„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2022 14:47 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segist opin fyrir því að loka Reynisfjöru tímabundið, þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. vísir/vilhelm „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru á föstudaginn og var þar um að ræða fimmta banaslysið í fjörunni á síðustu sjö árum. „Vegna þessarar stöðu sem upp er komin og hefur verið í talsverðan tíma þá skipaði ég verkefnastjórn til að fara yfir allt landið. Ekki bara Reynisfjöru. Verkefnastjórnin skilaði mér í gær, vann mjög hratt og örugglega,“ sagði Lilja við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eitt af því sem við getum gert, við getum gripið til lokana, en tímabundið. Það er enginn að tala um að loka Reynisfjöru. Aðeins þegar sjávarföllin eru með þeim hætti að þau reynast lífshættuleg. En þetta gerum við að sjálfsögðu við í samvinnu við landeigendur og ferðaþjónustuna. Í næstu viku mun ég funda með þeim þar sem við förum yfir ýmsar leiðir. Sumir hafa nefnt að auka alla gæslu á svæðinu. Ég er líka opin fyrir því. Meginmarkmiðið er að hafa þetta opið, en við getum ekki haft þetta opið þannig að mannslífum sé stefnt í voða,“ segir Lilja. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilara að neðan. Lilja segir að við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur. „Þessi vinna sem verkefnahópurinn kláraði er mjög góð og skýr. Og nú óska ég eftir góðu samvinnu og samstarfi við þá sem eru á þessu svæði.“ Reynisfjara Slysavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru á föstudaginn og var þar um að ræða fimmta banaslysið í fjörunni á síðustu sjö árum. „Vegna þessarar stöðu sem upp er komin og hefur verið í talsverðan tíma þá skipaði ég verkefnastjórn til að fara yfir allt landið. Ekki bara Reynisfjöru. Verkefnastjórnin skilaði mér í gær, vann mjög hratt og örugglega,“ sagði Lilja við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eitt af því sem við getum gert, við getum gripið til lokana, en tímabundið. Það er enginn að tala um að loka Reynisfjöru. Aðeins þegar sjávarföllin eru með þeim hætti að þau reynast lífshættuleg. En þetta gerum við að sjálfsögðu við í samvinnu við landeigendur og ferðaþjónustuna. Í næstu viku mun ég funda með þeim þar sem við förum yfir ýmsar leiðir. Sumir hafa nefnt að auka alla gæslu á svæðinu. Ég er líka opin fyrir því. Meginmarkmiðið er að hafa þetta opið, en við getum ekki haft þetta opið þannig að mannslífum sé stefnt í voða,“ segir Lilja. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilara að neðan. Lilja segir að við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur. „Þessi vinna sem verkefnahópurinn kláraði er mjög góð og skýr. Og nú óska ég eftir góðu samvinnu og samstarfi við þá sem eru á þessu svæði.“
Reynisfjara Slysavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira