur,“ bætir hún við og vísar til máls þeirra Írisar og Kolbeins. Þrátt fyrir að þingmenn úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi mæli fyrir frumvarpinu ásamt Hildi fær það ekki efnislega meðferð á þessu þingi. Hildur er þó hvergi af baki dottin. „Ég verð mætt strax í haust og legg þetta aftur fram og vona að það nái fram að ganga á nýju þingi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Alþingi Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Frjósemi Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira