PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 07:44 Mikið álag var á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans þegar mest lét í faraldrinum. Landspítali/Þorkell Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en þar segir að Landspítalinn keypt veirugreiningartæki og mikið magn af hvarfefnum sem notuð voru við greiningar á sýnum. Fyrirtækið er í eigu feðgina sem hafa lagt til að þau greiði sér allt að 750 milljónir króna í arð eftir seinasta ár. Framlegð félagsins nam 2.155 milljónum króna af 4.250 milljóna króna veltu sem samsvarar tæpum 50 prósentum. Þótti nauðsynlegt að fá tækin til að auka afkastagetu Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá Landspítalanum fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs og er vísað til undanþága í lögum um opinber innkaup vegna þess neyðarástands sem faraldurinn hafi skapað. Þótti spítalinn nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningageta fyrir Covid-sýni hafi verið sprungin. Ítrekað var fjallað um takmarkaða afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í faraldrinum og þurfti Íslensk erfðagreining reglulega að hlaupa undir bagga til að tryggja PCR-greiningu innanlands- og landamærasýna. Síðan þá hefur deildin bætt tækjakost sinn en framleiðendur greiningartækja og hvarfefna áttu um tíma erfitt með að anna eftirspurn á heimsvísu þegar faraldurinn skall á. Fram kemur í ársreikningi Lyru að hagnaður eftir tekjuskatt hafi verið 1.564 milljónir króna í fyrra. Þar segir jafnframt að meginstarfsemi félagsins sé fólgin í heildverslun með lyf og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu. Framkvæmdastjóri félagsins og aðaleigandi með 66,68% hlut er Höskuldur H. Höskuldsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36 „Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en þar segir að Landspítalinn keypt veirugreiningartæki og mikið magn af hvarfefnum sem notuð voru við greiningar á sýnum. Fyrirtækið er í eigu feðgina sem hafa lagt til að þau greiði sér allt að 750 milljónir króna í arð eftir seinasta ár. Framlegð félagsins nam 2.155 milljónum króna af 4.250 milljóna króna veltu sem samsvarar tæpum 50 prósentum. Þótti nauðsynlegt að fá tækin til að auka afkastagetu Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá Landspítalanum fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs og er vísað til undanþága í lögum um opinber innkaup vegna þess neyðarástands sem faraldurinn hafi skapað. Þótti spítalinn nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningageta fyrir Covid-sýni hafi verið sprungin. Ítrekað var fjallað um takmarkaða afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í faraldrinum og þurfti Íslensk erfðagreining reglulega að hlaupa undir bagga til að tryggja PCR-greiningu innanlands- og landamærasýna. Síðan þá hefur deildin bætt tækjakost sinn en framleiðendur greiningartækja og hvarfefna áttu um tíma erfitt með að anna eftirspurn á heimsvísu þegar faraldurinn skall á. Fram kemur í ársreikningi Lyru að hagnaður eftir tekjuskatt hafi verið 1.564 milljónir króna í fyrra. Þar segir jafnframt að meginstarfsemi félagsins sé fólgin í heildverslun með lyf og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu. Framkvæmdastjóri félagsins og aðaleigandi með 66,68% hlut er Höskuldur H. Höskuldsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36 „Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36
„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12