Samkeppni er ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2022 08:00 Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi. Áhrifin eru alltaf þau sömu, neytendum í óhag. Enda almannahagsmunir settir til hliðar. Fákeppni og sérhagsmunir Fákeppnishagnaður í fjármálakerfinu er ástæða þess að hér er dýrasta bankaþjónusta í Evrópu. Þennan kostnað þurfa fyrirtæki og almenningur í landinu að sitja uppi með. Við höfum sennilega flest öll kvartað yfir háum lántökukostnaði og rándýrri greiðslumiðlun sem kostar okkur tugi milljarða á ári hverju. Sömu sögu má segja af tryggingarþjónustunni. Þessi fákeppni er afleiðing margra þátta en það er fyrst og fremst óstöðugur gjaldmiðill okkar sem veldur því að erlendir aðilar vilja síður hefja hér rekstur í samkeppni við innlenda aðila. Þeim þykir fjárfestingin of áhættusöm og sjá fram á meiri ábata af fjárfestingum annars staðar. Það hefur verulega neikvæð áhrif á samkeppnisumhverfið innanlands. Hátt verð á nauðsynjavörum svo sem eldsneyti og matvælum hefur einnig leikið okkur grátt. Þær landbúnaðarvörur á matvörumarkaði sem ekki falla undir samkeppnisreglur hafa í gegnum tíðina leitt vagninn þegar kemur að verðhækkunum. Þessi vandamál blasa við nánast hvert sem er litið og þau eru að mestu leyti afleiðing samkeppnisleysis og pólitískra ákvarðana sem taka ekki tillit til hagsmuna neytenda. Hagsmuna neytenda ekki gætt Virkari samkeppni á markaði er brýn nauðsyn. Það er augljóst mál. Hins vegar verða engin skref tekin í átt að aukinni samkeppni á meðan þetta er eitt af forboðnum umræðuefnum stjórnvalda. Ríkisstjórnin kýs að stinga höfðinu í sandinn frekar en að ræða af einhverri alvöru hvernig tryggja megi eðlilega samkeppni á vöru- og þjónustumarkaði hér innanlands. Þess vegna er enginn áhugi á tillögum okkar um að almennar samkeppnisreglur ríki í landbúnaði og enginn áhugi á að markaðslögmál gildi í sjávarútvegi. Þess vegna var tillaga okkar um heildstæða úttekt á áhrifum virkrar samkeppni ekki afgreidd úr nefnd á sínum tíma. Ekki heldur á þinginu sem nú er að líða. Rétt eins og tillagan okkar um mat á samkeppnisrekstri ríkisins. Svo er auðvitað enginn áhugi á að ræða vaxtamuninn í fjármálaþjónustu og áhrif sífelldra gengisbreytinga á íslenskt atvinnulíf og almenning allan. Fjölmargt má hér nefna og það segir allt sem segja þarf um raunverulegan vilja stjórnvalda. Samkeppni er einfaldlega ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Það bitnar á neytendum. Samkeppni og almannahagur Kostir virkrar samkeppni eru margir. Neytendur fá vörur og þjónustu á sem lægstu verðum þegar heilbrigð samkeppni ríkir á mörkuðum. Hún tryggir aukið vöruframboð, aukið valfrelsi og betri þjónustu. Samkeppni skapar aukinn hvata fyrir nýsköpun í framleiðslu, stuðlar að umbótum í rekstri og dregur úr hvatanum til sóunar. Heilt yfir er ábati bæði neytenda og framleiðenda augljós. Samkeppnin gagnast öllu samfélaginu í heild. Hún bætir hag alls almennings og eykur lífsgæði fólks. Samkeppni er sérstaklega mikilvæg á tímum mikillar verðbólgu. Hvatinn til að veita vöru og þjónustu á hagstæðu verði skiptir öllu máli þegar verðbólgan rýrir kjör launþega. Heilbrigð samkeppni er fyrirtækjum líka nauðsynleg þegar rekstrarkostnaður eykst vegna verðbólgunnar. Þá getur nýsköpun reynst bjargvættur á tímum mikilla erfiðleika í hagkerfinu. Loks er samkeppnisaðhald utan frá ein besta trygging okkar gegn sífellt hækkandi vöruverði. Það héldi aftur af verðbólguþrýstingi ef auðveldara yrði fyrir íslenska neytendur að eiga í viðskiptum við erlenda aðila, þar myndi mestu muna að draga úr viðskiptahindrunum og létta undir með neytendum með því að samrýma skattakjör milli ríkja. Verðbólgan er auðvitað þess eðlis að erfiðara verður að tryggja alla þessa kosti virkrar samkeppni. Hærri verðbólga ýtir undir fákeppni og getur skaðað samkeppnisumhverfið til langs tíma litið. Af þeim sökum er einmitt mikilvægt að við bætum ekki á vandann með samkeppnishindrunum og pólitískum ákvörðunum og aðgerðum sem gera ekkert nema að draga úr samkeppni og tryggja aukna fákeppni á mörkuðum. Því miður hefur þessi ríkisstjórn sýnt að hún aðhyllist ekki sömu sjónarmið. Fyrir vikið eru sérhagsmunir í forgangi. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi. Áhrifin eru alltaf þau sömu, neytendum í óhag. Enda almannahagsmunir settir til hliðar. Fákeppni og sérhagsmunir Fákeppnishagnaður í fjármálakerfinu er ástæða þess að hér er dýrasta bankaþjónusta í Evrópu. Þennan kostnað þurfa fyrirtæki og almenningur í landinu að sitja uppi með. Við höfum sennilega flest öll kvartað yfir háum lántökukostnaði og rándýrri greiðslumiðlun sem kostar okkur tugi milljarða á ári hverju. Sömu sögu má segja af tryggingarþjónustunni. Þessi fákeppni er afleiðing margra þátta en það er fyrst og fremst óstöðugur gjaldmiðill okkar sem veldur því að erlendir aðilar vilja síður hefja hér rekstur í samkeppni við innlenda aðila. Þeim þykir fjárfestingin of áhættusöm og sjá fram á meiri ábata af fjárfestingum annars staðar. Það hefur verulega neikvæð áhrif á samkeppnisumhverfið innanlands. Hátt verð á nauðsynjavörum svo sem eldsneyti og matvælum hefur einnig leikið okkur grátt. Þær landbúnaðarvörur á matvörumarkaði sem ekki falla undir samkeppnisreglur hafa í gegnum tíðina leitt vagninn þegar kemur að verðhækkunum. Þessi vandamál blasa við nánast hvert sem er litið og þau eru að mestu leyti afleiðing samkeppnisleysis og pólitískra ákvarðana sem taka ekki tillit til hagsmuna neytenda. Hagsmuna neytenda ekki gætt Virkari samkeppni á markaði er brýn nauðsyn. Það er augljóst mál. Hins vegar verða engin skref tekin í átt að aukinni samkeppni á meðan þetta er eitt af forboðnum umræðuefnum stjórnvalda. Ríkisstjórnin kýs að stinga höfðinu í sandinn frekar en að ræða af einhverri alvöru hvernig tryggja megi eðlilega samkeppni á vöru- og þjónustumarkaði hér innanlands. Þess vegna er enginn áhugi á tillögum okkar um að almennar samkeppnisreglur ríki í landbúnaði og enginn áhugi á að markaðslögmál gildi í sjávarútvegi. Þess vegna var tillaga okkar um heildstæða úttekt á áhrifum virkrar samkeppni ekki afgreidd úr nefnd á sínum tíma. Ekki heldur á þinginu sem nú er að líða. Rétt eins og tillagan okkar um mat á samkeppnisrekstri ríkisins. Svo er auðvitað enginn áhugi á að ræða vaxtamuninn í fjármálaþjónustu og áhrif sífelldra gengisbreytinga á íslenskt atvinnulíf og almenning allan. Fjölmargt má hér nefna og það segir allt sem segja þarf um raunverulegan vilja stjórnvalda. Samkeppni er einfaldlega ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Það bitnar á neytendum. Samkeppni og almannahagur Kostir virkrar samkeppni eru margir. Neytendur fá vörur og þjónustu á sem lægstu verðum þegar heilbrigð samkeppni ríkir á mörkuðum. Hún tryggir aukið vöruframboð, aukið valfrelsi og betri þjónustu. Samkeppni skapar aukinn hvata fyrir nýsköpun í framleiðslu, stuðlar að umbótum í rekstri og dregur úr hvatanum til sóunar. Heilt yfir er ábati bæði neytenda og framleiðenda augljós. Samkeppnin gagnast öllu samfélaginu í heild. Hún bætir hag alls almennings og eykur lífsgæði fólks. Samkeppni er sérstaklega mikilvæg á tímum mikillar verðbólgu. Hvatinn til að veita vöru og þjónustu á hagstæðu verði skiptir öllu máli þegar verðbólgan rýrir kjör launþega. Heilbrigð samkeppni er fyrirtækjum líka nauðsynleg þegar rekstrarkostnaður eykst vegna verðbólgunnar. Þá getur nýsköpun reynst bjargvættur á tímum mikilla erfiðleika í hagkerfinu. Loks er samkeppnisaðhald utan frá ein besta trygging okkar gegn sífellt hækkandi vöruverði. Það héldi aftur af verðbólguþrýstingi ef auðveldara yrði fyrir íslenska neytendur að eiga í viðskiptum við erlenda aðila, þar myndi mestu muna að draga úr viðskiptahindrunum og létta undir með neytendum með því að samrýma skattakjör milli ríkja. Verðbólgan er auðvitað þess eðlis að erfiðara verður að tryggja alla þessa kosti virkrar samkeppni. Hærri verðbólga ýtir undir fákeppni og getur skaðað samkeppnisumhverfið til langs tíma litið. Af þeim sökum er einmitt mikilvægt að við bætum ekki á vandann með samkeppnishindrunum og pólitískum ákvörðunum og aðgerðum sem gera ekkert nema að draga úr samkeppni og tryggja aukna fákeppni á mörkuðum. Því miður hefur þessi ríkisstjórn sýnt að hún aðhyllist ekki sömu sjónarmið. Fyrir vikið eru sérhagsmunir í forgangi. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun